Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1946, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.05.1946, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 KROSSGÁTA NR. 586 Lárétt skýring: 1. Þramm, 4. litinn, 10. lítil, 13. mannsnafn, útl., 15. fleina, 16. lengra, 17. stríði, 19. manns, 21. fljót, 22. vin, 24. rusl, 26. stöðvar- ann, 28. knýi, 30. hnöttur, 31. œtt- ingi, 33. nýt, 34. viðartegund, 36. snjór, 38. nútíð, 39. karlfugl, 40. monla, 41. fangamark, 42. áhald, 44. mánuð, 45. ósamstœðir, 46. mann 48. gruna, 50. létt, 51. fornsöguna, 54. flýtur ofaná, 55. greinir, 56. híta, 58. gangar, 60. auglýsingaskrumari, 62. kindinni, 63. hýli, 66. ræða, 67. atviksorð, 68. fiskur, 69. hurst. Lóðrétt skýring: 1. Ryks, 2. komist, 3. tréskór, 5. saurgi, 6. einkennisstafir, 7. atlot, 8. úttekið, 9. komast, útl., 10. ó- hreyfða, 11. synda, 12. tímabils, 14. ómerkilegt, 16. gaman, 18. þrautina, 20. nágrannakonuna, 22. hljóðs, 23. herhergi, 25. skrapaðar, 27. reiðast, 29. mannsnafn, 32. keðja, 34. heita, 35. kaldi, 36. farg, 37. spýju, 43. undirstöður, 47. ílátið, 48. maður, 49. elskar, 50. gleðst, 52. falsi, 53. nag, 54. bráðum, 57. flón, 58. horfi, 59. knýja, 60. hlé, 61. samræður, 64. tveir samhljóðar, 65. félag em- bættismanna. LAUSN Á KROSSG. NR. 585 Lárétt ráðning: 1. Hás, 4. balsami, 10. faa, 13. álku, 15. rotta, 16. gaul, 17. marrið, 19. skolli, 21. girð, 22. oka, 24. Atli, 26. mannskratti, 28. ost, 30. tak, 31. nei, 33. RK, 34. aða, 36. tau, 38. in, 39. kaflann, 40. hirting, 41. Nr. 42. ars, 44. asi, 45. Na, 46. afa, 48. óas, 50. fis, 51. starfsemina, 54. skinn, 55. átt, 56. Nína, 58. seinna, 60. snatta, 62. Anna, 63. roðna, 66. Natt, 67. man, 68. skrifli, 69. ris. Lóðrétt skýring: 1. Hám, 2. álag, 3. skrimt, 5. arð, 6. Lo, 7. stakkar, 8. at, 9. mas, 10. fallin 11. auli, 12. ali, 14. urra, 16. gott, 18. iðnaðarmann, 20. kattar- skinn, 22. ost, 23. ark, 25. morknar, 27. vingast, 29. skarf, 32. einni, 34. ala, 35. ans, 36. tia, 37. úti, 43. fast- aði, 47. askinn, 48. ófá, 49. set, 50. fantar, 52. tina, 53. nian, 54. sena, 57. allt, 58. Sam, 59. ark, 60. sal, 61. ats, 64. O.R. 65. Nf. glotta þarna inni í skugganum — ýmist hef- ir vesalings mennina kalið til bana eða þeir liafa dáið úr hungri, eða þá að úlfarn- ir hafa gert út af við þá. Þessi öræfi eiga ekkert bros. Aðeins tár. Og engin hermannasveit nennir að ellast við villuráfandi strokufanga lengur en góðu liófi gegnir á þessum ömurlegu slóðum. Svo mikill er óttinn og heygurinn af skógin- um illa. Eigi að síður var þarna langt inni í eyði- mörkinni einsetumaður, sem í mörg ár liafði lifað þarna í slcugga villislóðanna. Menn eins og klerkurinn Jegor fæðast ekki oft. Hann var á sínum tíma þjónandi prestur i Jekaterinburg en eftir nóvemher- hyltinguna fór hann úr liempunni og tók sér sverð og stálhjálm i staðinn. Hann gekk í hvíta herinn og undir for- ustu Denikins og Koltsjaks gekk hann svo frækilega fram að hann varð kapteinn. Byrjunin var því glæsileg, en við vitum það af veraldarsögunni að hvorki forlög né stórveldin sáu sér færl að styðja þessa hraustu liershöfðingja. Rauðu hetjurnar sigruðu hvítu lietjurnar. Einn þeirra fáu, sem slapp við að verða brytjaður niður af riddurum Budjennys, var Jegor kapteinn. Það var lagt fé til höfuðs honum sérslaklega: sigurvegararnir litu ekki neinum velþóknunaraugum á mann, sem hæði hafði verið klerkur og svo kapteinn í hvíta hernum. En Jegor átti trygga vini og víða haulca í horni. Hann var fluttur af vígvellinum á laun og komið í hjúkrun lijá gamalli sveitakonu, sem forðum hafði verið sóknar- harnið hans. Og þegar hann var gróinn sára sinna tók hann á sig stafkarlsgerfi og gerðist varningsmaður. Hann hóf nú flakk sitt með stóran mal á bakinu. Eftir óendanlega erfiðleika og liættur frétti hann loks af helli einum langt inni í skógi. Gamall veiðimaður hafði sagt lion- um frá þessum samastað, og eftir tilvísun hans tókst honum að finna hellinn. Þetta var allra skemmtilegasti hellir; Ijós féll inn í hann á ská gegnum klettasprungu og þar var hentugt eldstæði, gert af náttúrunnar höndum. Fyrir framan öskulirúguna sat maður, vafinn í bjarnarfeld. Hann svaf. Það hafði hann gert í mörg ár. Ekkert af dýrum skógarins hafði þefað af honum, hlemmur- inn á hellisskútanum var sterkari en svo, að óhoðnir gestir gætu komist inn. Jegor liafði búist við þessu, hálft í hvoru. en það hafði djúp áhrif á liann. Þarna var allt svo lifandi og svo þokkalegt. Það var eins og hinn látni liefði fengið sér miðdegis- hlund. Langpípan hékk enn milli stórra, gulra tannanna og fyrir framan manninn lá Bihlía, gyllt í sniðum. Þetta var svo ein- staldega friðsamlegt. En tveir gamlir aftur- lilaðningar og nokkrar skammbyssur, sem lágu innan við dyrnar, viðbúnar til notk- unar með litlum fyrirvara, voru ekki eins friðsamlegar útlits. Og hjúgsverð af tyrkn- eskum uppruna og óliugnanlega beittur rýt- ingur sýndu, að sá látni hafði einhverntíma átl í útistöðum. Krossmarlc, sem hékk í bandi yfir fleti með mörgum úlfabjórum, sýndi afstöðu hins látna til hinna æðri máttarvalda. Annars var mikið í hellinum af allskon- ar veiðitækjum og snörum, bæði til sumar- og vetrarveiða. Þarna stóðu líka klunnaleg skíði með næfrabindingum. Jú, hinn látni liúsbóndi hellisins hafði auðsjáánlega verið reglumaður í hvívetna, og komið sér upp góðu heimili, eftir þvi sem efni slóðu lil þarna í skóginum. Hér gat þreyttur ferðamaður, sem hafði drukk- ið hið beiska vín sorgarinnar, hæði lifað — og dáið. Jegor glotti heisklega er hann tók upp eldspýtnastokkinn. Eftir stutta stund snarkaði í sprekunum á hlóðunum og ylinn lagði um allan hellinn. Jegor hafði mynd verndardýrðlings síns, hins heilaga Andrésar, hangandi í handi um hálsinn. Hann horfði á dýrðlinginn og sá ekki betur en að hann hrosti, er bjarm- inn af eldinum lék um hann. Svo lagðist hann upp í fletið. Góða nótt, kunningi! inuldraði liann lil hins dána. Árin liðu. Eriginn truflaði Jegor í einveru hans. Veiðimennirnir voru orðnir verksmiðju- stjórar og gullgrafararnir stýrðu dráttar- vélum á sameignarbúunum. Enginn fékk að vinna fvrir sjálfan sig. Allir urðu að þræla og púla til þess að sjá þjóðfélagsáætlununum farhorða í ör- ugga liöfn. Og aílar tilraunir til að ein- angra sig og lifa sínu eigin lífi, voru tald- ar grunsamlegar og refsiverðar. Jegor vissi ekkert um allt þetta. Hann vissi að eitthvað stórkostlegt var að gerast nokkur hundruð mílur frá afskekkta hell- inum hans. Hann renndi ekki grun í hvað það var. Engin hlöð, ekkert útvarp sagði honum frá hvað væri að gerast í ríkinu, sem einu sinni var kallað hið heilaga Rúss- land. Ekki svo að skilja, liann vantaði ekki félagsskap. Skógurinn illi var ekki eins slæmur og af var látið. Jegor náði í meiri villihráð en hann gat torgað. Og á sumrin gat hann týnt her í mýrunum og móunum, og safnað sér forða af þeim og villávöxt- um. Hann liafði nóg af öllu. Villidýrin, sem fyrst i stað forðuðust liann eða ógnuðu lionum og fitjuðu upp á trýnið, urðu vinsamlegri með hverju árinu sem leið. Einn daginn að haustlagi kom eldgamall úlfur haltrandi og lagðist við hellismunn- ann hjá Jegor og mændi til hans augun- um. Hann var litið nema hjórinn og bein- in, og Jegor gaf honum nýveiddan héra, sem úlfurinn át upp til agna, svo að ekki var nokkurt hár eftir. Svo lagði liann liaus-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.