Fálkinn


Fálkinn - 16.06.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.06.1944, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 SOMIÍSLANDS SVERÐ OG SKJÖLDUR Forseti Alþingis GÍSLI SYEINSSON Á MORGUN Fyrir sjötíu árum lijeldu íslend- ingar um land allt þjóðhátið til þess að fagna fengnum rjettarbót- um, sem stjórnarskráin liafði að færa. Vissulega voru þær mikils virði á þeim tíma, en þó ekki fuil- nægjandi. Enda hjelt sjálfstæðis- haráttan áfram. Hjer var aðeins verið að. stiga spor á langri leið. En þó að fjárhagur íslands og Dan- merkur væri nú aðskilinn tóku at- vinnumál íslands engan fjörkipp við þessa rjettarbót. ísland var enn „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis." Árið 1904 fluttist ráðuneyti ís- lands inn í landið og íslenskur mað- ur varð ráðherra, í stað þess að áð- ur hafðj þetta starf verið aukageta danska dómsmálaráðlierrans. Þetta var árangur af baráttunni síðustu 40 árin. Og nú fyrst fer að verða hægt að tala um framfarir hjer á landi. Fáeinar brýr og nokkrir vega- spottar voru árangur af starfinu fyrir 1904. En tveim árum síðar kemst ísland í símasamband við umheiminn. En á því byggist, að verslunin verður íslensk í stað þess að vera rekin af erlendum kaup- mönnum, j)ó að verslunin liefði í orði kveðnu verið frjáls í hálfa öld. Árið 1918 ganga sambandslögin i gildi og ísland er viðurkennt frjálst og fullvalda ríki, þó að konungur- inn væri sameiginlegur fyrir bæði ríkin og Dönum væri falin meðferð utanríkismála og landhelgisgæsla og gagnkvæmur borgararjettur væri milli ríkjanna. Tímabilið síðan 1918 liefir verið mesti þroskatími íslensku þjóðarinnar, og sambúðin milli sambandsrikjanna hin ákjósanleg- asta. Er gotl að minnast þess hú, að' Danir hafa í hvívetna rækt skuldbindingar sínar og sýnt fulla iipurð í sambýlinu, enda liefir hug- ur íslands í Danmerkur garð aldrei verið eins vinsamlegur og á þess- um árum. íslendingar hafa lært að þekkja og skilja Dani — og þeir okkur. — Á morgun er þetta samband að fullu rofið. Sá viðskilnaður hefir, fyrir rás heimsviðburðanna, orðið með nokkuð öðru móti, en til var stofnað i öndverðu. En þó svo sje, þá er þess' að vænta, að sú andlega og menningarlega sambúð, sem svo mjög hefir eflst við Danmörku og önnur Norðurlönd, megi halda á- fram að eflast, eftir að íslendingar hafa að fullu slitið sambandinu. Fyrir 133 árum fæddist hann, þjódhetjan, sem orðin hjer að ofan eru sögð um. Og fyrir hundrað árum hefst þing- mennskuferil hans, með endur- reisn Alþingis. Glæsilegri æfi- feril hefir enginn íslendingur láitið eftir sig, og enginn hefir „hrint okkar hag á leið“ betur en hann. Það er því eðlilegt að á þess- um tímamótum hvarfli hugur flestra íslendinga til hans. Því að þó að margir hafi lagt stein i veggi íslenskrar sjálfstæðis- byggingar, þá er það þó hann, sem vann erfiðasta verkið, og á þeim grundvelli bygðu aðrir síðan uns verkið var fullgert, lwað formið snertir. En þetta verk verður aldrei fullgerl i raun og veru, því að ávalt Jxirf að gæta fengins fjár, og halda því við. Frelsið er lífrænt, og þarf næringu eins og jurtin, ef það á ekki að fölna og deyja. „Það þarf annað en hjalið lómt til að hrinda íslandi á fætur," segir Jón Sigurðsson í nýútkomnu riti, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason liefir saftiað til, úr ræðum og ritgerðum hans. „Það þarf atorku og ráðdeild og fram sýni og þollyndi. — Það þarf meira en fárra manna afl. — Það þarf afl og dug heillar þjóðar. En eru þá íslendingar búnir að missa kosti Jjessa, eða koma þeir sjer ekki að til að taka á þeim? Það eru þeir, sem þeir eiga að sýna fyrst og fremst á Alþingi og undirbúninginum undir það“. 1 allri sjálfstæðisbaráttu 'ís- lands síðan Jón Sigurðsson leið, hefir jafnan verið vitnað til luins J>egar um mikilsvert efni var að ræða, en einnig hefir nafn lmns verið misnotað. Það hefir verið lagt við hjegóma. Allir flokkar lmfa viljað eigna sjer hann og þóst taka hann sjer til fyrirmyndar og það jafnvel þeir, sem ekkert áttu sameigin- legt nema þá játningu. Sam- kvæmt því hefði hann átt að lmfa margar skoðanir á sama máli, hringsnúast úr einu í ann- að. Svo freklega hefir þessi mikli sonur Islafids verið móðg- aður af eftirkomendum sínum. — Það er einmitt aðalsmerki Jóns Sigurðssonar hve heill lxann var. Hann var atdrei hrossakaupamaður. Það er ann- að einkenni hans hve víðsýnn hann var og hve áræðinn hann var. Hann þorði að liugsa Jjeg- ar næsta fáir leyfðu sjer það, og hann þorði að tala djarfar en nokkur annar. Hann átti afkomu sína að nokkru leyti undir þeirri þjóð, sem hann var að sækja frelsi vort í hend- ur á, en liann Ijet ójjægindi eða hættu á stöðumissi aldrei deigja rödd sína. En það voru fleiri en Danir, sem hann varð að eiga í höggi við. Ilans eigin þjóð svaf, eða var lítilsháttar farin að rumska, þegar hann hóf baráttu sína, eigi aðeins fyrir auknum lands- rjettindum út á við heldur líka framförum þjóðarinnar og aukn um athöfnum inn á við. Ilann var rödd hrópandans í eyði- mörkinni, og liann varð að brýna hana til þess að liún heyrðist upp úr „ holtaþokn- vælnum Hann var vísindamaður í is- lenskum fræðum og hefir á því sviði látið eftir sig svo mikið starf, að Jjað eitt mundi hafa nægt til þess að gera manninn frægan um allan aldur. En samt vinnst honum timi til þess að halda uppi mikilli risnu á heimili sinu og sinna fleiri gest- nm en nokkur Isléndingur i Kaupmannahöfn hefir líklega gert fyrr og síðar. Hann hefir jafnan tima til að skrifa brjef, og þau löng, um landsns gagn og nauðsynjar, til vina sinna á lslandi, til þess að stappa í þá stálinu og leiðbeina þeim. Fáir eða engir munu hafa haft jafn niiklar brjefasfkriftir og Jón Sigurðsson. Ekkert mannlegt er honum óviðkomandi. Ilann berst árum saman fyrir verslunarfrelsi á íslandi og vinnur þar sigur. Hann berst fyrir umbótum í skólamálum íslands. Og fyrir sjálfstæði Islands. Enginn er honum líkur. Eng- inn var sem lxann. Hinu unga lýðveldi á tsladi mun vegna vel, ef mynd Jóns Sigurðssonar stend ur jaftuin skýr fyrir augum állr- 'ir þjóðarinnar. Hin rjetta mynd hans, eins og liann var. En það má ekki breyta myndinni eftir geðþótta hvers eins og lagfæra hana eftir ástæðum. Stytta Jóns Sigurðssonar stend ur á Austurvelli og horfir inn í Frh. á hls. 22.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.