Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.11.1946, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 mm Þjóðaratkvæðið í Grikklandi. - Þjóð- aratkvæðagreiðslan í Grikklandi í sumar sýndi, að þó nokkur meiri- hluti kjósenda vildi hafa konung- dæmi áfram. Á myndinni sést hóp- ur Grikkja, og nokkrir þeirra bera mynd af Georg konungi, sem þeir vildu fá heim aftur. „Glæpamenn mannkynsins.“ Margir halda því fram, að það sé óþörf bjartsýni að halda, að Pale- stinu-ráðstefnan í London muni leysa vandamálið um flutninga Gyðinga til Landsins helga, þar sem Gyðingar taki ekki þátt í ráðstefn- unni og Arabar lýsi sig fjandsam- lega öllum nýjum landnemum þar. Þessi afstaða Araba kom greinilega í Ijós á fundi Arababandalagsins í Bloudon í Sýrlandi. Þá sagði Abdul Ruhman Assam Pasha, aðalritari bandalagsins, sem sést hér á miðri myndinni, að eining allra Araba- ríkja myndi geta losað þá við þessa landnema, „þessa glæpamenn gagn- vart mannkyninu". 'i Svisslendingar koma til hjálpar. — / haust skorti Englendinga mjög vinnukraft við uppskeruna, en það bætti mikið úr skák, að svissneskir verkamenn buðu hjálp sína, sem var vel þegin. Hér sjást þeir halda heim að loknu dagsverki, ásamt enskum stúlkum, jóðlandi og fjör- þrungnir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.