Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1946, Qupperneq 11

Fálkinn - 13.09.1946, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 Fallegur stuttjakki, sem er sléttur uð framan, en uð aftan liggur hann i fellingum niður frá berustykkinu, sem er slétt. Belti heldur jakkanum að. H'attur, sem þolir regn. — Þessi hatt- ur er búinn til úr plastik-efni, sem nefnist ,,prexon“. Það héjir þann eiginleika, að vatn og ólireinindi hrjóta af því, en sogast ekki iiui í efnið. Hitt fylgir ekki, hvort slaufan sé úr sama undraefninu. Kjóll með músik. — Nótur og hljóð- færi, sem i sjálfu sér eru skrautleg að lögiin, prýða sþaugilega þenn- an einfalda bolero-kjól. En hætt er við að hin unga mær verði fljótt leið á uð nota hann, þvi eflaust mun hann vekja eftirvæntingu hvar sem hún fer, um sönglitarhæfileika lienn- ar. i Tvílitur útikjóll snotur og þægilegur með nýtísku stuttjakka, pilsi og skyrtu, sem sniðin er út i eitt, er hann raunverulega fallegur. Brauðskömmtunin í Englandi. — Sjatdan liefir nokkur s.kömmtun í Eng- landi sætt eins mikilli mótspyrnu og brauðskömmtunin, sem komið var á ekki alls fyrir löngu. Fyrst mótmæltu húsmæðurnar, siðan hótuðn bakarar verkfalli. Winston Churchill réðst heiftarlega á matvælaráð- herrann, John Strachey, i Neðri deild þingsins. Ráðherran þurfti á allri sinni kænsku að halda, til þess að sefa fólkið. Myndin sýnir sendimann frá bakara hjálpa húsmóður við að klippa af skömmtunarseðlinum eft- ir að hafa fært henni brauðin heim. Gðtulif i Teheran Þó að meira hafi verið talað urn íran eða Persíu undanfarið en flest önnur iönd veraldar, er höfuðstað- urinn sjálfur ofur líkur þvi sem hann hefir verið. Teheran er sam- bland austurs og vesturs, þar mæt- ast asnakerrur og tíu smálesta am- erikanskir bílar á götunni og þar ganga fagrar konur í loðkápum frá Astrakan og skóm frá Hollywood. Teheran liefir ekki verið höfuð- borg Persíu nema síðan um 1800, en á þessari hálfri annari öld hefir íbúatalan vaxið upp i 700.000. Teheran stendur á sléttu, þar eru breið aðalstræti með trjágöngum, steinlögð eða malbikuð. Akbraut- irnar eru svo liálar, að liestar þora varla að ganga á þeim. Gamlir og nýir bílar sjást innan um asna, hesta og úlfalda. Bílstjórarnir á strætis- vögnunum hrópa nafnið á liverjum viðkomustað liárri röddu. A flestum gatnamótum eru um- ferðaljósmerki, en þau eru flest í ólagi svo að lögregluþjónarnir standa lirópandi og baðandi út öllum öng- um á gatnamótunum, en eiga bágt með að láta heyra til sin í öllum hávaðanum. Milli akbrautanna og gangstétt- anna eru djúpar, opnar rennur fyr- ir rigningarvatn, og þar þvær fólk- ið sér og skolar þvottinn sinn. Þar er tíka fleygt rusli og hundar og gæsir haða sig þar. En drykkjar- vatnið kemur ofan úr fjöllunum, og ýms stórhýsin hafa vatnsleiðslu. Mestur hluti Teheran er nýbyggð- ur. Flest nýju húsin eru leiðinleg tvílyft hús úr tígulsteini. Búðarglugg- arnir eru allir með járnhlerum. Mikið ber á hermönnum á göt- unum. Einkenningsbúningar ridd- araliðsins eru líkir þeim rússnesku, skyrta, bá stígvél og frakki. Hafi maður nóga peninga er hægt að kaupa nærri því allt það í Te- heran, sem hægt var að kaupa í verslunum í Evrópu fyrir striðið og miklu fleira en þar fæst nú. Þar eru kynstur af vörum. Það er sagt að persnesku kaupmennirnir safni að sér kynstrunum öllum af vöru- birgðum vegna þess að þeir hafi ekki enn gert sér ljóst, að síðan járn- brautin kom 1937, sé hægt að fá þær eftir hendinni. En fyrir 1937, meðan allt var flutt á úlföldum, urðu þeir að hafa tveggja ára birgðir. Það er einkennilegt livernig vör- um ægir þarna saman. í bókaversl- unum fæst til dæmis víða viskí. Góð- ar vörur eru til en þó meira af rusli. Meðal góðu varanna má nefna gólf- teppi, silfurvörur, svissnesk úr, ljós- myndavélar, ensk fataefni frá því fyrir stríð og svissneskar ferðarit- vélar. í öðruhverju spori hittir mað- ur götusala, sem bjóða nærföt, snyrti vörur, greiður, rakvélablöð og am- eríkanskt tannkrem, sápu, raksápu, kökur og súkkulaði. Flest af ameríkönsku vörunum eru leifar af því, sem flutt hefir verið þangað handa hermönnunum, og mikið er þar af enskum gin og skotsku viskí. Prangararnir liafa þetta til sölu á götunum og svo karlmannshatta, ameríkanskar sigar- ettur, enska og ameríkanska skó- svertu, járnvörur, nýjar og notaðar enskar og ameríkanskar bækur og tímarit. Á hina frægu bazara ætti enginn að koma, því að svo virðist sem þar sé ekki annað en rusl á boð- stólum. Það cru helst bakpokar og ferðatöskur, illa smíðaðir kassar með sterkum litum og svo mikið úr- val af tesuðuvélum og eldhúsáhold- um. 'Vöruverð er afarhátt i Teheran. í fatageymslugjald borgar maður einn shilling og sjö pence. Sama fyrir einn bolla af kaffi. Yiskiglas á Ritz (i sh. og 4 pense. Hádegis- og mið- (iegisverð á störu gistilnisunum, þrjá rétti, 8 sh. 8 pence. Kavíar-skammt af innlendri framleiðslu 12 sh. og 2 d. Blöðin kosta 5 pence. Gamalt Whitazker-almának frá 1938 átta shillinga. Sápustykki 4 sh. Hárklipp- ing 5 sli. og 6 pence. Filmspóla 11 sh. Ilundrað léleg nafnspjöld 13 sh. 2 pence.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.