Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.06.1944, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 i i Baráttan um Ítalíu. Síðan Napoli fjell í hendur 5. ameriska-enska hernum, 1. okt. i haust, hefir fátt markvert skeð á vigstöðvunum þar syðra, þangað til Róm var tekin. Vörn Þjóðverja er afar slerk enda tóku þeir að búa um sig í ítaliu undir eins og útsjeð var um hvernig fara mundi i Túnis i fyrravor, og hafa bandamenn orffið aff berjast tun svo að segja livern þumlung lands. Hafa flugvjelarnar verið skæðast vopn þeirra í jjessari sókn. Hjer sjást tveir stórskotaliffar við litla fallbyssu, búa sig undir inn- rás i Napoti. Til vinstri sjást skeytin i byssuna, en hún er á bifreið og getur haldið áfram á undan fótgönguliðinu og rutt því braut. New Caledonia. Þetta er fjórða stærsta eyjan í sunnanverðu Kyrra- hafi — aðeins New Zealöndin tvö og New Guinea eru stœrri. — Er þessi eyja 215 mílna löng og rúm- lega 30 milna breið. Hinn frægi sæfari Cook kom þangað 1774 og skírði eyjuna hinu forna nafni Skot- lands, New Caledonia, vegna þess að furuldæddar hliðarnar þar mintu hann á skógarhliðarnar í Skotlandi. New Hebrides-eyjar eru um átta- tíu smáeyjar, sem ligja k, 535 milna löngu svæði, en flatarmál þeirra er talið 5.700 fermílur alls. Það var líka Cook, sem fann þennan eyja- klasa og skirði þær New Hebrides, af því að honum fannst þær svip- aðar Suðureyjum (Hebrides) fyrír vestan Skotland. Fiji-eyjar eru um 250 talsins og mynda skeifu. Flatarmálið er 7.435 um eyjum eru yfir 5 fermílur að fermílur. Aðeins 30 af öllum þess- stærð hver. Fyrstu eyjarnar í þess- um klasa fann hollenskur skipstjóri, sem Abel Tasman hjet, árið 1643. Við hann er kennd Tasmania. En Cook fann Turtle-ey, syðst í hvirf- ingunni, árið 1773. Þarna kom lika Bligh á hinu fræga skipi „Bounty" Frh. á bls. 13. Þegar þú situr í þægi legu sæti í kvikmynda- húsi og horfir á hetjuna hrapa ofan af þaki á sjö hæða húsi ofan á steinsteypustjettina fyr- ir neðan, eða stökkva af þrjátíu feta háum kletti niður á þak á strætisvagni, sem ekur á fullri ferð framhjá, eða steypa sjer af þil- fari skips, sem skotið hefir verið í kaf, ofan í logandi oliuhafið í kring, þá yptir þú lik- lega öxlum og segir: — Þetta er bara sjónhverf- ing. Auðvitað er þetta að vissu leyti sjónhverfing en hún krefst samt fimi æfingar og hugrekki. í kvikmyndahöfuðborg- inni i Bandaríkjunum, Hollywood, er fjöldi karla og kvenna, sem leggja þetta til i kvik- myndirnar — vinna þessi fyrir sjálfa aðalleikarana, sem á- horfendur halda að geri þetta sjálf- ir. Nöfn þessa fólks, sem Ameríku- menn kalla „stunt men“ eru aldrei nefnd á leikendaskránni, en þeir sem til þekkja virða þá, en öfunda þá ekki. Meðal þeirra „stunt-manna“, sem mest eru virtir i Hollywood, er Mazetti-bræðurnir fjórir. — Faðir þeirra var forstöðumaður fyrir frægum fimleikamannahóp i Aust- urríki. Mazettibörnin voru tólf, og David Sharpe, sem nú er liösforingi um, stekkur hætulegt stökk í „Óður i Bandaríkjahern- eyffimerkurinnar". „skítverk" voru fædd sitt í hverju ríki í Evrópu, því að Mazetti var alltaf á ferða- lagi. En árið 1903 fluttist Mazetti gamli til Bandarikjanna með fjöl- skyldu sina, og þegar kvikmyndun- um óx fiskur um hrygg varð brátt markaður fyrir fimi og kunnáttu sona hans. Ár á spítala. Otto, sem nú er 52 ára og elstur bræðranna, varð eitt sinn að liggja heilt ár á sjúkrahúsi vegna þess að honum mistókst glæfrastökk eitt Þetta er úr myndinni .,Ali Baba og hinir 40 ræningjar.‘ Af þeim er mikils krafist i kvikmynd, sem hann aðstoðaði í hjá Douglas Fairbanks. Vic Mazetti hrapaði einu sinni niður af sjö hæða húsi og i gegnum sex sól- tjöld fyrir gluggum hússins,- hvert eftir annað, og notaði engar dýnur ti) að koma niður á, því að liann treysti því að neðsta tjaldið mundi taka af sjer fallið áður en hann kæmi niður á gangstjettina. Þetta brást, en samt meiddist hann ekki. Meðal annara frægra manna í þessari grein má nefna Gordon Carvett, sem einu sinni varð sund- meistari á Olympsleikjunum, David Sharpe, sem nú er liðsforingi i flugher Bandaríkjanna, Freddy Gra- ham, áður afreksmann í knattspyrnu og basebolta, og Allen Pomory, sem er „sjerkunnáttumaður í bifreiða- slysum“. Meðal þessara manna má einnig nefna Worth Crouch. Hann beið bana fyrir nokkrum mánuðum og atvikaðist það þannig, að hann ók á stórum fallbyssuvagni er hann var að aðstoða við töku striðs- kvikmyndar. Vagninn valt, eins og ver átti, en Crouch varð undir honum i stað þess að slengjast langar leiðir, svo sem til stóð. Konur í hlutverki karla. Ef til vill er engin jafnfræg i hópi ,,sund-kvenna“ eins og „Babe“ De Freest, sem st'undum tekur að sjer glæfraverk karlmanna ekki sið- ur en kvenna, og sem hefir starfað að þessu i tíu ár. í sex ár starfaði hún, sem tamningarmaður ok kú- reki, reið ótemjum og nautum, og ennfremur var hún frægur veðreiða- knapi. Mikið af tekjum sinum fær hún fyrir að hlaupa í skarðið fyrir karlmenn. En hinsvegar eru þess mörg dæmi, að karlmenn hlaupi i skarðið fyrir kvenleikara. Cap Sev- erne heitir sá, sem frægastur er i þessari grein. Er hann Englend- ingur og fyrverandi liðsforingi i enska hernum, þar sem hann starf- aði í hinni frægu herdeild „Ivings Royal Rifle Corps.“ Severne liefir meðal annars leikið fyrir jafn frægar leikkonur og Janet Gaynor, Irene Dunne ög Deanna Durbin. Flest af þessu fólki hefir ákveðna sjergrein. Harold Kreuger er sjer- æfður i þvi að detta í vatn og kafa, Ken Terril sýnir fimleika i trapez og leikur í kúrekamyndum, sem i „Wild West“ Yakima gerast Canute og Cliff Lyons eru ökugikk- ir og sjerfræðingar í að detta af baki. Launin, sem þetta fólk fær eru frá 35 dollurum á dag, fyrir hættu- lítið „trick“ upp i 400-500 dollara fyrir það sem hættulegt þykir. — Sumir af þessum mönnum hafa haft allt að 40.000 dollara í árs- laun, og Hollywoodbúar eru sam- mála um, að þeir sjeu vel að þeim komnir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.