Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.09.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR í mótlætinu skal manninn reyna' Forsjónin hefir hampað íslandi á höndum sér i nokkur ár, og sumir virðast telja sér trú um, að sú vel- sæld vari til eilífðar, eða að minnsta kosti geti þeir sjálfir átt náðuga daga til æfiloka. Þeir liafa grætt fé og hafa trygg't sig fyrir skorti æfilangt. Og þjóðin eignast ný tæki til að hrynja sig i baráttunni fyrir fram- tíð sinni. Ný skip, landbúnaðarvél- ar og raforku. Til sjós og sveita verður baráttan fyrir lífinu léttari en áður og iifið þægilegra en áður. Afköstin aukast og framleiðslukostn- aður afurðanna lækkar. Það er mikilsverður þáttur í framtiðarbúskap þjóðarinnar, að neysluvörur lækki í verði, svo að girt verði fyrir hina sívaxandi verð- bólgu, sem nú er hið ískyggilegasta fyrirbrigði í íslenskum þjóðmálum. Verð landbúnaðarafurða á íslandi er margfalt á við það, sem gerist hjá öðrum landbúnaðarþjóðum. Það verð getur lækkað, undir eins og íslendingar fara a reka búskap að liætti siðaðra manna. Og sú verð- lækkun, sem að mestu leyti lendir hjá landsmönnum sjálfum, á að geta gert þjóðinni kleift að standast þá verðlækkun, sein óhjákvæmilega verður á aðalútflutningsvöru íslend- inga, ísfiski, saltfiski, síld og lýsi. Framtíð landsmanna nú um sinn veltur á því, livort aflcöst sjávarút- vegsins aukast svo mikið, að þau geti unnið komandi verðlækkun upp. Og undir því að vörukaup landsbúa til fæðis og klæðis lækki úr því gegndarleysi, sem verið hefir und- anfarin ár. ísiand er vissulega ríkt land, en það er ekki svo ríkt að það fái staðið undir þeirri kröfu- frekju, sem þjóðin liefir sýnt nú um skeið. Þrátt fyrir öll nýju tækin er ekki hugsanlegt að þjóðin geti tamið sér óhóf i framtíðinni. Hún verður von bráðar að fara að neita sér um margt, sem hún hefir vanið sig á meðan á stríðinu stóð. En þá reynir á hana. Það verða allir að skilja, að „jól- in eru búin“ í þetta sinn. Og þá er að sýna manndóminn og sýna að við getum lifað stríðslausir. Jarðneskar leifar jónasar HalIgrímssonar tlinn 17. ágúst fór Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, til Danmerkur á vegum utanríkis- ráðuneytisins. Fór hann til þess að rannsaka legstað Jónasar Hallgrímssonar og vita, hvorl bein hans fyndust. Árangurinn af förinni. varð svo góður, að nú er von á jarðneskum leifum Jónasar með næstu ferð Lagar- foss. Sendiráðið í Kaupmanna- höfn annaðist öflun nauðsyn- legra leyfa til þess að rannsókn- in gæti farið fram, og þegar þau voru fengin, tók Matthías til cspilltra málanna. Grafreit- ur Jónasar er í Assistent-kirkju- garðinum í Kaupmannahöfn en þar var hann grafinn árið IS'iö. Síðar voru grafin í sama reit og Jónas danskur maður og lítið barn árið 1875 og enn sið- ar hjón, maðurinn 1898 og kon- an 1907. t>að gat því orðið vandaverlc að finna leifar Jón- asar. En þetta reyndist auð- veldara e.n á horfðist. Bein Jónasar voru tvímælalaust þau, sem lágu neðst og austast. Þau voru orðin mjög rotin, svo að gæta þurfti allrar varúðar, þeg- ar þau voru tekin upp og lát- in í kassa, sem smíðaður hafði verið til þess að láta þau í. Þegar beinin koma heim með Lagarfossi verður úr vöndu að ráða um legstað Jónasar hér á landi. Hvar á liann að hvíla? Þetta er spurning, sem allir láta sig nokkru skipta, því að Jónas, sem er tvímælalaust ást- sælasta Ijóðskáld, sem íslend- ingar liafa átt, verðskuldar það, að honum verði búinn veglegur samastaður. Sumum finnst eðli- lega, að lmnn eigi að hvíla í grafreitnum á Þingvöllum, öðr- um 'finnst æskuheimili hans, Hraun í Öxnadal, sjálfsagður staður. Einnig hefir sú skoðun komið fram, að liann ætti að hvíla í grafreit foreldra sinna að Bakka í Öxnadal. En íslend- ingar láta sig það ekki henda að gera þetta að deiluefni, því að slíkt hæfði ekki minningu svo merks manns, sem Jónas var. Frá Assistent-kirkjugarðinum i Kaupmannahöfn. María Markan óperusöngkona Margan góðan gestinn hefir borið að garði hér í sumar, og 10. sept. síðastl. komu til landsins gestir, sem ekki livað sísl eru kærkomnir. Það eru þau lijónin María Markan, óperusöngkona, og George Östlund, ásamt kornungum syni þeirra. Frú María kom ekki til þess að halda söngskemmtanir, lieldur aðeins í heimsókn til ættingja og vina, en samt gefst Reykvíkingum og öðrum kostur á að lieyra til hennar, þar sem fjöldi áskorana hefir borist söngkonunni um að hún efndi til hljómleika. Þeir hafa verið ákveðn- ir þrír, og sá fyrsti fimmtudaginn 19. þ. m. í Gamla Bíó. Það má fullyrða, að þessir þrír hljómleikar verði síst of margir, þvi að aðdáendur Maríu eru marg- ir og færri þeirra munu komast að en vilja. Frú María hefir nú dvalist vestan- hafs um hríð og sungið þar við Metropolitanóperuna í New York eins og kunnugt er. Þegar liún sótti um upptöku þar var hún ásamt 6 öðrum valin úr hópi 763 umsækj- enda, svo að af þvi má marka söng- hæfileika hennar, og það er ekki ónýt landkynning fyrir ísland. En söngkonan hefir ekki alltaf dvalið við Metropolitan, frá því að lnin fór héðan, heldur hefir hún Iagt lönd undir fót — meira að segja farið söngför til Ástraliu, sem stóð i 4% mánuð. Þar söng hún íslensk og skandinavisk lög við mjög góða dóma. Það var umboðsmaður ástr- alsks hljómlistarfélags, sem lieyrði hana syngja i London, og ekki leið á löngu, þar til hún fékk samnings- tilboð frá því. Maria hefir líka sungið mikið í Kanada, bæði fyrir Vestur-íslendinga og aðra. Nú hefir hún snúið sér frá Metro- politan, og kýs heldur að starfa við heimilið, en samt ætlar liún ekki að hætta að syngja, svo framarlega sem það krefst ekki of mikillar fjarvistar frá heimilinu. George Östlund er fæddur hér á íslandi, en fluttist sem unglingur til Ameríku. En hann hefir samt ekki slitnað úr tengslum við landið og þjóðina, sem liann telur sig tilheyra. Hann hefir ætið látið sig miklu skipta að hlutur íslands væri ekki skertur, og heill sé lionum fyrir það. Þau hjónin munu aðeins hafa skamma viðdvöl hér, þvi að mánað- ardvöl eða rúmlega það getur varla talist lang'ur timi, ekki hvað síst þegar þau þurfa að lieimsækja marga vini og vandamenn eftir langa fjar- veru, auk þess sem aðdáendur söng- konunnar vilja að hún haldi sem flesta liljómleika. En jiað er vonandi að þau njóti dvalarinnar liér og geti farið með lilýjar endurminn- ingar, er þau kveðja. a|c 9|e s|e 9|e »|c

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.