Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1944, Qupperneq 4

Fálkinn - 09.06.1944, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Skógarhögg í Bandaríkjunum Fyrsti stóriðnaður Bandarikj- anna byggðist á skógarhögginu. Fyrstu landnámsmennirnir frá Englandi sendu heim til Eng- lands farma af hvítfuru, sedrus- viðartrjám, lárviðarberki, og ennfremur ýms trjáviðarefni til skipa, svo sem hrátjöru, terpen- tínu og harpix. Skógarhöggssaga Bandaríkjanuia snerist öldum saman um hvítfuruna, að heita mátti eingöngu. tJr hvitfuruskógunum í Nýja Englandi komu rár þær og siglu trje, sem báru uppi segl skip- ana á öllum heimshöfum. Og úr hvítfuru voru þau smíðuð hin frægu „clipper“skip Banda- ríkjanna. Úr sama viði voru einnig smiðuð „preríuskipin" eða hinir yfirtjölduðu vagnar innbyggjaranna og fljótabátar þeirra, og hvítfura var notuð í stokkana undir fyrstu jámbraut artein^na i Ameríku. Timb- urvinslan í hvítfuruskógunum, sem náðu alla leið frá Maine- fylki, nyrst á Atlantshafsströnd, og suðvestur til Minnesota, var undirstaða þess að timburiðnað- ur Ameríkumanna náði því há- marki, sem raun ber vitni á síðustu þrjátíu árum nítjándu- aldarinnar. Um aldamótin síðustu flutt- ist miðstöð skógarhöggs og timb- uriðnaðar úr livítfuruskógunum kringum Efravatn i fylkjunum Michigan, Wisconsin og Minne- sota, til gulfuruskóganna, sem eru sunnar. Og nú er um 30% af öllu slcógarhöggi Bandaríkj- anna gulfura. En á síðustu tutt- ugu árum hefir enn orðið breyt- ing, því að nú er skógarhöggið einkum stundað á norðanverðri Kyrrahafsströnd og fylkin Oreg- on og Washington eru nú mestu timburframleiðslufylki Banda- ríkjanna. Og um 20% af allri timburframleiðslunni er sVo- nefnd Douglasfura. Douglasfuran er risavaxin. Þessi viðartegund er sú þýð- ingarmesta allra trjátegunda í Bandaríkjunum. Rauðviðurinn er ofurlítið stórvaxnari en liún, enda verður hann um 100 metra hár og um sex metrar í þvermál. Úr einu einasta rauðviðartrje er hægt að fá 400.000 fet af borðviði, eins fets breiðum og þumlungs þykkum, eða um 200 „standard“ timburs, — því að „standardinn“ er 1980 borðfet. Eitt einasta rauðviðartrje nægir til að smíða úr því 40 lítil hús. En rauðviðarhöggið nemur ekki meiru en 1,3% af árlegu skógar- höggi Bandaríkjanna. Douglasfuran verður stundum 90 metra há, og rúmlega þrir metrar í þvermál, í brjósthæð. 1 norðurfylkjunum við Kyrra- haf ná Douglasfuruskógarnir yfir 10 miljónir hektara, auk annara trjátegunda, og svarar þetta til 600 miljard borðfeta af nothæfu timbri, sem geymist þarna í skógunum og mundi nægja til þess að byggja upp tvisvar allar borgir í Bandaríkj- unum. Upprunalega var skóglendi Bandaríkjanna talið yfir 350 miljón ha. eða sem svarar til helmings alls lands í Bandaríkj unum, auk um 40 miljón ekra af lágvöxnum skógi og kjarri. Þessi skógauðlegð smáminkaði þó að hún virtist ótæmandi, þangað til um síðustu aldamót að farið var að friða skóga og höggva þá eftir ákveðnum regl- um. Nú notar Bandaríkjaþjóðin helming stórviðar, meira en helming pappírs og tvo fimtu af viði í ýmsum myndum — af öllu þvi sem notað er í heimin- um, en á eftir í landinu um 250 miljón hektarar skóglendis, eða með öðrum orðum: um þriðjungur allra Bandaríkjanna er nú skógi vaxinn. Þó að skóg- lendið sé minna en það var, þá er þetta samt mikið land, stærra um sig en heimaland 230 miljón manna í Evrópu og meira en tvöfalt stærra en Þýskaland, Ítalía og Japan til samans. 1100 trjátegundir. Um þriðjungur þessa skóg- lendis er nú eign þess opinbera, en tveir þriðju eru einstaklinga eign feða fjelaga. Um 185 miljón hektarar er skógur sem liöggvið er i, og um % af honum eign einstaklinga og fjelaga. Af um 1100 trjátegundum i Bandaríkj- Trjúdrumbar fluttir á hergagnastöOvar. Þetta er Douglas- fura, sem getur orðið um 100 metra há. Bandarikin framleiða meira af unnu limbri en nokkur þjóð veraldar. Þriðjungur ríkjanna er þakinn skógi. Hjer er mynd skógi í Oragon. Hæð trjánna má ráða af bifreiðinni á veginum. unum hafa nálægt 40 tegundir af mjúkum viði og 60 tegundir af harðviði viðskiftalega þýð- ingu, en aðeins 14 mjúkviðar og 15 liarðviðrategundir eru not- aðar mikið til smíða, krossviðar- gerðar og í trjákvoðu. Ennþá er mest af skóginum sagað í borð og trje og notað sem bygg- ingaefni, ef talið er eftir sölu- verðmæti, en sé reiknað eftir rúmmáli nær þetta timbur ekki helmingi. Krossviðargerð og trjá- kvoðugerð er mikil, og sömu- leiðis er mikið af timbri notað til að vinna úr því ýms efni, svo sem tjöru, terpenlínu, shellak og fleira. Hagskýrslurnar eru að vísu ófullkomnar, en þó má fullyrða, að Bandarikin framleiði meira af söguðum viði en nokkurt annað land í veröldinni. Árið 1942 var framleiðslan þar talin 34.798. 000.000 borðfet Er þetta 3.2% minna en árið 1941, en þá var timburf ramleiðsla Bandaríkj anna meiri en hún hefir nokkurntíma verið síðan 1929. Á síðasta ári mun framleiðslan liafa verið um 32 miljard borðfet. Norðvesturhornið fremst Fylkin nyrst á Kyrrahafs- strönd standa nú í fylkingar- brjósti hvað skógarhögg snertir. Hefir Oregon verið mesta timb- ur framleiðslufylkið sex ár í röð, en nágranninn, Washington kemur næst. Samtals framleiddu þessi tvö fylki 11.513_ miljón borðfet af 34.798 borðfetum alls í Bandarikjunum, eða 33%. Af framleiðslu áðurnefndra tveggja fylkja var 7.554.000.000. Douglas-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.