Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.04.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN DREXELL DRAKE: 17 »HAUKURINN« og áður, með lappirnar uppi á borðinu, liatt- inn á hnakkanum og vindil i munnvikinu. Áður en hann náði að opna munninn sagði Haukurinn: — Lautinantinn hað mig að biðja vður að athuga þennan lista! Um leið hvarf hann út úr dyrunum, og Hypes mun ekki liafa skilið að leikið liafði verið á liann, fyrr en Haukurinn var kom- inn út á götu. Nú var enginn asi á honum, því að liann þóttist viss um, að enginn mundi veita sér eftirför. Hann sá að grái tvísetinn var ekinn á burt, en hláa bifreiðin hans Ballards stóð enn við gangstéttina. Stór hifreið ók i sama bili að og staðnæmdist við bláu hifreiðina. Haukurinn gekk nokkur skref fram gangstéttina, leit svo við og sá karl og konu koma út úr bifreiðinni. Þau gengu saman inn á aðal- stöðina. Þetta voru ungfrú Sneed og Ben Haley. Haukurinn sneri aftur og stóð kyrr hak við stóru bifreiðina. Á einu augnabliki hafði liann sannfærst um það sem hann vildi. / lakkhúðinni á hílnum við hægra baklijólið, var ofurlítil rispa, sem hann hafði gert með hnífnum sinum miðvikudagsmorguninn, þeg ar bifreiðin nam staðar við Schwerdtmanns- hæinn. Það fór lirollur um Haukinn þegar hann hugsaði til þess, að einmitt dóttir Sneeds skyldi liafa ekið í þessari bifreið. XXI. Sarge hlerar. Sarge sat við stýrið í tvisetanum og sá Clare koma niður þrepin á aðalstöðvunum. Enginn elti hana og hún kom niður götuna. Sarge setli hreyfilinn í gang og liélt sig við gangstéttia þangað til hún var komin yfir Grand Street. Þá blístraði hann og hún nam staðar og sneri svo til hans. —Eg verð að segja að ykkur ferst vel að hafa gát á mér, sagði hún með hvellum lilátri, um leið og hún settist við hliðina á honum. — Ef ég hefði náð í yður i morgun, þegar ég uppgötvaði að þér hefðuð laumast út, þá hefði ég svei mér haft gát á yður, sagði Sarge. — En annars held ég nú að ég hefði líka farið i jarðarförina ef ég hefði verið í yðar sporum. — Og þessi maður, sem þér kallið hús- hónda, — ja, það er nú karl í krapinu! Þeg- ar hann get'ur lagt Ballard lautinant til á gólfinu í hans eigin skrifstofu inni í sjálfri lögreglustöðinni, þá. . . . — Svo að honum tókst það? — Hvort honum tókst það! Já, þér ætluð að hafa séð hvernig hann fór með hann. Eg þurfti ekki annað en að ganga beint út, og hérna er ég komin. — Hann hefir þá hitt yður á skrifstofu Ballards? — Já, Ballard, þetta naut, ætlaði að gera samning við mig, en ég sagði honum að ét það sem úti frýs. — Já, ég get trúað yður til þess. Hann símaði til einhvers, sem hann kallaði Haley, og hað hann um að koma með stúlkuna. Og svo fór hann að rekja úr mér garnirnar, skiljið þér, um livað fyrir mig hefði komið síðan á þriðjudaginn. En ég skildi alltaf að hann meinti ekki mikið með því, sem hann sagði. Loks glopraðist ]iað út úr lionuni, að ég gæti orðið honum til hjálpar þegar Haley kæmi með stúlkuna. Hann skyldi bæta mér tjónið, sem ég hefði af því að Joe var drepinn. Þetta er forrík stúlka, sem kemur bráðum, sagði hann, og mér finnst þér ættuð að fara með henni og vera hjá henni nokkra daga. Það væri hægt að hafa peninga upp úr því, og ég ætti bara að gera eins og hann sagði. En svo sagði ég honum, að ég væri hætt að gera það, sem íólk bæði mig um. Þangað vorum við komin í samningunum þegar vinur yðar kom á sjónarsviðið. Hann ók yfir 14. götu og inn í 4. avenue — Hvert hafið þér liugsað yður að fara með mig núna? spurði liún. — Eg veit ekki. Það er kannske eins gotl að ég fari með yður heim til yðar sjálfrar. Það fer víst hetur um yður þar en lijá mér, ef yður þá finnst þér vera orðinn nógu hress til þess. — Jú, ég get vel farið lieim. En ég liefði gaman af að liitta húsbóndann aftur. — Húshóndinn tekur aldrei á móti heim- sóknum kvenna. En þér hittið hann víst fyrr eða seinna. — Þér eruð ekki á marga fiska sem liugg- ari. .. . þér vitið víst að ég er talsvert lirif- in af honum. Eins og núna er ástatl um mig held ég að ég muni segja honum allt, sem hánn langar til að vita. En hánri liefir vist um svo margt annað að hugsa, að ég má ekki trufla liann. Eg vildi hara óska að ég gæti lijálpað honum eitthvað. — Eg er viss um að þér eruð fús til þess, Clare. — Eg er að hugsa um dálítið, sem Slim sagði, rétt áður en við hittum Brady á þriðju dagskvöldið. Eg var ekki fyllilega hrein- skilin víð húsbónda yðar þegar ég var að tala við liann eftir að ég raknaði úr rotinu. — Ilúshóndinn kærir sig víst ekkert um að þér segið honum frá fjölskylduleyndar- málum. — Fjölskyldueinkamálum? — Uss! Eng- inn maður hefir verið eins við iriig og þið hafið verið þessa síðustu þrjá dagana. En það eigið þér kannske bágt með að skilja. — Það getur vel verið. — Þið vissuð víst ekki hvað þið gerðuð þegar þið gerðuð aðsúginn að mér í Hálf- mánanum. Eg hefði þorað að veðja um af þið kæmust ekki lifandi út. Þau voru að nálgast Park Avenue. — Þér getið lileypt mér út á horninu á 48. götu, sagði hún. — Á ég ekki að aka yður alveg heim? ,— Nei, ég geng þennan spöl. Hann nam staðar á horninu, en hún sal kyrr. — Fæ ég ekki einu sinni að vita hvað hann heitir réttu nafni? Sarge svaraði ekki. — Haldið þér að liann hafi lagt sig i þessa liættu i dag aðeins til að fá mig til að hiðja sín, eða haldið þér að liann ætlist til að ég geri eitthvað fyrir hann á móti. Hann lætur yður víst ráða því. En ég held að hann hafi aðallega gert þelta að gamni sínu. Það væri leiðinlegt ef stelpu- greyið hefir orðið ástfangin af húshóndan- um, hugsaði Sarge með sér. — Það er svo skelfing erfitt að finiia folk í þessari horg, þegar maður þarf á þvi að halda, sagði hún lágt. Munduð þér reið- ast ef ég leitaði á náðir yðar ef mér lægi á? — Nei, það er ekki nema sjálfsagt, Clare! Þér vitið hvar ég á lieima. Bara að spyrja eftir Sarge. En ef þér kæmust af tilviljun að símanúmerinu minu, þá megið þér ekki hringja. Hún steig út úr hilnum og rétti honum höndina. En ennþá liikaði hún við. — IJlustið þér á mig, sagði hún. — Slim lenti i fjárþvingunármáli, og Joe var riðinn við það lika. Og nú eru þeir háðir dauðir. En það var Jietta mál sem olli uppistandinu í Hálfmánanum. Ef húshóndinn vill vita meira um það, þá vil ég gjarnan segja hon- um það sem ég veit. — Eg skal segja honum það. — Og ef húsbóndinn vill tala við mig þegar þér hafið sagt honum þelta, þá skuluð þér láta liggja hoð til mín lieima lijá yðuf. Bara fáeinar linur til Clare. Svo get ég litið inn til yðar á morgun. En ef ekkert bréf er til mín þá skil ég líka hvað það þýðir. Jæja, sælir og hless, strákur minn. Og heilsið þér húshóndanum. Nokkrum minútum síðar gekk liún inn í leiguhús í einni Iiliðargötunni við 48. götu, en þar liafði hún tveggja herbergja ihúð. Það var skuggsýnt inni í dagslofunni henn- ar. Þegar hún hafði lokað hurðinni á eftir sér stóð maður einn upp úr liægindastól i stofunni. Hún þekkti ekki Hank Wadc sakamála- grcnnslara, en hún fann á sér að þetla mundi vera lögreglumaður. — Afsakið þér, ungfrú Lafare, sagði Wade. — En Lavan umsjónarmaður ósk- ar að hafa tal af yður á hverfisstöðinni. XXII. Breytt áform. Þegar Ballard liafði símað heim til Sneeds senators og spurt eftir „leynilögreglumann- inum“ Ben Ilaley, var það tilgangur hans að koma þaulhugsuðu áformi í framkvæmd. En nú höfðu málefni snúist inn á óvænta braut, og þegar liann liafði strokið meiðsli sin og var sestur í skrifhorðsstólinn aftur, sá hann allt málið frá nýju sjóarmiði. Það sem nú reið á að gera fyrst af öllu var að ganga milli hols og höfuðs á Hauknum. Ef til vill ckki að gera útaf við hann likamlega, en að minnsta kosti veikja aðstöðu haris svo að honum yrði ómögulegt að fá fram- gengt nokkru i undirlieimunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.