Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1946, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.07.1946, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Guðnuindur Magnússon, jorstöðu- maðiir Verkamannaskýlisins, varð 70 ára 10. þ. m. fágætustu seðlanna í safni þessu er þýskur seðill, sem hljóðar upp á fimm miljón trilljón mörk og kín- verskur seðili, sem gefinn var út fyrir 700 árum og er talinn elsti peningaseðill í lieimi. GAGNSÆAR REGNHLÍFAR, sem nú eru orðnar svo algengar á götunum, voru ekki til fyrr en fyrir rúnnim tíu árum, en Iiafa breiðsl mikið út. Einn aðalkostur þeirra er sá, að liægt er að sjá fram fyrir sig þó að maður lialdi þeim iágt til að bera af sér veður. Reykjavikurflngvollurinn afhentur rikisstjórninni Námskeið í smíðun eðlisfræðitækja. Fyrir nokkru lauk námskeiði við Handíðaskólann, sem haldið var fyrir smíða- og teiknikennara. Hafði það þá staðið i þrjár vikur og voru þátttakendur 16. Tilgangur námskeiðsins var bæði sá, að kennararnir, sem tækju þátt i því, fengju sem raunhæfasta þekk- ingu á hinum ýmsu eðlisfræðitækj- um og að afla skólunum hentugra kennslutækja. Áhersla var lögð á að gera tækin sem einföldust, en þó einnig heppileg, og aðalefnið í þeim var tré, þótt málmar væru einnig notaðir. Tækin, sem smíðuð voru, voru t. d. vog, ritsímaáhöld, bogalampi, morsetæki, hailamælir og fleira. Til kennslu á námskeiðinu var fenginn hingað sænskur smíða- kennari, Gustafsson, frá Kennaraskól- anum í Gaulaborg. Einnig kenndu þeir Gunnar Klængsson, smíðakenn- ari Handíðaskólans og Kurt Zier, teiknikennari. í LONDON er heimsins stærsta safn af pen- ingaseðlum. Það heitir „Avonmore Collection“ og eru þar geymdar 40.000 mismunandi tegundir af seðl- um frá meira en 100 ríkjum. Meðal Þann 12. þ. m. útli frú Soffíu Skúta- a'óttir 00 ára afmæli sem húsfreyja að Kiðjaberyi. Þórður Bjarnason, prentari, Karlag. ,‘i, varð 00 ára .5. þ. m. Víst eg g-ömul orðin er, æfi teygist lopinn. En beiska elli bætir mér BLÖNDA.HLS kaffi sopinn. Á laugardaginn var afhenti stjórn Bretlands Reykjavíkurflugvöllinn með hátíðiegri athöfn. Flokkur setu- liðsflugmanna var þar í fyikingu bak við stöngina, sem ber tákn þess lands sem flugvellinum stjórnar, en eftir að enski flugliðsforinginn hafði látið blása til „retreat“ eða burtfararkalls að hermannasið, og þessi litla, breska sveit, sem telja má til þess hrausta liðs sem bjarg- aði Atlantshafsorustunni 1940, hafði haft viðeigandi æfingar lil að sýna í hinu ytra þau tákn, sem vera ber við slík tækifæri, flutti sendiherra Breta stutta, en einkar fallega ræðu. Hann gat þess, að vorið 1940, þegar Bretar hernámu Island, þá hefði þeim ekki verið ljúft að gera þetta. Meðal þess fyrsta sem þeir lögðu hald á, var græni grasvöllurinn i Vatnsmýrinni. En varð að gerast. Nú væri sú stund komin, að hann gæti í nafni þjóðar sinnar afhent flugvöllinn, — ekki eins og hann var, heldur undir sementi og jarð- biki.Hann kvaðst óska þess, að völl- urinn gæti orðið þjóðinni til mikilla hagsmuna og að íslendingar bæru jafnan eins hlýjan hug til bresku þjóðarinnar eins og Bretar bæru til íslendinga. „Þessi völlur var stöð, sem átti mikinn j)átt í að stríðið um Atlantshaf vannst,“ sagði sendiherr- ann. — Að ræðu sinni lokinni gekk hann til forsætisráðherrans, Ólafs Thors og afhenti honum silfurlykil, sem táknrænt merki þess, að nú réðu Islendingar einir flugvellinum. Forsætisráðherra svaraði með cinkar fallegri ræðu. Hann drap á hvers virði það hefði verið íslensku þjóðinni, að eiga samvinnu við jafn- góða þjóð og Breta, á stríðsárunum. Minntist hann og á það, að jafnan, og löngu fyrir þetta stríð, liefðu Bretar verið verndarar íslensks sjálfstæðis. Og svo mundi enn fara, ef ísland væri í hættu statt. Þeim fjölda fólks, sem þarna var við- staddur mun hafa fundist að forsætis- ráðherra mælti þarna fyrir nuinn allrar þjóðarinnar. Fjöldi fólks var viðstaddur at- höfnina, og af því að henni var út- varpað þykir eigi þörf á að rekja ræðurnar til hlítar, eða segja frá þeim ytri siðum, sem fóru fram þeg- íslenski fáninn cireyinn að hún á flugvellinum. Breski flugmálastjórinn, Mr. Edwards, kapteinn, Ólafur Thors forsætis- ráðherra með silfurlykil flugvallarins og sendiherra Breta Sir Gerald Shepherd. ar að því dró, að breski fáninn yrði dreginn niður, og íslenski fáninn upp. Það mun mörgum góðum ís- lendingi hafa hlýnað um lijartaræt- ur þegar þjóðfáninn var dreginn að hún, yfir þeirri mikilsverðustu stofn Ljósm. Fálkinn un, sem varð til vegna styrjaídar- ástandsins, af hálfu bresku þjóðar- innar. Og líklega fagnar íslenska þjóðin þvi, að hafa átt hér jafn sann- gjarna og þrauteflda þjóð og .Bretar eru og verða niunu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.