Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1946, Síða 10

Fálkinn - 13.09.1946, Síða 10
10 FÁLKINN YNG/flf bE/CNftURNIR Veðhlaupakötturinn Barnasaga með myndum 13. John svaf vært um nóttina, og liann heyrði ekki að hur'ðinni lijá honum var lokið varlega upp. Hann heyrði ekki heldur lokkandi rödd, sem hvíslaði „kis-kis“ — Maðurinn, sem var inni hjá John var með undirskál með rjóma í hendinni. Þá freistingu stóðst svarti kötturinn ekki og fikraði sig nær manninum, sem var ekki seinn að grípa köttinn og stakk honum í tösku. Svo fór hann út um dyrn- ar og lót þær aftur. Jolin svaf eins og steinn. 15. John var allsstaðar að skima eftir kettinum á leiðinni á kapp- aksturinn. Bifreiðin var gljáandi eins og silfur, en í rauða vagninum við hliðina á honum sat ekill mr. Wades. Allar bifreiðarnar, sem taka skyldu þátt í hlaupinu, stóðu þarna hlið við hlið með hreyflana urrandi og hvæsandi, reiðubúnar til að hend- ast af stað þegar markskotið heyrð- ist. 14. Þegar hann fór á fætur um morguninn saknaði hann þegar katt- arins. Hann leitaði hátt og lágt og rannsakaði loks vegginn fyrir fram- an opinn gluggann. Jú, kötturinn gat hafa komist út þá leiðina. John kallaði á þjónustufólkið og þegar í stað var farið að leita að kettin- um, gæfukettinum hans. Enginn var eins duglegur í leitinni og gistiliús- sendillinn, en árangurinn varð eng- inn og John varð hryggur. 16. Bifreið Johns var óheppin með viðbragðið, en hann vissi, hvað „Eldingin" gat. Þegar liópurinn hafði ekið fimm umferðir á brautinni var John orðinn sá fmmti í röðinni, og eftir tvær umferðir til var enginn á undan honum nema rauði vagninn. Áhorfendurnir öskruðu af spenn- ingi þegar John var að minnka bilið milli sín og rauða vagnsins. þumlung fyrir þumlung. Leikarinn Glossimot dettur í tjörn- ina og hrópar: — Hjálp! hjálp! Eg er að drukkna. Fyrsti maðurinn sem kemur að þekkir leikarann og kallar til hans: — Heyrið þér — er jsetta alvara eða eruð þér bara að leika? Heilræði handa bílstjórum. Nærgætinn bílstjóri víkur úr vegi fyrir gömlum Fordum. Sá hluti götunnar, sem er fyrir innan rennusteinana nefnist gang- stétt og er hún ætluð fyrir gang- andi fólk. Má ekki nolast af bifreið, nema hún sé frá lögreglunni eða erlendum sendiherra. Það þykir ekki fínt að gorta af að liafa ekið með 80 - 90 kílóm. hraða. 120 er það minnsta sem má nefna. Ef liænsnahópur eða önnur dýr flækjast fyrir skal reynt að aka á elstu hænurnar. Munið að hafa nægar birgðir af stóryrðum á takteinunum, ef þér lendið í áakstri. Ef ljér einhverntíma af einskærri manngæsku bjóðið stúlku upp í vagninn, er nauðsynlegt að kyssa hana um leið og hún fer út. Reynið aldrei að deila við lækni, sem kemur til að gera á yður spíra- prófun, hvor sé fyllri hann eða þér. ***** Veiðin mikla! Skrítlur — Uss, nei, nei, þetta evu bara nöfnin ú skipunum, sem ég hefi siglt á! — Hversvegna eruð þið svona gremjulegir á svipinn, piltar? .... — Við erum svangir. — Herðið þið þá á sultarólinni! — Sultarólinni? .... liana erum við þegar búnir að éta? Ljómandi er þetta íalleg regn- hlíf, sem þér hafið þarna, segir Magnús. Það er líka gjöf, svarar Hrafn. — Frá hverjum? Hvað ætli ég viti það. En á handfanginu stendur: Til vinar míns Ólafs Nikulásar! — Hérna gerir maðurinn minn við húsgögnin áður en ég sendi þau til smiðsins. — Jú, ég hefði gjarnan viljað fara á skíði með þér í dag, en þú getur bura ekki giskað ú, hvað blessuð konan mín er búin að ráðstafa frí- deginum mínum rækilega!...............

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.