Fálkinn


Fálkinn - 28.07.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.07.1944, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Hans Hoffmann bókari veröur 65 ára 2. ágúst n. k. Þurrkud rauðber ( Cranberries) eru bragðgóð til sultugerðar, í kökur, búðinga, súpur o.fl. Forskriftir á íslenzku fylgja í hverjum pakka---- Trjesmiönr: —• Sagði jeg þjer ekki að hafa gát á klpkkunni þegar syði í límpottinuni? Lærlingur: — Jeg gerði það. Hún var tíu mínútur yfir níu. NINON------------------ Samkvæmis- □g kvöldkjólar. Eííirmiödagskjálar Peysur og pils. UaííEraðir silkislDppar ag svEfnjakkar Plikiö lita úrval Sent gEgn pústkröfu um allí land. — Bankastræti 7 SALTSÝRA OG ÁSTAMÁL. Til eru þeir glæpafræðingar, sem halda því fram að í glæpum komist karlmenn ekki með tærnar þar sem kvenfólkið hefir hælana. Og þeir nefna oft sem dæmi til sönnunar máli sínu nafnið Elísabeth Batory, sem talin er mesti morðingi sögunn- ar, enda framdi hún 650 morð. Jeanne de la Cour er líka oft nefnd í þessu sambandi. Hún var einkar fríð kona, en að sama skapi kald- rifjuð. Seldi liún sig einu sinni fyr- ir gimsteinadjásn, og á árunum 1850 -70 töldu Parísarbúar hana standa að flestum morðum og sjálfsmorðum, sem framin voru meðal glaumkærra manna. Jeanne brosti þegar á þetta var minnst við hana sjálfa. Þegar fimti maður hennar, þýskur greifi, skaut sig, ypti hún öxlum og sagði: „Einum Þjóðverjanum færra i París“ Næst fór hún að draga sig eftir for- ríkum manni, George Lefebre. Fólk hans barðist á móti þessu með oddi og egg, en Jeanne tók þá til sinna ráða. Eitt kvöld, er þau höfðu verið saman í leikhúsi, og voru á leið heim, heyrði George að einhver læddist á eftir þeim. Hann leit við, en fjell æpandi niður á götuna; sá sem að haki var hafði skvett salt- sýru í andlitið á honum. Nú ljek Jeanne hlutverk hins góða engils. Hún vakti yfir honum daga og næt- ur uns George bar upp bónorð sitt til hennar. Úr því að hún elskaði' hann eftir að hann hafði mist sjón- ina og afskræmst af saltsýrunni, hlaut það að hafa verið hann en ekki auðæfi hans, sem rjeð gerðum hennar, en fjölskylda hans hafði haldið hinu fram. En fjölskyldan var ekki af baki dottin heldur ljet hún taka Jeanne fasta, grunaða um að hafa gint fyrrverandi dáta, sem hjet Nathalis Gaudry til að skvetta saltsýrunni, í þeim tilgangi að hún næði tökum á George. George neit- aði að trúa þessu. En Jeanne með- gekk að lokum og þau Nathalis vorn dæmd í 15 árá fangelsi. Og George framdi sjálfsmorð skömmu si-ðar. ,,Þá er 101 frá“, sagði Jeanne, er hún heyrði þetta i fangelsið. Allt með íslenskmn skipuni! Látlð blóniin íala' fillóm il Ávextir Sími 2717. Tilkynning! Að gefnu tilefni skal það^tekið fram, að öll um- || ferð óviðkomandi manna um sorphauga bæjar- <> ins við Eiðisgranda, og allur brottflutningur <> þess, sem á haugana er kastað, er bannaður. Allir, sem flytja sorp á haugana, skulu snúa sjer til ;; varðmannsins áður en þeir losa þáð af bílunum. — <> Reykjavík, 21. júlí 1944, Heilbrigðisfulltrúinn. i; HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ GYÐINGINN? Joseph Chamberlain, faðir þeirra Austen og Neville, sem annars varð frægastur fyrir það að prjedíka tollastefnu í Bretlandi, kom fram með eftirteklarverða tillögu við- víkjandi gyðingum, árið 1903. Hann stakk upp á því að stofna gyðinga- nýlendu í Uganda í Afríku. En Gyðingar voru ekki ginkeyptir fyrir ]jví. Þeir vildu heldur bíða þar lil þeir fengi Palestinu — og hana fengu þeir svo eftir síðustu heimstyrjöld. Síðan hefir sambúð Araba og Gyð- inga þar i Iandi verið bölvuð, og hún bakaði Bretum meiri vandræði en nokkuð annað, fram að núverandi styrjöld. En rjett fyrir hana kom R.N. Coudenhove-Kalergi, ensk-hol- lenskur greifi, sem nú er orðinn heimsfrægur fyrir rit sín um ýms vandamál mannkynsins, fram með þá tillögu, að Bretar gerðu Norður- Rhodesiu að heimkynni landflótta gyðinga. Hvítir menn kunna illa við sig þar, enda ekki nema 10.000, innanum 1 % miljón blámanna. GyðingainnfIutningur sje þvi eina ráðið lil að tryggja hvítum mönnum N.- Rhodesiu. Eini ljóðurinn á þessu ráði segir tillögumaðurinn að sje sá, að þarna sje svefnsýki landlæg og að landið liggi hvergi að sjó. En hið síðarnefnda geri minna til nú en áður, vegna fiugsamgangnanna, <>g um liitt segir greifinn, að það sjeu læknar <>g vísindamenn af gyðinga- ættum, sem hafi unnið bug á tauga- veiki, hjartveiki, krampa, sykursýki, kynsjúkdómum og fleiru. Og þess- vegna ætti þeim ekki að verða skota- skuld úr því að yfirbuga svefn- sýkina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.