Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.10.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ELLI- OG HJÚKRUNARHEIMILIÐ GRUND 25 ÁRA Þann 29. þ. m. ern liðin 25 ár frá stofnun Elliheimilisins Grund Hefir Fálkinn snúið sér til for- stjóra þess, Gísla Sigurbjörns- sonar, i tilefni af afmæli þessu og leitað upplýsinga hjá hon- um. Fyrstu tildrög að stofnun Elliheimilisins Grund eru þessi: Stjórn Samverjans, er annað- ist matgjafir handa fátækum börnum og gamahnennum i Reykjavílc í 10 vetur (1913— 1922) stofnaði til skemmtunar fyrir gamalt fólk sumarið 1921, og liélt því áfram allmörg ár. Árið 1922 varð afgangur af slíkri skemmtun 541 kr. Var sú upphæð lögð lil hliðar, sem stofnfé „handa elliheimili sem vonandi verður einhverntíma stofnað“, sbr. dagblaðið Vísir 21 ./7. 1922. Jón Jónsson heykir, hauðst þá til að gefa 1500 kr. og safna fé hjá bæjarbúum, „ef stjórn Samverjans lofaði að byrja heimilið þá um haust- ið“. Eftir margar bollaleggingar fékk Jón þetta loforð og tók hann þá að safna fé. Á mánuði safnaðist um hálft 9. þúsund kr. Nýlegt steinhús, kallað Grund — þar sem nú er barnaheimilið Vesturborg — var keypt fyrir 35 þús. kr. Umbætur gerðar á húsinu fyrir nál. 10 þús kr. og öllu hraðað sem mátti, enda héldu gjafir áfram. 27. október fluttust fyrstu 0 vistmennirnir í húsið, en tveim dögum síðar, sunnud. 29. októ- ber 1922 var liúsið vígt að við- stöddum fjölda manns, yfir 1000 manns sögðu blöðin. Húsið gal tekið 24 vistmenn og varð brátt fullsetið. Starfs- fólkið var ráðskonan, frú María Pétursdóttir og 2 hjálparstúlk- ur, en fjármál þess út á við annaðist Haraldur Sigurðs- son verslunarmaður, enda þótt allir stjórnarmenn tækju þátt i heimilisstjórninni. Skipulagsskrá heimilisins hlaut kommgsstaðfestingu 30. jan. 1925, en frá byrjun var fastráðið, að heimilið skuli standa á kristilegum grundvplli og Starfsmannahúsið. Stofnendur Elliheimilisins. Uavaldur Sigurðsson, Páll Jánsson, FIosi Sigurðsson, Júlíus Árnason, Sigurbjörn Á. Gistason. þar sé hlynnt að trúarþörf vistmanna með hiíslestrum. að meðlög vistmanna séu svo lág, að heimilinu sé nauð- syn vinsælda oy gjafa hæj- arbúa. að heimilið sé sjálfseignarstofn un, óháð að öllu leyti fjár- hag stjárnenda sinna. að stjórn þess fylli sjálf í skörð in, þegar einhver fer úr stjórninni, en ríki og hær skipi endurskoðendur. Stofnendur voru: Síra Sigurbjörn Á. Gísloson (for- maður), Haraldur Sigurðsson, versluriar- maður (féhirðir) f 1934, Páll Jónsson, verslunarmaður (bókari) f 1938, FIosi Sigurðsson, trésm.meistari. Grund. Júlíus Árnason, kaupm. f 1944. í stað þeirra þriggja, sem nú eru dánir, komu i stjórn lieim- ilisins: Frimann Ölafsson, forstjóri, Hróbjartur Árnason, burstag.- maður. Jón Gunnlaugsson, skrifstofu- stjóri. Haraldur Sigúrðsson var for- stjóri heimilisins 1930— 1934. Húsið „Grund“ við Bræðra- borgarstig reyndist brált of lit- ið, og þar sem engir aðrir hóf- ust handa um að stofna annað elliheimili í Reykjavík tók fyrr nefnd ellihéimilisstjórn að i- huga stækkun hússins eða að reisa nýlt hús. Gáfu ýmsir vin- ir Iieimilisins góðar gjafir í þann sjóð. Rjarni Jónsson frá Lágholti gaf 10 þús. kr. Rrynjólfur Eyjólfsson írá Þurá gaf 9 þús. kr. og % Ytri- Þurá. Sveinn Jónsson, kaupmaður í Reykjavík gaf 2500 kr. og margir smærri gjafir. Fvrir forgöngu Knud Zimsen, j)áverandi borgarstjóra, sairi- þykkti bæjarstjórn Reykjavík- ur að láta nefndina fá 620 m2 lóð við Hringbraut fyrir nýtt hús og lána Gamalmennasjóð bæjarins (90 þús. kr.) til bygg- ingar á lóðinni. Ryggingarleyfi var veilt vor- ið 1928 og vinna við byggingu þá, sem nú er nefnd EIli- og hjúkrunarheimilið Grund (síðan 1937) hófst í ágúst 1928. Sam- kvæml teikningu Sigurðar Guð- mundssonar byggingarmeistara áltu hliðarálmurnar að vera 27 m. hvor, en álman milli þeirra 24,5 m. að lengd. í fyrstunni var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.