Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1945, Síða 6

Fálkinn - 16.03.1945, Síða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SflBfln - C. A. Hiernöe: Sparisjóðsbókin „........ það var koldimmt oy stormur þegctr slysið varð; við sett- um út bát og leituðum, en fundum hann ekki. Bróðir yðar var dug- a.ndi sjómaður, og ég harma fráfall hans. Skipskistu hans og aðrar reit- ur mun ég s,enda yður næstu daga.. U — Jæja, þá er hann Jens dáinn! muldraði Lárus hrærður, og lagði frá sér bréfið og þerraði tár af hvörmunum. — Hann hefði átt að lialda sig í landi, eins og við, þá lifði hann enn, svaraði Maren kona hans og virtist ekki klökk. — Öllu starfi fylgir áhætta, svar- aði Lárus. — Já, varaðu þig að liöggva ekki af þér þumalfingurinn þegar þú ferð að kurla í eldinn! — Og Lárus fór út í brenniskúrinn. Jens liafði alltaf óráðsettur verið. Hann strauk úr fyrstu vistinni fjór- tán ára, og til sjós; og í dag hafði bréfið komið á jótska hjáleigúbýlið. Á bréfinu var sjaldséð frímerki, og innan í því sorgarfregnin, einhvers- staðar utan af fjarlægu hafi. TVTOKKRU síðar kom tillcynning um að reitur Jens væru komnar, og Lárus spennti lubbalegan, ís- lenska folann sinn fyrir vagninn og ók á stöðina. Á leiðinni gat hann ekki um annað hugsað en bróður sinn, en þegar föggurnar voru komn- ar á kerruna og hann var kominn heim á leið, snerist hugurinn allur að skipskistunni. Ofan á hana voru bundin gúmmístígvél og oliukápa. Það var hellirigning. Lárus nam staðar, losaði kápuna og fór í hana. Þetta var eitthvað annað en gamli kápuræfillinn hans! Hann liélt á- nægður áfram. Þegar heim kom og liann opnaði kistuna sá liann að hann hafði ekki getið fjarri. Þarna voru ágæt, þyklc nærföt, nærri því ný vinnuföt, og spariföt, sem Lárusi kom vel að fá. Og Maren fór ekki varhluta, þarna var silkiklútur, sem hún hirti. — Kanske hafði hann verið ætlaður stúlku i fjarlægri liöfn, en nú varð hann besta skart jótskrar húsmanns- konu. Svo var þarna ýmislegt smá- vegis, pípur, tóbak, ýms smáverk- færi og — sparisjóðsbók. — Það nuinar ekki um það — 500 krónur! sagði Lárus. Sjálfur hafði hann aldrei átt svo mikið sem tíu krónur í banka. — Hann hlýt- ur að hafa verið sparsamur, sagði Maren. — Nú getum við keypt grísahúsið sem ég hefi oft minnst á. — Já, það getum við, sagði Maren, — en ég hefi heyrt að Sören Madsen ætli að rífa ldöðuna sína, við skul- um bíða og sjá hvort við fáum ekki brakið úr henni ódýrt. AU biðu og Sören reif hlöðuna, en nú fannst Maren best að biða og sjá hvort þau gætu klofið afborganirnar á næsta gjalddaga. Þau gerðu það, en Sören ekki; hann flosnaði upp og nýi ábúand- inn keypti ræfilinn af hlöðunni. — Við hugsum ekkert um grísahúsið, sagði Maren, — enda fær maður ekkert fyrir fleskið núna. Við skul- um heldur koma okkur upp liænsna- búi og kaupa okkur útungunarvél. Þegar Maren talaði svona vissi Lárus að það var hollast að hafa sömu skoðun. Og skömmu síðar fóru þau til kaupmannsins að skoða áhaldið. En nú komst Maren að jDeirri niðurstöðu, að j^au kætu keypt ungavélina með afborgunum og þyrftu ekki að hreyfa við pening- unum hans Jens sáluga. Og Lárus var sammála. Tíminn leið og varla var sá lilut- ur til, sem þau liöfðu ekki stungið upp á að kaupa fyrir j)essar 500 krónur, en alltaf fór jiað svo að þau gátu keypt liann án þess að grípa til peninganna, svo að bókin lá ó- skert í handraðanum. — Ætti ég ekki að fara inn í kaupstaðinn og sjá hvað þetta er orðið mikið með vöxtum og vaxta- vöxtum? spurði Lárus einu sinni. — Ónei, mér dettur ekki í hug að láta þig fara einan i bæinn með 500 krónur, svaraði Maren; liún mundi hvernig hann var í æsku. Sumar kom eftir vetur. Kreppa fór yfir landið. Margir flosnuðu upp; en Maren og Lárus björguðust af, enda voru þau sparsöm. — Við eigum peninga í bankanum, sögðu þau oft, og það veitti þeim traust og ró. Stundum var rétt komið að þeim að grípa til sparisjóðs- bókarinnar, en Maren dró alltaf úr því. — Við skulum ekki gera jjað fyrr en í síðustu lög, því að ef við byrj- um á annað borð, verða þessar 500 krónur ekki lengi að fara. O VO kom að þvi að ellin var far- ^ in að beygja þau. Eitt kvöldið stakk Maren upp á því að þau seldu kotið, flyttu í stöðvarþorpið og færu að selja grænmeti. Þau geðu það. Seldu kotið sæmi- lega og keyptu sæmilega, svo að ekki þurftu þau að grípa til spari- sjóðsbókarinnar i jjað skiftið. Og grænmetisverslunin gaf þeim til hnífs og skeiðar. — Nú vil ég ekki lilusta á þetta stagl lengur, sagði Maren einu sinni þegar Lárus minntist á sparisjóðs- bókina. — Við geymum hana þangað til við verðum gömul, því að varla getum við búist við mikilli hjálp af honum Jörgen. Jörgen var einkasonur þeirra. Hann liafði farið ungur í kaupstað- inn og orðið rafvirki, en nú var liann atvinnulaus eins og svo marg- ir aðrir. Svo stóðu peningarnir i bókinni sog ekkert gerðist þangað til þennan nóvemberdag, sem Maren várð að fara í rúmið upp úr hádeginu. Hún var mikið veik en vildi ekki heyra nefndan lækni eða spítala og til þess að fyrirbyggja frekari deilur um þetta, dó hún. Lárus var eftir, syrgjandi og ráða- laus. Hann kunni ekki að reka versl- un, og pilturinn, sem hann fékk til aðstoðar sér, prettaði liann og stal af honum. Nú varð að leita til spari- sjóðsbókarinnar, en ekki varð heldur úr jiví í þetta sinn. Morguninn eftir var búðin ekki opnuð. Lárus gamli var farinn sömu leið og hún Maren. AGINN eftir jarðarförina stóð sonurinn ásamt unnustu sinni í skonsunni bak við búðina. — Einhverju hafa þau nurlað saman, að minsta kosti er hér sparisjóðsbók með 500 krónum, sagði hann. — Hvað segirðu? Þá getum við gíft okkur strax! sagði hún. —Já, jtað er fyrir brúðkaupinu, og fyrstu afborgun af húsgögnunum sagði hann. — Þau voru bæði ung. Börn hins nýja tíma, sem vissu ekki hvað peningar voru, að öðru leyti en því að það var nauðsynlegt að eyða þeim undir eins. Jörgen var ekki lengi að liugsa sig um. Hann fór inn í bæinn með bókina, til að taka út úr lienni. Bifreiðarstjórinn gat sagt mér skil á öllu, sem fyrir augun bar og gaf sér jafnan tóm til að tala við mig; eins þó að ferðin væri viðsjál og liann þyrfti á fullri aðgæslu að halda. Mig furðaði á hve létt bíllinn rann undir stjórn hans. Við komum svo austur yfir Eld- hraun og sáum heim að reisulegum bæ, sem ég spurði um nafn á. „Það er Hólmur í Landbroti," svaraði maðurinn. Eg kannaðist við nafnið en þó betur við annað nafn, sem ég hafði oft heyrt í sambandi við bæjar- nafníð. „Er það Hólmur hans Bjarna Runólfssonar, galdramannsins, sem smíðar rafstöðvar og gerir við allar vélar, jafnvel þó að hann hafi aldrei séð þær áður?“ spurði ég. „Já, Bjarni er til á Hólmi,“ svaraði liann og kímdi. „Blessaður, segðu mér eitthvað um hann,“ sagði ég, „þú þekkir hann náttúrlega." „Eg veit ekki hvað ég á að segja um jiað“ svaraði hann. „En ég er Bjarni i Hólmi.“ — Þér segist hafa fengið bókina í arf? spurði gjaldkerinn, er hann liafði leitað lengi i gamalli liöfuð- bók. — Já, svaraði Jörgen. Honum var elcki um alla þesa vafninga. — Eg verð því miður að hryggja yður með jsví, að upphæðin hefir verið tekin út úr bókinni fyrir sext- án árum. — En þarna standa 500 krónur í bókinni! — Já, en þér sjáið, að hérna stend- ur efst á hverri síðu, að bókin þurfi ekki að sýjia rétta innieign á hverjum tíma, þvi að liægt er að gefa út ávísanir á hana. Og hérna er skrif leg beiðni frá fyrri eiganda bókar- innar, Jens Sörensen háseta, um að senda allt, sem í bókinni var, á skipaafgreiðsu í Hamborg. Hvað mér sárnaði það þá, að vera kominn á Jeiðarenda og hafa setið við hliðina á manni, sem mig hafði svo lengi langað til að kynnast! Að vísu hafði liann sagt mér margt af því, sem fyrir augun bar í jjessari fyrstu ferð minni um fögur héruð, svo margt að ég liefi aldrei lært jafn mikið á ekki lengri leið, um fjöll, vötn, ferðaæfintýri, hreystiverk, þjóð trú og Skaftfellinga sjálfa. En síðar hitti ég þcnnan mann, sem mér fanst vera vinur minn í fyrsta skifti sem ég leit hann augum, og ég kom í vélasmiðjuna hans, eilt mérkilegasta fyrirtælcið, sem ég hefi nokkurn- tima séð. -----Bjarni Runólfsson fæddist á Hólmi 10. apríl 1891 og dó þar 4. sept. 1938. Hann ólst upp við kröpp kjör og veittist ekki færi til skóla- göngu eða verklegs náffis lijá öðrum. En hann var fæddur hugvitsmaður og snillingur, eins og Hjörtur Þórð- arson, sem nú er nýlátinn fyrir vest- Framhald á bls. Í4. Mætir menn. 2. Bjarni í Hólmi FYRIR 11 árum var ég á leið austur á Síðu, og vorum við 25 saman. Þá var engin brú á Múla- kvísl, en sá háttur á hafð- ur, að ekið var á bifreið- um austur að kvíslinni en aðrir bílar tóku við austan hennar og fluttu fólkið austur að Klaustri, en yfir kvíslina flutfi okkur Har- aldur bóndi í Kerlingardal, Einarsson. Lárus heitinn á Klaustri hafði lofað oklcur tveim bi’freiðum vestur að Múlakvísl og biðu j)ær þar er við komuni. Öðr- um bílnum stýrði sonur lians, en hinum maður, sem ég ekki þekkti. Eg sat fram i hjá jjessum manni austur yfir Mýrdalssand og alla leið að Klaustri og tókust þegar með okkur viðræður, þó að ekki kynt- um við okkur með nafni. Mér fanst ferðin ganga fljótt, eins og oftast gerir þegar rætt er við geðþekk- an og skemmtilegan mann. Bjarni liunólfsson í Hólmi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.