Fálkinn


Fálkinn - 16.06.1944, Blaðsíða 16

Fálkinn - 16.06.1944, Blaðsíða 16
16 FÁLKINN Tvær þjóðhátíðir fyrir 70 árum l>að gæti verið ástæða til þess fyrir okkur íslendinga nú, að rifja upp með okkur baráttu þjóðar— innar fyrir lifi sínu og sjálfstæði í aldaraðir; . nú þegar hið lang- þráða takmark er alveg fram- undan, að landið okkar verði al- frjálst. Þ'að verður þó eigi gerl hjer en aðeins lýst þvi hversu Svarfdælingar fögnuðu þeim hættu stjórnarháttum, sem oss hiotnað- ist með stjórnarskránni 5. janúar 1874 og þúsund ára minningu um byggð landsins. Þeir fögnuðu sem börn þö gjöfin væri ekki svo vegleg, sem þeir höfðu óskað, j>á var hún samt sem áður kærkominn áfangi, að vísu fjarlægur tikmark- inu, en þó á rjettri leið að jjvi. Þá var gleði og glaumur mi; land allt, og þá ómaði í hjarta hvers manns: „Svo frjáls vertu móður sem vindur á vog“ og gaf vonum manna vængi fram á leið. En hjer kemur þá frásagan svo sem „Frjettir frá íslandi“ hermir hana 1874. Ennfremur er birt, eflir söniu heimild, frásögn af hinni siðari þjóðhátíð Reykvíkinga 1874. ÞJÓÐHÁTÍÐ SVARFDÆLA 3. ágúst 1874. Var hún lialdin á sljettri grund, gróinni fyrir neðan Hofsá þar í dalnum; er þar einkar fagurt. — Þar voru reist tjöld piörg og eitl þeirra mest; það var 24 álna Jangt og 5 álna breitt. Skammt þaðan var ræðustóll reistur, sveipaður hvítu líni. Þegar um morguninn fór fólk að drífa að, og um há- degi var þar saman kominn mik- ill mannfjöldi. Þá var byrjuð há- tiðin; voru fánar dregnir á stöng og klukkum hringt. Þá skipuðu menn sjer í fjórsettar raðir, hver sókn sjer, og hóf hátíðargöngu. Fyrstir gengu Stærri-Árskógssókn- armenn, en lyrir ]>eim gekk merk- ismaður með stöng, og lijekk á hvít blæja með rauðum krossi í miðju, næst þeim gengu Valla- sóknarmenn. Bar merkismaður þeirra stöng með grænni blæju, og var fálki á dreginn. Þá komu Urðar-sóknarmenn, og var borin fyrir þeim livit blæja með fálka- mynd. Þá gengu Tjarnar-sókr.ar- menn, en fyrir þeim var borinn rauð blæja með fálka á. Þá komu síðastir Upsá-sóknarmenn, i>g bar merkismaður þeirra stöng' fyrir þeim með himinblárri blæju. Þá er fólkið hóf göngu sína hætti rigningin, en hljóðfæraleikur hofst og stóð svo meðan gengið var. Fólkið staðnæmdist lijá ræðustóln- um, skipaði sjer í liálfhring í kringum hann, en merkismenn hjeldu uppi merkjum sínum. Þá var sálmur sunginn, og að því búnu haldnar ræður. Fyrstu ræðuna lijelt HjörJeifur prestur Guttormsson frá Tjörn, en þá Páll prestur Jónsson frá Völlum, og þá Sófónías stúdent Hall- dórsson frá Brekku tvær. NIilli þess er ræðurnar voru fluttar, var sungið og leikið á liljóðfæri og skotið. Þá flulti Þorkell Þorsteinsson frá Upp- sölum enn tölu, og Jónas Jónsson frá Brekku kvæði. Að því búnu var aftur sungin sálmur, og' skotið á flir. Varð nú lilje á um stund og geium menn til tjaldanna að fá sjer hress- ingu. Eftir það var byrjað að mæla fyrir skálum. Fyrst var minm Is- lands, þá minni konungs, þá minni dalsins, j>á landshöfðingja, þá Jóns Sigurðssonar. þá allra nierkustu manna ;:ð fornu og nýju„ þá Þor- steins Svarfaðar, j> á Klaufa forn- hetju dalsins, þá gamalla manna, þá ungra o. s. frv. Eftir það stigu menn dans á afgirtu svæði juir á grundinni, en er menn höfðu dans- nokkra stund, hófust glimur, og glimdu menn lengi af miklu kappi, uns dimma tók. En er bálfdimmt var orðið slógu menn eldi í viðarköst mikinn, er borinn hafði vcrið þar síiman á grundinni og gerðii stóra brennu. Og er brennan var þrotinn og almyrkt orðið, voru teknir upp álfaleikir. Fyrir ofan grundina er klettágil stórt og foss í. Ofan úr giii þessu undan fossinum komu nú ljós- álfar tveir niður á völlinn', og höfðu stökur nokkrar fyrir munni sjer, særandi burt svart myrkur, en lað- andi fram Ijós. Síðön hurfu þeir aflur upp i gilið. Nú var kyrrt og hljótt um hríð. Þá heyrðu menn að lítilli stund liðinni, söng mikinu upp i gilið, fyrst í fjarska, en síðan færðist hann smámsaman nær og nær. Sjá menn þá hvar hópur liuldu- manna fer niður úr gilinu, og kemur niður á grundina; en er þeir koma allnærri tjöhlunum, þagnar söngur- inn. Álfasveinar tveir leiddu huldu- karl á milli sín og settu á stól ná- lægt danssviðinu; báðu þeir orlofs af honum að mega leika, og leyfði karl ]>að en þó með nokkurri tregðu í fyrstu. Slógu þá allir álfarnir hring á sviðinu og tóku að syngja og dansa. Þegar því hafði farið fram nokkra stund reis karl á fætur með stuðn- ingi, og' lýsti heillum yfir land og lýð, en allt huldufólkið tók undir. Eflir það þokaðist það út af dans- sviðinu, út á grundina og söng þar með miklum gleðilátum. Að þvi búnu hvarf það aftur upp gilið og sást ekki síðan. Þá var komið fast að miðnætli. Voru þá enn drukknfi nokkrar skála.r að skilnaði, og eflir það lauk hátíðinni með klukkna- hringingum. Þeir sem sóttu hátið þessa >'orti nær hálft sjötta hundrað og voru Ilestir þeirra úr tveimur hreppum. Fyrir hátíðarhaldinu rjeði Sófónías Halldórsson stúdent, og Jóhann bóndi Jónsson lrá Ytralivarfi, og tókst það svo vel, að almælt er, að hátíð þessi hafi verið að flestu leyti verið hin skemmtilegasta, er haldin var í minningu 1000 ára byggingar landsins. ÞJÓÐHÁTÍÐ Reykvíkinga HIN SÍÐARI 1874. Hún ver haldin 30. dag ágúst- mánaðar; en því var hún haldin aft- I§LENDIM«A i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.