Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1945, Side 7

Fálkinn - 16.03.1945, Side 7
FÁLKINN 7 HEIMFARARLEYFI. Hér sjúst nokkrir enskir hermenn vera að koma heim i fri, eftir að hafa gegnt störfam á meginlandinu samflegtt siðan inti- rúsin i Frakkland var gerð 6. júní i vor. - BERJAST Á ÍTALÍU. Þessi mgnd var tckin við Anglo-Ameríkan Iiotel i Firenze rétt áður en hershöfðingjarnir Alexander og Mark W. Clark voru skipaðir gfirmenn bandamannahersms á ítaliu. Á myndinni sjást, frá vinstri: Mark TF. Clark liæstráðandi 5. hers Banda- rikjamanna, sir Harold R. I. G. Alexander herstjóri bandamanna á Ítalíu og sir E. L. McCreery hæstráðandi 8. hersins, s;em Montgomerg stjórnaði forðum í Afríku. FANGAR GANGA Á LAND. Myndin er tekin í enskri höfn og sýnir jjgska kafbátsmenn, semi teknir hafa verið höndum, og eru nú að ganga á land, á leið í fangabúðir. / hinum cnska texta myndarin.nar sogir, að þeir hafi virst fegnir yfir því að þátttöku þeirra i striðinu var lokið. Frá Nvíþjóð 180 NÝIR VITAR í SVÍÞJÓÐ. Sænska vitamálastjórnin hefir haft nóg að hugsa striðsárin. Núna fyrir áramótin kom fram i Rikisdeginum tillaga um 16 miljón króna fjárveit- ingu til vitamála á næstu tíu árum. Síðustu árin hefir einkum verið unnið að hyggingu smárra vita á leiðum innanskers og hafa verið settir upp 180 vitar og vitabayjur á þeim leiðum. Hinsvegar hefir orð- ið að fresta umbótum á hinum stærri vitum. Al' 65 vitum i þeim flokki er helmingurinn ekki með nýtisku sniði, og á að verja 4 milj. krónum til umbóta á þeim á næstu árum. Ennfremur skal varið 4 Vi milj. kr. til þess að setja upp vita í stað 6 af þeim 18 vitaskipum, sem nú eru við Svíþjóð. Þó að umbæturnar kosti mikið er gróði að þeim, því að starfræksla hinna nýju tækja verður margfalt ódýr- ari en hinna eldri. Auk þess verður oft að taka vitaskipin í höl'n yfir veturinn í Eystrasalti vegna frosta og isalaga. Hinir nýju vitar í stað skipanna verða reistir á stöpli á sjávarbotni og er ekki nauðsynlegt að undir- staðan sé klöpp. Svíar liafa þegar nokkra reynslu af slikum vitabygg- ingum, því að þeir liafa þegar reist átta vita í Kalmarsundi, á 6-10 metra dýpi. Sjávarbotninn cr fyrst jafnaður og möl borin á hahn, en síðan er steinsteypukassa sökt ofaná, og fylt- ir með steypu og möl. Loks er steypu rennt i malarlagið undir kössunum, gegnum pípur, sem ganga gegnum þá. Þannig er undirstaða vitans gerð, og hefir hún reynst nægilega sterk til að þola ís, öldu- gang og strauma. MEIItA LESIÐ í SVÍÞJÓÐ EN ÁÐUR. Aðal bókmenntaviðburður ársins í Svíþjóð var auðvitað úthlutun Nóbelsverðlaunanna fyrir bókmennt- ir, sem danska skáldið Joh. V. Jen- sen hlaut í þetta sinn, sérstaklega fyrir sagnaflokkinn „Den lange Rejse“, er segir norræna sögu frá steinöld til vorra daga. Nóbelsverðlaununum er úthlutað um það leyti sem bókaflóðið er mest, rétt fyrir jólin. Lestrarfýsnin hefir aldrei verið eins mikil í Svíþjóð eins og á Striðsárunum og hefir sala bóka sett ný met ár eftir ár. í desembed síðastliðnum höfðu 8000 nýjar bækur komið í bókaverslan- ir á árinu, og er það 300 meira en árið 1943. Annað dæmi um böka- útbreiðsluna er það, að stofnun sú sem sendir bækurnar l’rá forleggjur- unura í bókaverslanirnar, sendi 1943 út 2500 tonn af bókum, en það svarar til sex - sjö miljón binda, en það er meira en nokkru sinni áður í sögu firmans. Þessi aukning stafar ekki af þvi að gömlu kaupendurnir kaupi meira en áður, heldur fjölgar bókakaup- endum mjög. Sama er reynsla bóka- safnanna: gestunum fjölgar þar. Á siðasta ári voru nokkrar bækur gefnar út i 50.000 eintaka upplagi, og telst það mikið, i landi, sem telur aðeins 6% miljón ibúa. Enn hærra upplagi hafa sumar bækur þó náð, t. d. ,Bakom Stálvaggen“ eftir Fredborg. Árið 1944 hefir óvenju mikið komið út af skáldsögum og ljóða- bókum. Mest hefir salan orðið á sögu eftir Alice Lyttkens, sem lýsir lifi borgarastéttarinnar i Stokkhólmi í byrjun 19. aldar, og nefnist sagan „Langtans bláa blomma“. Af öðrum sögum má nefna „Hermaðurinn með brotnu byssuna" eftir Vilhelm Mo- berg, er það sjálfslýsing liöf. á al- þýðubaráttunni í Svíþjóð í byrjun þessarar aldar, og „Den Tid“ eftir Gustí'f Hallström, sem er meðlimur sænska Akademísins. Segir hann þar frá blaðamenskuferli sinum i Frakk- landi í fyrri heimsstyrjöldinni. ‘Mikil eftirspurn er eftir þýddum bókum. Það hefir reynst erfitt að ná í útlendar bækur stríðsárin, en þó tillölulega nóg af sögum til að þýða; hinsvegar er vöntun á út- lendum bókum um teknisk efni og sérfræðileg. Slíkar bækur hafa sænsk ir forleggjarar ])ó gefið út á frum- ntálinu og hefir það gefist vel. Af útlendum bókum er eftirspurn- in einkum eftir engilsaxneskum, en þýskar bókmenntir sjást varla lijá bóksölum. Somerset Maugham, Char- les Morgan, Aldous Huxley og James Hilton eru mest lesnir af enskum höfundum, en af ameríkönskum höf- undum Hemingway, Steinbeck og Faulkner. Aðferðin til að spara einn Rinso pakka af hverjun þrem er sú, að nota aðeins helming af þvi vatni, sem þjer eruð vön, oy aðeins tvo þriðju af Rinso Látið “seia ......,r inum í 12 minút- þvottinn i Rinsoleg- ur. þvoið liann siðan og skol- ið, og hengið hann til þerr- is. Engin þörf er á að nudda hann mikið — þessvegna endist fatnaðurinn mik- ið lengur. Reynið þessa nýjtt Rinso-aðferð RINSO ^■"■■■■“■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 X-R 208-780

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.