Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1946, Side 4

Fálkinn - 24.05.1946, Side 4
4 FÁLKINN Grænabory. Vesturbory. Tjarnarborg Suðurbory. Barnavinaf élagið Sumargj öf Á sumardaginn fyrsta jjelta ár var réttur aldarfjórðungur liðinn frá því að byrjað var að hafa hátiðahöld í Reykjavík á sumardaginn fyrsta og fjársöfn- un til ág'óða fyrir börnin. Það var Bandalag kvenna, sem lióf þessa starfsemi. En Barnavina- félagið Sumargjöf var elcki stofnað fyrri en tveimur árum seinna, eða 11. apríl 1924. — Bandalag kvenna stóð að stofn- un félagsins með ýmsum áhuga- mönnum um uppeldismál og var Steingrímur Arason for- maður félagsins fyrstu 1(5 árin. Markmið félagsins var fyrst og fremst að stuðla að þvi, að ala upp góða og nýta borgara. — Dagur félagsins til hátíðahalda og fjársöfnunar var valinn, sumardagurinn fyrsti, og hefir jafnan verið það siðan. Illaut dagur þessi strax nafn- ið, Barnadagur, enda þótt upp- hafsmenn félagsins vildu á eng- an liátt með því rýra gildi hins þjóðmerka dags, sumardagsins fyrsta, heldur þvert á móti und- irslrika gildi bans, með því að minna á bernskuna í sambandi við vaknandi líf vorsins,- og vekja á eftirminnilegan hátt til umhugsunar um vorgróður þjóðlífsins, börnin, og hvetja menn til sameiginlegrar bar- átlu fyrir velferð þeirra. Höfuðstaðarbúar tóku kalli þessu einkar vel slrax frá byrj- un. — Fjársöfnunin gekk mjög vel miðað við tímana, sem þá voru að færast vfir atvinnu- og viðskiftalíf þjóðarinnar. En um þetla leyti var kreppan eftir heimstyrjöldina fyrri að koma. Það var ekki látið sitja við orðin tóm, eða verið að safna aurum lil að geyma. Slrax á fyrsta sumri félagsins var kom- ið á stofn dagheimili fyrir börn, er var lil búsa i Kennaraskól- anum. Einnig rak félagið leik- völl í Vesturbænum. Og þá lét félagið börnum í té garðyrkju- kennslu. Það kom fljótlega í ljós, að félaginu var ólijákvæmilegt að eignast .eigið hús. En til þess að svo gæti orðið, varð að hætta að eyða jafnóðum þvi, sem safn- aðisl á sumardaginn fyrsta. Og þetta var ákveðið á öðru ári fé- lagsins, eftir að séð varð að ó- kleift var að fá Kennaraskólann lengur lil dagheimilisstarfsemi, vegna viðgerða, sem fram- kvæma átti á húsinu og lóð þess. Var nú sal'nað í sjóð i nokkur ár. Og 1931 er Græna- borg byggð á Grænuborgartúni. Það er að vísu ekki hátt í loft- inu, einnar hæðar skáli án kjall- ara, sniðinn eftir McMillan- stofnuninni í Londori, er slarf- ar á svipuðum grundvelli og Sumargjöfin bafði setl sér. En vissulega hefir Grænaborg sannað að mjór er mikils vís- ir. Með byggingu þess húss hefst bein sigurganga hjá Sumargjöf um framgang þeirra mála, er félagið hóf baráttu fyrir. Það var að vísu ekki rekið dagheimili í Grænuborg nema svo sem rúma þrjá mánuði að sumrinu. En aðsóknin varð strax mikil og jókst með liverju ári. — Og þessi starfsemi kveik- ir út frá sér, svo að háværar raddir koma upp um það, að setja þurfi á stofn dagheimili í Vesturbænum. Og það er gert 1936 í Stýrimannaskólanum. En það verður aftur lil þess, að liafist er lianda um byggingu Vesturborgar 1937, sem verður þá annað hæli félagsins, og full- nægir að nokkru leyti þörfunum í öðrum bæjarhlutanum, og er liúsið tekið til afnota þá um sumarið. Um þriggja ára skeið rekur félagið tvö dagheimili í þess- um borgum sínum. En árið 1940, hernámsárið, reynist aðsókn- in svo mikil að Grænuborg, að úlvega verður annað liúsnæði. Var Málleysingjaskólinn feng- inn að láni og rekið þar dag'- heimili. Þannig voru nú dag- heimilin orðin þrjú. En aldrei hafði félagið liaft fjárhagsleg- an mátt lil þess að reka þessa starfsemi nema aðalsumarmán- ina. I 10 fyrstu árin hafði fé- lagið staðið algerlega óstutt af bæ og ríki, átt allt sitt undir fjársöfnuninni á sumardaginn fyrsta, og mætti borgaranna til að greiða fyrir börn sín á dag- heimilunum. Þetta voru sann- arlega ei'fiðir tímar fyrir félag- ið , af því að það stóð í því tvennu, að byggja bús fyrir starfsemi sina, og rak jafnframt dagheimili, við þær aðstæður að mörgum varð að gefa mikið al' dvalargjöldunum, vegna þess að atvinnuleysi og fátækt var ríkjandi í höfuðborginni. Það er vafalaust að alménningur geri sér grein fyrir þvi, livílíku Grettistaki félagið lyfti á þess- um árrini. — Stjórn félagsins hafði lengi vitað uni þörf fyrir vetrárdagheimili, en fjárliagur hamlaði framkvæmdum. Hauslið 1940 er gerð alvara úr því, sem félagið liafði lengi vitað að þörf var á að koma i framkvæmd, og stofnað vetrar- heimili. Ríkisstjórnin lánaði fé- laginu liúsnæði fyrir það á Amt- mannstíg 1. Jafnframt var sett-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.