Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.09.1944, Blaðsíða 10
 10 F Á L K I N N VNC/VU LEÆN&URHIR Hættulegir fjórmenningar Barnasaga AÐ • VAR lianu Ólafur frændi, sem hafði gefiS þeim þetta nafn, því að, eins og hann sagði: — Enginn veit hverju þessi börn kunna að taka upp á! Það er bein- iinis hættulegt að liafa þau á lieim- ilinu! En þó bauð hann þeim heim til sín á hverju sumri í sumarleyfið öllum fjörum. Það var Axel, Benta, Klara og Dan. Alltaf voru þau þarna í sumarleyfinu, þó að aidrei liði sumar svo, að ekki bæri eitthvað ó- vænt til tíðinda! — Nú verðið ]iið að vera skikk- anleg í sumar! sagði Ólafur móður- bróðir þegar hann tók á móti þeim, og þau lofuðu að reyna það. Enda leið lieil vika án þess að nokkuð bæri til tíðinda annað en það, að nærri lá að Dan drukknaði, Axel datt ofan úr trje, og telpurnar báðar viltust inn í skóginn, og komust ekki lieim fyrr en langt var liðið á kvöld — en þetta voru nú ekki nema smámunir. En svo skeði þetta einn morgun- inn: — Nú hefi jeg fengið umkvartanir útaf ykkur, fjórmenningar! sagði Óiafur frændi. Cornelius kapteinn hefir kvartað undan því, að þið sjeuð að læðast kringum húsið hans og liafið troðið niður hlómabeð fyrir honum — hvað á það að þýða? Jeg vil helst lifa í friði og sátt við kap- teininn, því að hann er að vissu leyti nágranni minn. Reynið að láta húsið hans í friði! — Já, en frændi, hann er víst smyglari, sagði Klara- — Einu sinni heyrðum við Benta hann vera að tala við undarlegan mann inni í skógi, þeir sáu okkur ekki en við læddumst á eftir þeim og. . . . — Þið eigið að passa ykkur sjálf og ekki vera með nein heimskupör! tók frændi fram í, og á eftir tók hann Klöru í karphúsið fyrir að hún hafði minst á þettas sem var þýðing- armesta uppgötvun fjórmenninganna. — Það er nú ekki hann, jeg held það sje fremur vinnumaðurinn hans, jeg er viss um það, sagði Benta, — hann er alltaf svo undar- Jegur, og Jivar sem maður er staddur skýtur honum upp. — Þeir eru vist hvor öðrum líkir, en við skulum hafa gát á þeim, sagði Axel. — Frænda rennur vist reiðin þó að við brjótum eitthvað af okkur, og ef þeir eru nú smvgl- arar, eða kanske sjóræningjar þá. . Horfurnar voru hinar bestu og fjórmenningarnir hjeldu áfram njósn unum. Um að gera að rannsaka allt sem best, er snerti þeniian dular- fulla Cornelius kaptein, sem bjó í litlu húsi, er stóð skammt frá lieim- ili Ólafs frænda. Maðurinn bjó einn með þjóni sínum, en oft komu gest- ir í heimsókn til hans — alltaf á nóttunni — og þegar hann gekk eitthvað út í skóg þá hitti liann að jafnaði ókunna menn. En fjórmenn- ingarnir skiftust á að ganga sömu slóðir á sama tíma, án þess að nokk- ur vissi af því. — Við höfum það framyfir að við erum fjögur, svo að við getum skifst á að sofa og ahtaf liaft gát á hon- um fyrir því! sagði Axel ánægður, þegar hann tók við verðinum af bróður sínum eina nóttina. En Ólafur frændi vissi ekkert um þetta, hann vissi ekki betur en að bö,rnin væru ÖJI í fasta svefni. Það var ekki aðeins Cornelius kapteinn, sem þau njósnuðu um, heldur ekki síður þessi þumbara- legi þjónn hans. Og það fór fátt framhjá börnunum af því, sem þeir höfðust að. Eitt kvöld sáust fjórar verur læð- ast út úr liúsi Ólafs frænda og með- fram girðingunni kringum hús kap- teinsins. Það voru fjórmenningarnir, sem i þetta skifti mættu allir. — Hann ætlaði að koma út þegar merkið yrði gefið með því að skjóta .þremur skotum, sagði Benta. — Þetta sagði liann við manninn þegar þeir sátu og töluðu sáman á máli, sem jeg skildi ekki. En þetta skildi jeg þó. Og svo átti báturinn að vera tilbúinn, það var ekki nema 5 mín. gangur þangað og allt var til reiðu. — Hann skal nú ekki halda, að það sje auðvelt! hvíslaði Axel á móti. — Fjórir á móti einum, það verður honum ofraun, þó að hann sje fullorðinn en við börn. Svo földu þau sig aftur. Dan lædd- ist burt og allt í einu heyrðust þrjú skot. Skömmu síðar opnuðust dyrn- ar og þjónninn kom út. — Til atlögu! var lirópað og nú rjeðust allir krakkarnir á mann- garminn, honum að óvörum og gátu fellt liann og lögðust ofan á liann. Þau liöfðu ineð sjer kaðal og gátu bundið hann á hönduni og fótum og tróðu klút upp i liann, svo að liann gæti ekki kallað. En í sama bili kom Ólafur frændi þarna að. — Nú tekur út yfir allan þjófa- bálk, sagði hann reiður. — Það hefir tekist að fá mann frá sjálfri lögreglunni til þess að gerast þjónn hjá þessum dularfulla Corneliusi kapteini. Hann liefir haft gætur á lionum; þetta er hættulegur glæpa- maður, sem hingað til liefir komist hjá refsingu, og nú hafið þið eyði- lagt allt, með því að ráðast á mann- inn og binda hann. Leysið þið liann i snatri, en annars stoðar það lítið þvi að þið hafið aðvarað Cornelius og kumpána hans. Það var meiningin að liann ætlaði að flýja með ýms merkileg skjöl þegar aðvörunarskotin Adamson kaupir sjer regnhlíf. Herra Latur hefir látiö gera sjer tennisvölt. heyrðust, svo-----Nei, nú brá mjer sagði hann svo, og laut niður að manninum. — Dulbúinn, í gerfi þjónsins síns. Jæja, þá liafið þið fengið góða veiði, krakkar. Ólafur frændi rjetti úr sjer og leit á andlitin fjögur, sem allt í einu ijómuðu af gleði, eftir að angistar- svipurinn var horfinn af þeim. — Þetta er glæpamaðurinn. Þá hlýtur lögreglumaðurinn að vera inni. Við skulum flýta okkur að ná í hann! sagði frændi. — Hvernig gátuð þið vitað þetta? — Við hlustuðum og njósnuðum, og svo sprengdi Dan þrjár hvellhett- ur til þess að ginna hann út — og svo — svo gripum við hann! sagði Axel. — Jæja, þið eigið nú heiður skil- ið fyrir þetta, krakkar. En flýtið þið ykkur nú að komast i rúmið, því að það er víst best að láta lögregluna annast um það, sem ógert er. — Leigjandinn minn hefir sagt upp. Hann sagöi aö þaÖ væri veggja- lús bak viö veggfóðriö. — Hvað i ösköpunum var hann aö gera bak við veggfóörið? 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.