Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.01.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Syavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka dagra kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf SKRADDARAÞANKAR íslendingar munu liafa heiðurinn af að vera mesta bólcaúgáfuþjóð heimsins og fara að því er bókamagn á íbúa langt fram úr nágrönnunum á Norðurlöndum, sem þó mega telj- ast upplýstustu þjóðir heims. En þó rís þjóðin vitanlega ekki undir því að gefa út bælcur, einkanlega fræðandi rit, um allt milli himins og jarðar, og mun því um ókomin ár verða að læra eitthvað erlent mál, auk síns eigin, og notfæra sér útlendan bókakost. Það má margt finna að bókavali íslenskra útgefenda, og að þeir relci frekar erindi sinnar eigin pyngju en bókmenningarinnar. Það kemur mikið út af rusli hér á landi — en það er af því að fólkið vill rusl. Og stundarfyrirbæri er það, að fólk sækist eftir dýrum útgáfum til þess að slcreyta hillurnar. Einkennilegast við íslenslca bóka- útgáfu er þó það, að bælcurnar ná alls ekki nema til lítils liluta þjóð- arinnar. Það eru kaupstaðabúarnir, sem kaupa bækurnar, en í sveitirn- ar fer hverfandi litið. Og er þetta mest að kenna því, að bólcsalan í sveitunum er vanrælct. Sveitaversl- anir og kauptúna fá að vísu sumar liverjar eitthvað af bókum til að selja, en þær eru að jafnaði svo grandgæfilega faldar að enginn kem- ur auga á þær, og svo illa farið með þær, að þegar þær eru kallaðar inn aftur, eru þær oft og tíðum alls eklci seljanlegar. Það er ömurlegt að sjá þá meðferð, sem bækurnar sæta í þessum leiðangrum, og eðlilegt að bóksalar liasist upp á því að senda þær á þessa staði. En liitt er jafnvíst, að bækurnar eiga ekki síður erindi i sveitirnar en í lcaupstaðina, og að bækurnar eru meira lesnar í sveitunum. Það er eðlilegt að svo sé. Sveitafólk hef- ir ekki annað sér til dægradvalar en bólcina. Þar er engin sameppni frá kvikmyndahúsunum, kaffihús- unum eða öðrum skemmtunum. Og það er hægt að gera meira en gert cr til þess að fullnægja lestrarþörf fólks í sveitunum. Skal vikið að því í næsta blaði og bent á nokkrar leiðir, sem sumpart hafa verið farn- ar og reynst vel, og sumpart eru ó- reyndar hér, en hafa gefist vel ann- arsstaðar. Niels Vigoo Bentzon. Þessa dagana gistir okkur ungur, danskur tónsnillingur, Niels Viggo Bentzon. Hann er í senn góður píanóleikari og tónskáld. Að undanförnu hefir hann leikið fyrir styrktarmeðlimi Tónlistarfélags ins í Trípóli-leikhúsinu. Verkin, er hann hefir tekið til meðferðar eru eftir Hindemith, Bartok, Danann Svend S. Schultz, og svo hefir hann einnig leikið verk eftir sjálfan sig. Píanóleikurinn átti vel við þessi verk, og var Bentzon mjög djarfur og ákveðinn í áslætti sínum en við það tapar reyndar leikurinn þýð- leilca og mýkt. Annars voru verkin nolckuð misjöfn að blæ, þannig voru til dæmis verk Bentzons sjálfs nolckuð drungaleg, en þó sérstæð og kraftmikil undir niðri. Önnur verk voru mörg léttari að yfirbragði svo að samanburður á þessu tvennu verður erfiður. Bentzon hefir verið nokkuð um- ræddur maður hér í bæ, eins og títt er um slíka gesti, sem heimsækja okkur til þess að „punta“ upp á menningarlíf bæjarbúa. En það er þó eitt, sem sérstaklega liefir orð- ið þess valdandi, að liann liefir orðið tíðræddari persóna meðal al- mennings, en venjulega gerist um slíka listamenn. Hljómleikarnir sem liann hélt nefndust „Nútímatónlist“. Mönnum verður á að spyrja, livað nútímatónlist sé, hvort þar sé átt við „jazz“ eða eitthvað annað. — Slíkar spurningar eru eðlilegar af hálfu okkar leikmanna, þvi að við heyrum ungu lcynslóðina klifa á þvi sýknt og heilagt, að „jazzinn“ sé tónlist nútimans. En þó má segja að hiðaukna tónlistarlif hér í bænum geri æskuna sí og æ móttækilegri fyrir klassiskri eða „hálfklassiskri“ tónlist, og þannig fer þeim alltaf fjölgandi, sem skilja annað við orð- ið „nútímatónlist“ en „jazz“ að hon- um þó ólöstuðum. FILIPPUS GRIKKJAPRINS hefir sótt um að fá að verða breskur rlkis- borgari og er talið tvímœlálaust að það verði látið eftir honum. Því að ,,það er altatað í Vesturbænum“ að hann sé trúlofaður Elisabet prins- essu og eigi þannig að verða „drottn- ingarmaður“ bresku þjóðarinnar og er þá vikunnanlegra að hann sé ekki réttihdalaus eins og sveitaró- magar í c/amla daga. Vitanlega minn- ist hann ekkert á þetta i umsókn- inni, heldur gat hann þess að hann vænti að fá fasta stöðu i breska flotanum ef hann fengi rlkisborg- araréttindi. Það er álitið að frestað verði um sinn að opinbera trúlof- unina, og beðið eftir að ástandið lagist eitthvað í Grikklandi. En þ.ar er allt i uppnámi ennþá. ***** Börn reisa kirkju. í Somerset í Englandi hefir hópur skólabarna unnið að þvi síðastliðin fjögur ár, að safna fé til þess að reisa kirkju handa sér. Þau hafa safnað 34.000 kr. og fengið loforð fyrir 36.000 kr. í viðbót og þá vant- aði elcki nema 4.000 til að koma lcirkjunni upp. Þar verður rúm fyrir 1000 börn, og þau eiga sjálf að stjórna guðsþjónustum, þegar kirkj- an verður tilbúin. ELISABET Englaprin&essa, sem nú er sögð trúlofuð Filippusi Georgs- syni Grikkjaprins. Hún verður tvitug 21. apríl. ***** Flugvélasmiðjurnar hafa ærið að starfa um þessar mundir, eins og ráða má af hinum geysilega auknu flugsamgöngum eftir striðið. Versl- unarmálablaðið „Aviation News“ segir, að svo mikið sé fyrirliggjandi af pöntunum að gera megi ráð fyr- ir framleiðslu fyrir einn milljard dollara á ári, eða þrefalt á við það, sem var árið 1939. Búist er við að um 35.000 farþega- og flutn- ingavélar verði smíðaðar á næsta ári, hefir ameríkanska smiðjan Boeing Aircraft Company einna mest að gera. T. d. hefir breska flugfélagið British Overseas Air- ways (BOA) pantað þar sex hálofts- flugvélar fyrir Atlantshafsleið sina og alls á smiðjan að smíða 55 svona vélar, fyrir sex félög, og kosta þær um 75 miljón dollara alls. Vélarnar, sem BOA fær eiga að verða tilbúnar næsta haust. Þær bera 7% tonn. Arthur Vanderberg ameriski senator- inn er talinn meðal áhrifamestu stjórnmálamanna Bandaríkjanna um þessar mundir og einn af trúnaðar- mönnum Trumans forseta. En ekki nægðu áhrif hans samt til þess að bjarga við málstað Finna á friðar- ráðstefnunni í París, þar sem hann var einn af fulltrúum Bandarikjanna. Hann reyndi af alefli að fá fund- inn til að lækka skaðabótaupphæð- ina, sem fíússar gerðu Finnum að greiða, með vopnahélssamningnum Í944, en það náði ekki fram að ganga. Finnar eiga að greiða fíúss- um 300 miljón dollara virði í vör- um, samkvœmt verðlaginu sem var 1938. A. Gasperi, forsœtisráðlierra ítala hefir nýlega látið svo um mælt í ræðu, að hann óski þess að vin- samleg sambúð komist sem fyrst á milli ítala og Júgóslava, en þess- ar þjóðir hafa lengi vel elt grátt skinn, meðal annars út af yfirráð- unum yfir Trieste og Dalmatíu- ströndinni. Gasperi hefir nú alveg nýlega bcðist lausnar frá störfum. ***** — Ef maður drekkur áfengi verð- ur sjónin veilcari. — Jæja. Eg hefi alltaf heyrt að hún tvöfaldaðist.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.