Fálkinn


Fálkinn - 16.06.1944, Síða 6

Fálkinn - 16.06.1944, Síða 6
6 F Á L K I N N Fr. le Sage de Fontenay. sendiherra. lÍfiBBKÍ . • : . ■ y ’. ■ L,*A ; * K - 3 -, .& Sendikerra Norömanna Ang. Esmarck og frú hans. E. H. G. Shephered, sendiherra Ereta Fálkinn birtir lijer myndir af þeim sjö erlendu erindrekum, seni starfa á íslandi, sem umboðsmenn þjóða sinna. Fr. le Sage de Fontenag, sendi- herra Dana er þeirra elstur í embætti og hefir starfað hjer siðan 1924. Hann mun ekki geta orðið viðstadd- ur liátíðahöldin, því að hann hefir verið teptur í London sökuin ínn- rásarinnar síðan í vor. August Esmarck sendiherra Noregs kom hingað til lands 1940. Áður en hann varð sendiherra hafði hann uin liríð verið deildarstjóri i norska utanrikisráðuneytinu í Oslo. Hann er skipaður „amhassador en mission speciale“ meðan á lýðveldishátíð- inni stendur. Otto Johansson, sendifulltrúi Svía, var aðalræðismaður þjóðar sinnar um nokkur ár áður en hann var skipaður í núverandi stöðu sína, 27. júlí 1940. Hefir stjórn hans skipað hann „envoye extraordinaire'* á lýðveldishátíðinni. E. H. G. Shepherd sendiherra Bretlands, tók við sendiherrraent- bættinu á íslandi eftir fráfall Hovvard Smith, en hafði áður gegrit ræðismannaembættum víða um lönd m. a. í Hollandi og þar var hann þegar stríðið liófst. Hann hefir vegna lýðvéldistökunnar verið skip- aður „special ambassador". , Henri Voillery sendifulltrúi, sem er fæddur í Dijon 15. maí 1895, var skipaður ræðismaður franska lýð- veldisins 3. mars 1938, en sagði af sjer jiví starfi 9. júní 1941. En hinn 26. júlí sama ár var liann skipaður fulltrúi frjálsra Frakka hjer á landi og er nú sendifulltrúi bráðabirgða- stjórnarinnarinnar frönsku í Alsir. Hefir stjórnin tilnefnt liann „délégué extraordinaire“ við slofnun lýð- veldisins á ístandi. Atexei N. Kra.Asilnikov, sendi- herra Ráðstjórn-arríkjanna kom hingað tii lands 4. mars í vetur. Er hann fæddur árið 1909, en hefir verið i þjónustu utanríkismála- stjórnarinnar síðan 1940. Hann er verkfræðingur að mentun. Louis G. Dreyfus jr., sendiherra Bandaríkjanna, kom hingað tii lands á taugardaginn var. Hefir hann gegnt ræðismannsstörfum víða, en var siðast sendiherra í Iran. Aðal- ræðismaður var hann i Berlín 1915. Hann er fæddur í Santa Barbara i California 23. nóv. 1889. Banda- ríkjastjórn skipaði tiann, fyrst allra, .ambassador ad hoc“ á lýðveldis- hátíðinni. Louis G. Dreyfus, sendiherra Dandaríkjanna. Otto Johansson, sendifulltrúi Sviþjóðar. Henri Voillery, sendifulitrúi Frakka.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.