Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.08.1947, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 sig og var flutt i Landakot.Hún kcnndi í mínum bekk. Telpan þagnaði og sneri fram ganginn með sömu hræðsluna i augunum, og þegar hún kom inn. — Ásdís þú verður að reyna að sofa góða mín. Jónína sneri sór þreytt og syfjuð í rúminu. — Eins og það sé ekki sama, livort ég vaki eða sef, tautaði Ásdís. Eg veit að ég fæ aldrei vinnuna, fyrst svona fór. — Segðu ekki þetta Ásdís mín. Þú manst livað hún Hólmfríðiir sagði, að þú ætlir að fá þetta starf, og hún vissi af mörgum mætum konum, sem mundu styðja það loforð. Maður má ekki alltaf missa kjarkinn, þótt á móti blási. Ásdís svaraði engu. Hún var oft búin að heyra Jónínu tala svipað þessu, og henni fannst Jónína, sem alltaf var lienni jafn góð, vera farin að verða liálf ])revtandi. Allir voru þreylandi og engum var að treysta. En samt smeygði örlítil ljós- glæla sér inn í lmga Ásdisar. Ef til vill var þetta ekki alveg vonlaust ennþá? Og með það sama gleymdi liún sinni aumu- tilveru. í örmum svefnsins var hún sjálfbjarga, eins og hver önnur manneskja, sem hafði hafl lánið með sér. Hver dagurinn leið af öðrum. Ásdís reyndi að gera allt sem hún gat, að vinna í höndunum og sætta sig við tilveru sina. Yon- laust var það ekki, að hún gæti fengið starfið, sem Hólmífriður hafði heilið Iienni. Það var satt sem Jónína sagði, að engin lif- andi manneskja má missa von- ina. — Jónína gat líka djarft um talað, hú lét aldrei bugast. En það var líka annað með Iiana, hún álti börn. .Tá, hún skildi það, Jónína átti ekki með að gefast upp. Ábyrgð- in var svo þung, sem hvíldi á lierðum hennar. Það var annað með Ásdisi þó að hún léti und- an síga. Það var aðeins hún ein, sem teflt var um, og hún var ekki svo mikils virði. Ásdís lirökk upp af bugsun- um sínum. Frammi í ganginum var einhver, sem hún átti ekki von á, á þessum tima dags. Láttu þér ekki liverft við verða, sagði Jónína. — Það er bara ég sem cr komin lieim. — IJefir eitthvað sérslakt komið fyrir þig, Jónína, fyrst þú kemur svona snemma lieim. — Komið fyrir mig. .Tá, það skeði i dag, að ég var miklu duglegri en venjulega. Eg ham- aðist af þeim ákafa, scm þú getur nú sjálf séð. Eg frétti sem sé í morgun, að sjúkrahúsið sem ])ú ert svo gott sem ráðin í fari að talea til starfa. Það er farið að ráða þangað fólk, "bg þangað er komin fröken sem eklhúsráðskona, sem liefir siglt til kóngsins Kaupmannaliafnar lil að læra matreiðslu. Önnur frökenin situr á skrifstofunni, og ræður fólkið, gerir innkaup- in, og ég lield bara allt sem með þarf. Og nú erl það þú Ásdís mín, sem þarft að koma þér þangað strax í dag. Eg get gengið með þér, ef þú villt. Eg heyrði þó alltaf seinustu orðin hennar Hólmfríðar sálug'u í þessu máli. Ásdis sagði ekki orð. Hún mátti vísl til með að sinna þessu, cn henni fannst með sjálfri sér, allt vera tómt, vonlaust geig- vænlegt. Andlit Jónínu glansaði allt, rétt eins og hún stæði sveilt yfir þvottabalanum, en kraftur og áhugi sltein úr dökkum aug- um hennar. — En livað þú tekur þessu fálega, sagði bún brosandi og uppörvandi. Herlu ])ig nú upp. Ásdís mín, okkur veitir ekki af timanum. Já, .Tónína, en ég kvíði lyr- ir, tautaði Ásdís. O, við skulum bara fara barnið mitt, sagði Jónína. Við höfum lofað Hólmfríði, að láta bana sem sé bjálpa þér með þetta, þess vegna er það lika, sem við förum núna. Eftir skamma stund, var íbúð- in liennar Jónínu orðin mann- laus. Þar inni var enginn Iilut- ur annar en sá, sem nota þurfti til daglegra þarfa, og hverl horn í litlu stofunni var setið, siðan Ásdís kom þangað. — Þarna á dívaninum, sem Ásdís svaf á á nóttunni, og sat á á daginn lágu prjónarnir hennar. Yfir þessum prjónum dreymdi þessa bækluðu stúlku, á þá féllu tár hennar, og vlur handa Iiennar leitaði að köldu járninu. Stundúm ganga prjónarnir svo hratt, að ógerningur var að greina hvern einstakan þeirra. Þá barðist liún við erfiðleikana, af öllum kröft- um, reyndi að finna leiðina til að sigra í hinuin slóra leik, sem henni hafði verið all fram í. — En nú hafði þetla barn einstæð- ingsskapar og erfiðleika lagt frá sér vinnu sina, og fai’ið að leila á náðir mannanna. Hugur henn- ar liafði háð harða baráttu, lijart- að hafði lierpst saman í brjósti liennar, bara að hún liefði aldrei fengið þessa von, um bætt lífs- kjör. — Eins og ég vissi þetta ekki alltaf, kallaði Ásdís, með ekka- þrunginni röddu. — Jónína, þú mátt trúa því að við befðum aldrei átt að fara. Eg veit að fram á mína binstu stund, sé ég lítil ísköld ýsuaugun þessar- ar, sem sat á skrifstofunni, og bafði vald til að stela því af mér, sem ég var búin að fá loforð fyrir. — Yið getum ekki tekið svona fatlaða manneskju. Orð- in voru, það minnsta, en tillitið og rómurinn. En bvað hún naut þess, að hafa vald til að særa mig. En Jónina reyndi að sefa Ás- dísi. Hún þekkti af eigin reynslu baráttuna, reyndi að sætta Ás- dísi við þessi beisku vonbrigði, og l'á liana til að vera rólega. ITún revndi að gera henni ljóst, hvað mannsævin væri undar- lega stutt, þegar að lokum væri litið til baka, og þá væri öll framtíðin eftir. Ásdís Iilustaði. Framtíðin, — Iivað var framtið, liugsaði liún, og leil á góðlega sveitta andlitið hennar Jónínu. — .Tá, ef allir væru eins og liún Jónína, sem bafði keppst við þvottinn af öll- um mætti, lil þess að geta farið með lienni þessa leiðinlegu för. Það var skylduræknin og vel- viljinn, sem hafði knúð Jónínu, ekki frekar vissan um að það bæri nokkurn árangur. Lifið var margvíslegt, það mátti nú segja. —- Veistu það Ásdis, sagði .Tónína, að allar leiðir lifsins, liggja að dyrum framtíðarinnar, þar sem við komum til með að standa frammi fyrir Guði. Hálfþornuð tár sátu á hvörm- um Ásdísar. — Hver hefir sagt þér þetta, Jónína, sagði Iiún lágt. — Mest lífsreynsla mín, svar- aði .Tónína, og strauk sér um ennið. Eg er orðin fullviss um ]iað, að fyrir manninn hefir liefir þetta líf ekkert gildi að lokum, nema hugsanir hans og framkoma gagnvart öðrum. — Þetta atliuga of fáir, og þess- vegna brevta menn illa hver við annan. En einhverntíma verður þessu breytt, Ásdís litla. Þá verð- ur þeim vikið til hliðar, sem ekki kunna að meta þær leiðir sem liggja lil lífsins. Ásdísi rann reiðin. Henni fannst ísköldu ýsuaugun fjarlæg- ast sig. Jónína brosti. Veslings ein- stæðingurinn hennar myndi lík- lega ná jafnvægi sínu aftur. Enginn er jafn frakkur og lydd- an undir dulnefni. Mörg börn dúst að föður sínum eingöngu fyrir það að þau sjá hann svo sjaldan. Hér þrýtur öl aldrei. Veitingaliúsið „Gullna Ijónið“ i Southwick á Englandi Iiefir frá því 1609 liaft sérstök réttindi til ölbruggs og þar þrýtur aldrei öl, þótt England sé annars alll „þurrt“. Ein al' hinum fjölmörgu sýn- ingu.m, sem haldnar hafa verið i London frá stríðslokum, var sýning á enskum og þýskum tundurduflum. Myndin er af ensku seguldufli, sem Iiefir verið opnað til þess að sýna innri samsetningu þess. Þessi enska kona er á leið á landbúnaðarsýningu með geitina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.