Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1946, Side 10

Fálkinn - 24.05.1946, Side 10
10 F Á L K I N N VNGSVU U/fiNMRNIR Afmælisveisla ísbjarnarins Litli bjarnarliúnninn, sem foreldr- arnir kölluSu Sebastius átti afmæli í vændum og hafði fengið að bjóða til sín gestum. Hann átti heima í klakaskúta, þar sem ísdrönglarnir liéngu yfir dyrunum eins og fall- egasta gluggatjald. — Víst skaltu fá veislu. Sebastius litli. Þá skaltu bjóða sex af leik- systkinum þínum. Sestu nú og skrif- aðu Filippu, Anastasíusi, Maximilí- usi, Maramiri, Hubertusi og Vikk- víru. Og klesstu ekki bleki á hreina dúkinn, sagði bjarnarmamma. Og liúnninn féklc biek og penna og sex bréfsefni og frímerki, og símaskrána til að sjá heimilisföngin. En Sebastius var í slæmu skapi. Iss, Vikkvíri togar alltaf í rófuna á mér, og Anastíus étur allt sælgæt- ið. Og þau kunna ekkert nema gömlu ieikina leiðinlegu. Má ég ekki bjóða einhverjum sex, sem ég þekki ekki, mamma? — Hvaða flónska! Það færðu ekki. Skrifaðu nú, og farðu sparlega með blekið. En það var einmitt óknyttadagur- inn lians Sebastíusar i dag. Og nú sió hann upp í símaskránni þar sem verkast vildi og skrifaði boðs- bréf til gesta, sem hann liafði aldr- ei heyrt nefnda á nafn. Þessir sex gestir, sem hann hafði boðið voru Nikódemus Nashyrningur, Bjössi Björn, Fribbi Flóðhestur, Sara Sebra Léttfeti Ljón og Titja Tigris. Þegar liann hafði sett bréfin i póstinn fór hann að iðrast eftir það. Hugs- um okkur ef þessir gestir væru ekkert skemmtilegri en leiksystkin- in hans? Og þegar sex þakkarbréf- in komu fór hann að kvíða fyrir. Hann faldi bréfin, og mamma hans og pabbi skildu ekkert í hvað að honum gengi, því að hann forðaðist þau. Þau voru öll í því að búa und- ir veisluna. Marnrna ísbirna var að afhýða og hakka tíu kíló af möndl- um og fimm af rúsínum í kökurn- ar og ætlaði þrjá litra af tei lianda hverjum gesti og 120 stykki af smurðu brauði með bláberjamauki. Hún bakaði sykurkökur og hunangs- kökur, stórar eins og myllusteina, en Sebastius nöldraði bara: — Góða mainma, það verður ekki nóg. En hún sat við sinn keip. „Ætli það sé ekki nóg lianda húnum. Ef þið etið meira verður ykkur illt í mag- anum. Bakarofninn var kyntur allan daginn og það var svo heitt í hell- inum að ísdrönglatjöldin bráðnuðu. ísbirna gamla var svo rauð af erfiði og hita, að Sebastius svitnaði þegar hann sá hana. ísbjörn pabbi var úti í smiðju að búa til smellkaramellur handa gestunum. Það átti að smella í þeim, svo að heyrðist i öllum bjarnarhellinum í nágrenninu. Seb- astius fékk ekki að koma þar nærri. Þegar liann átti að hjálpa til að dúka borðið fór alit í handaskolum. Hann missti þrjá diska og tvær teskálar á gólfið. ,,Ef þú liagar þér ekki vel,Se- bastius, sendum við gestunum þín- um afboð,“ Já, eiginlega vildi Sebbi jiað nú helst, því að liann kveið fyrir. En foreldrar hans virtust ekki taka eftir prakkarastrikunum bans, að bann faldi hehningin af öllu góðgætinu í felustað sínum. Nei, þau liöfðu svo mikið að hugsa. Rétt áður en gestirnir komu kvaddi pabbi gamli og fór. Hann sagðist vera orðinn of gamail í svona samkvæmi. „Nú ætla ég að fara að veiða fisk og kem ekki fyrr en allt er orðið rólegt aftur. En mamma kerlingin varð að vera beima til að annast góðgerirnar. Bráðum heyrði Sebbi ýms kyn- leg liljóð. Hann gægðist út en lirökk til baka og faldi hausinn undir svuntu mömmu sinnar. Og þegar hún leit út til að gá, varð hún ná- bleik á nefinu. — Æ, Sebbi, hvað hefirðu gert? Og svo flýðu þau upp á hellisþakið. En nashyrningurinn, flóðhesturinn, ljónið og tígrisdýrið, zebran og björninn þrömmuðu inn í liellinn. — Hm, skyldi enginn vera heima hérna. Það er skrítið heimboð. En við verðum að setjast að krásunum fyrir því, sagði ljónið. — Mér finnst þetta engar góðgerð- ir, sagði tígrisinn. — Nei, þetta er ekki nema munn- biti lianda mér, sagði flóðhesturinn. •— Það gerirðu ekki, að gleypa þetta einn, sagði nashyrningurinn. Og nú lentu gestirnir i áflogum. Þeir skvettu teinu hvor á annan, börðust með stólunum og þcyttu kökunum. En hellisþakið fór að bráðna af öllu heita teinu og ís- birnirnir á þakinu átti bágt með að halda sér. Þeir runnu gegnum þaluð og niður á borðið. Héldu þau að sín siðasta stund væri komin. En við hávaðann urðu gestirnir bræddir og tóku til fótanna, þutu út og á burt. — Þakið hrynur ofan á okkur! æptu þeir hver sem betur gat, og Sebbi heyrði að fótatakið varð fjar- lægara. Svo stóð sú gamla upp, hún Iiafði dottið ofan á mjúka sykur- köku, og síðan Sebbi, sem hafði lent á smurða brauðinu. — 0, Sebastius, andvarpaði mamma. — Fyrirgefðu mér, sagði Sebbi. —Eg skal aldrei gera þetta oftar. Eg skal aldrei bjóða heim eftir símaskránni. Mamma var nú besta mamma sem til var og fyrirgaf stráknum sín- um, og meira en það: hún tók til í skútanum, liitaði nýtt te og lét Sebba svo bjóða kunningjunum. — Það var gott að ég geymdi helmingin af öllum góðgerðunum, Skrítlur fíetið þér táiiað mév tí-kall? — Jœja, Gvendur minn, hvernic/ finst þér að vera orðinn frjúls mað- nr afiur? ' — Alveg skínandil Mig dregmdi bura i nótt, að ég vœri í iugthúsinu enn, — líttu bara á rúmgaflinnl sagði Sebbi, þegar hann var að taka ámóti nýju gestunum. Góð- gerðirnar urðu að visu ekki eins miklar og isbirnirnir áttu að venj- ast á afmælisdegi Sebba, en þær nægðu. Að minnsta kosti fékk Max- imíus innanskömm. — Nú eru eggin soðin, Elsa, ég sé á Dómkirkjuklukknnni, að það eru konmar 4 M> minúta! Préstúrinn hefir verið i sjúkra- vitjun hjá Jóni í Kotinu. Þegar hann er að fara spyr hann konuna: — Maðurinn yðar er vonandi í sjúkrasamlagiiiu ? — Nei, ekki er nú svo vel. En guði sé lof liefir hann borgað til- lag í Bálfararfélagið. — Ég er lika afskaptega hrœdd i þrumuveðri, góði maður!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.