Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1946, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.06.1946, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN REIKNINGSSKIL VIÐ LÍFIÐ SÖNN SAGA ÚR DAGLEGA LiFINU Móðir mín var jörðuð fyrir liáli'- uiii mánuði, og nú sat ég á gröf- inni liennar og var að hugleiða hve margt erfitt við hefðum orðið að reyna. Pabbi skildi við okkur þegar ég var fimmtán ára, og eftir það hafði liann aldrei skeytt um livort okkur leið betur eða ver. Það var ef til vill rangt af mömmu, að hún vildi ekki leyfa skilnað, svo að okkur væri tryggt sæmilegt lífs- uppeldi. Annars ætla ég ekki að fara að setja út á hana. Hún var mjög trúuð, og frá hennar sjónarmiði var hjónaskilnaður synd. Hún kaus heldur að strita fyrir tilverunni hjálparlaust, í þeirri von að pabbi kæmi áður en lyki. En hann kom ekki. Eg veit að liann gifti sig, svo að það mun liafa verið vegna annarar konu, sem hann sveik mömmu í tryggðum. Annars er ég mjög ókunnug þessu. Eg var barn í þá daga, og mamma minntist aldrei á þetta síðar. Pabbi fór til Oslo, og þar var heppnin með lionum. Við fréttum að liann væri orðinn ríkur maður, en við mamma höfðum varla ofan í okkur af þessu litla, sem hún vann sér inn með saumum heima. Síðustu árin, eftir að ég fékk atvinnu i pappírsgérð Möllers, leið okkur skár, en mamma var orðin gömul og hafði gengið sér til húðar löngu fyrir aldur fram, og þegar hún fékk inflúenzuna þraut mótstöðuaflið. Og nú er liún horfin fyrir fullt og allt. -— Ástríður sagði djúp rödd bak við mig. — Þú mátt ekki sitja hérna og láta þér verða kalt. Það var Gunnar Möller, sonur hús- bónda míns. Gunnar var röskur og viðfeldinn piltur, við höfðum geng- ið saman í skóla, og I jjá daga hafði okkur litist ofurvel hvoru á annað. Síðar skildu leiðir okkar, hann fór til Osló til að læra lögfræði, og þeg- ar hann kom aftur, eftir að hafa tekið ágætt próf, hitti hann mig fyrir sem afgreiðslustúlku i verslun föður síns. Upp á síðkastið höfðum við verið talsvert saman, þrátt fyrir að foreldrar hans, sérstaklega móð- ur hans, líkaði það ekki. Gunnar var óvenjulega vel að sér ger, og ég vissi með sjálfri mér að ég elskaði hann. Eg vissi líka að honuni þólti vænt um mig, og ég var ákaflega sæl yfir því. En þegar niamma dó var eins og allt breyttist. Mér hafði þótt svo á- kaflega vænt um liana, og þegar hún var horfin, var eins og ég væri svift allri gleði. Nú sat ég löngum og var að íhuga livernig pabbi hefði hag- að sér og live grimmilega honum hefði farist við mömmu. Eg var sár- gröm og ég hataði lífið og ég heit- aðist við allt og alla. Eftir jarðar- förina dró ég mig meira og meira í hlé frá kunningjum mínum. Gunn- ari líka. Gunnar kom við handlegginn á mér. — Komdu nú, Ástríður! Þú mátt ekki sitja liérna lengur, það er svo kalt. Eg' skal fylgja þér heim. Eg stóð ósjálfrátt upp og fór með honum. — Hefirðu skrifað föður þínum? spurði liann. — Nei, svaraði ég stutt. — Ekki liefi ég gert ])að. Hann fylgdi mér heim í litlu íbúð- ina, þar sem við mamma höfðum átt heima, og þá sá hann að ég liafið tekið saman dótið mitt og látið það ofan í koffortið, sem stóð á miðju gólfinu. — Ætlarðu að fara í burt? spurði hann felmtraður. — Já, svaraði ég. — Eftir að mamma er dáin get ég ekki af- borið að eiga heima hérna í bænum lengur. Eg fer eithvað út í busk- ann — mér er sama hvert, bara ef ég kemst burt. Hann liorfði fast á mig. — Heyrðu Ástríður! Þú mátt ekki tefla út í tvísýnu. Hefir faðir ])inn ekki skrif- að þér? Mig langaði mest að gráta, en ég stillti mig og tókst að gera mig há- leita þegar ég sagði: Nei, liann hef- ir ekki skrifað. Og það er gott. Eg vil ekki eiga neitt saman við liann að sælda. Eg liata liann. . . . hata liann. Þegar ég sagði síðustu orðin stapp- aði ég fætinum í gólfið. Gunnar færði sig skrefi nær mér. — Þú mátt ekki hugsa svona, Ástríður. Sjálfrar þín vegna, meina ég. Móðir þín hefði ekki átt að venja þig á að hata föður þinn. Það er....... — Mamma var ekki nema mann- leg sál, heldur, svaraði ég. Og lienni leið illa. Hún eltist fyrir aldur fram, og gekk sér til húðar á vinnu, sem ekki hæfði henni. Og ég hefi ekki baðað í rósum heldur, en eitt hefi ég þó að minnsta kosti lært: Eg skal vara mig á karlmönnunum. Það skal ekki fara fyrir mér eins og fór fyrir henni mömmu. — Veslingurinn! sagði Gunnar viðkvæmur, og áður en ég vissi af hafði hann faðmað mig. Ilan kyssti mig og strauk mér um hárið og allt i einu fann ég, að allur upp- reisnarhugur var horfinn úr mér. Ef Gunnar elskaði mig í raun og veru, ])á liafði ég ekki ástæðu tit lífsleiða. Gunnar mundi aldrei haga sér eins gagnvart mér og pabbi hafði gert gagnvart mömmu. Hann hélt mér enn í faðmi sín- um ])egar barið var að dyrum, og áður en við gátum dregið andann var móðir hans kominn inn i stof- una. Nú fyrst mundi ég að ég hafði gleymt að læsa útidyrunum þegar við fórum inn. —- Hvað í dauðanum er að gerast hérna? spurði hún með hárri og hvassri rödd. — Og þú, Ástríður, sem varla ert búin að koma lienni móður þinni í jörðina! Jú, þér skýt- ur víst í ættina til hans föður þíns! — Mamma, sagði Gunnar óða- mála. — Þú misskilur þetta allt saman. Þetta er alvara. Okkur Ást- ríði þykir vænt hvoru um annað, og undir eins og ég hefi fengið eitlivað að gera þá giftum við okk- ur. Gunnar tók svari mínu eins vel og hann gat, en þó virtist mér nú allt vera komið í rúst. Þessi litli vonarneisti, sem eitt augnablik hafði lifnað í sál minni, slokknaði jafn- fljótt og liann hafði kviknað. Mig kenndi svo til fyrir brjóstinu, og mér varð svo sárt og órótt í hug. Kanske tók hann svari mínu af því að hann kenndi i brjóst um mig, sagði ég við sjálfa mig. Honum finnst vist að hann megi til með að koma fram sem verjandi minn núna, úr þvi að móðir hans kom okkur að óvörum. Eg fann að það var rangt af mér að gera honum þessar getsakir, en ég gat ckki að ])ví gert. Eg herti upp liugann og rétti úr mér. — Gerið þið svo vel að fara, bæði, sagði ég fljótt. — Eg kem inn til þín í fyrra- málið, sagði Gunnar. Frú Möller opnaði munninn, eins og lnin ætlaði að segja eitthvað, eri hún fékk ekki tækifæri til þess, því að Gunnar tók í handlegginn á lienni og dró hana með sér. Hann leit við í dyrunum og augnaráð lians var biðjandi. — Eg verð að fá að tala við þig áður en þú ferð, Ástríður, sagði hann. — Eg kem til þín i fyrra- málið. Eg kinkaði bara kolli og hann fór. . En sáma kvöldið fór ég til Osló. Það var best að hafa það þannig, fannst rnér. Foreldrar Gunnars nundu aldrei hafa sætt sig við að fá mig fyrir tengdadóttur, og liver veit hvernig Gunnar sjálfur hefði reynst undir slíkum kringumstæð- um. Lifið var svo miskunnarlaust, svo grimmilegt — maður varð að vera jafn miskunnarlaus og grimm- ur sjálfur. Gunnar mundi taka sér nærri að ég skyldi fara, en með timanum mundi liann skilja, að það var hohuiri fyrir bestu, að allt fór sem fór. Því að hver vissi lika nema ég líktist föður mínum, liegar á reyndi. Loksins tókst mér að fá stöðu í Osló. Eg liafði lifað eins spart og ég hafði getað þangað til ég fékk starfið, og nú fannsl mér ljómandi gaman að vera farin að vinna fyrir peningum aftur. Eg hafði fengið stöðu sem biðstofustúlka hjá Stange nokkrum forstjóra, og starf mitt var í því falið að taka á móti skiftavin- um hans á alúðlegan og kurteisan liátt. Eg liafði ekki verið þarna marga daga þegar ég komst að raun um að forstjórinn sjálfur mat mikils alúð og gott útlit. Og því ekki það? Allir áttu að nota sér hæfileika og gjafir, sem forsjónin hafði gefið þeim, hugsaði ég. Það var um að gera að vera klókur, þá mundi altt ganga að óskum. Einn daginn bauð liann mér út méð sér. Þetta kom dálitið ftatt upp á mig, og þrátt fyrir þann heims- dömu svip, sem ég reyndi að setja upp, var ég víst talsvert angistar- leg þegar ég þaklcaði játandi. En var það ekki einmitt þetta, sem ég hafði óskað og vonast eftir? Eg var ekki ástfangin af Stange for- stjóra, en ég kunni vel við hann og' var nokkurskonar metnaður að því að laglegur og viðfeldinn maður skyldi hafa ánægju af að bjóða mér út með sér. Eg vissi að hann var giftur og átti börn. En livað um það? Faðir minn hafði líka verið giftur þegar önnur kom í leikinn og eyðilagði allt fyrir okkur. í hádegishléinu þann dag keypti ég mér fallegan kjól og nokkuð dýr- an. Það var fyrsti fíni kjóllinn, sem ég liafði eignast á æfi minni, og mér fannst liann undursamleg- ur. Það sló á hann gullslit, sem fór svo vel við rauðjarpt hárið á mér. Eftir skrifstofutíma fór ég á hársnyrtingarstofu, og þegar ég loks- ins hafði dubbað mig upp og stóð fyrir framan spegilinn, varð ég liarðánægð með sjálfa mig. Skömmu siðar kom Slange forstjóri og sótti mig, og það var enginn vandi að sjá að hann var ánægður með mig. Eftir ])etta var ég oft boðin út. En aldrei gleýmdi ég kossi Gunnars, eina kossinum, sem ég liafði fengið á æfinni, og tilhugsunin ein, um að Stange snerti við mér, fyllti mig viðbjóði. Hinsvegar vildi ég ekki sleppa honum. Eg vissi að hann var ástfanginn af mér og að ég liafði vald yfir honum. Henrik Stange var ríkur, hann gat uppfyllt allar mínar óskir, og ég ætlaði að nota mér þetta tækifæri. Frú Stange átti dýra nertzkápu og ók um borgina í lúx- usbíl? Eg vissi orðið að peningar stjórna heiminum — og að peninga- lausum eru allar bjargir bannaðar. Eitt kvöldið, þegar ég var úti með Henrik að vanda, mætti ég föður mínum. Það voru tíu ár síð- an ég liafði séð hann seinast, en ég mundi hann vel. Henrik og ég höfðuin fengið okk- ur pláss í einum af stóru gilda- skálunum, þar sem fólk er vant að fá sér kvöldverð eftir leikhústíma. Mér var fyrri löngu orðið Ijóst, hvc tómt og innihaídsiítið lif mitt var orðið, og ég kunni ekki við mig, þarna sem ég sat og horfði kringum mig í salnum, sem var laugaður í ljósi. Allt i einu námu tvær manneskj- ur staðar við borðið okkar, hár, slerklegur maður með ofurlitið yfir- vararskegg, og kona með blá augu, lagleg og snotur yfirlitum. Maðurinn sagði eittlivað við Hinrik um að hann hefði árangurslaust reynt að ná í hann í síma fyrrililuta dagsins, og þegar þeir höfðu talað um stund fram og aftur, var ég kynnt þéssu fólki, lierra Böhn og frú — föður minum og konu hans. Sjálf hafði ég i mörg ár gengið undir meyjar- nafni móður minnar. Þau settust þarna hjá okluir og ég sat og gat varla haft augun af þessari unglegu, vél ldæddu frú,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.