Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1947, Side 5

Fálkinn - 31.10.1947, Side 5
F Á L K I N N 5 PYNTINGAR^- Þetta er engin sólgeislasaga. En því miður er hún of sönn og var alltof algeng. Hún birtist í Göte- borgs Handels- og Sjöfartstidning og segir frá því, sem Norðmaðurinn Olav Skogen varð að þola i þýska vitinu á Victoria Terrasse i Osló. Það sem lá á bak við var m. u. spellin á þungvatnsverksmiðjunni í Vemork við Rjúkan — einn liður- inn i baráttuni um atómsprengjuna. Eg var handtekinn um jólin 1942. Það gerðist fljótt og óvœnt. Eg kom inn um dyr, skammbyssuhlaiip var rekið i magann á mér og þrír menn réðust á mig. Eg skildi strax sam- hengið. Félagi minn, sem hafði ver- ið handtekinn áður, mundi hafa verið píndur og meðgengið. Við rannsóknina á dóti mín fannst ekkert grunsamlegt. Fyrsta yfir- heyrslan bar heldur ekki neinn á- rangur. Eg neitaði og staðhæfði að fangelsun mín mundi byggjast á mis- skilningi. Ekki trúðu þeir því. Eg var læstur inni í klefa, sóttur dag- inn eftir og fluttur til Osló. Þar var ég settur í Möllergaten 19 (lögreglu- stöðina). Á nýársdag var ég yfirheyrður í fangelsinu. Eg neitaði og bað um að láta mig lausan. Gestapomaður- inn glotti illyrmislega og sagði: — Við höfum nægar sannanir gegn yður. Þér gerið bara illt verra með því að þræta. Eins og þér kannske vitið ganga ljótar sögur um okkur Þjóðverja. Við Iiöfum bein í liendi til þess að konia sannleikanum fram, og erum kunnir að því að vera ná- kvæmir. Nú getið þér hugsað um þetta þangað til næst, þá verðið þér vonandi hyggnari. Kvöldið 12. janúar var klefadyr- unum lokið upp, hendurnar á mér settur i járn fyrir aftan bak og ekið með mig á Victoria Terrasse til næturyfirheyrslu. Eg vissi hvað etta þýddi. Fyrst var ég látinn í ískaldan klefa í kjallaranum. Ljósið var slökkt og þarna sat ég með bak- bundnar hendur og' skalf í meira en klukkutíma. Að svo búnu munu þeir hafa ha'ldið að ég væri í réttu hugarástandi undir prófin, og nú var farið með mig upp. Þeir voru fjórir saman. Þegar við komum inn i salinn spurði sá sem slýrði próf- unum einhvern hinna hvernig J. liði. Það var félagi minn. Hinn svaraði: — Hann er alveg búinn. Það var vist ætlast til að ég heyrði það. Eg var scttur á stól á miðju gólfi. Prófdómarinn tekur fram uppdrátt og sests við skrifborðið fyrir framan mig'. Hinir sitja hjá i liægindastól- um. Prófandinn spyr hvort ég vilji svara sannleikanum samkvæmt öll- um spurningum, sem máli skipti. Fyrst svara ég spurningum viðvíkj- andi ýmsum dagsetningum. Eg liefi beðið um túlk og fæ á þann hátt betri tíma til að hugsa mig um. Þegar hann spyr hvaða ólöglegum telagsskap ég sé í, svara ég að ég' ]>ekki ekki neinn slíkan féagsskap. — Það var l'yrsta lygin! lirópar liann og ber í borðið. Svo les hann upp hrafl af framburði félaga míns. Eg neita og reyni að gefa aðrar skýringar. Meðan ég er að tala öskra tveir menn í sífellu inn í eyrun á mér: — Þér Ijúgið, þér ljúgið! Þeir skipa mér að setjast á gólfið og taka af mér sokka og skó, og svo koma þeir með tréklemmu. Þar eru lamir á ö'ðrum endanum en skrúf- þvinga á hinum. Þeir setja hana á vinstra fótinn rétt fyrir neðan hné og skrúfa að. Kvalirnar fara eins og hnífur um merg og bein. Þeir prófa hvort ég vilji meðganga og skrúfa svo enn fastar. Eg æpi af sársauka. Þá segir einn: — Ef þú meðgengur ekki þá skrúfum við þangað til löppin dettur af þér. Það skiptir engu máli fyrir Þýskaland hvort þú drepst í kvöld! Eg veit það, en svo eru aðrir á annarri skoðun, og mér þykir vænt um a'ð þeir sjá mig ekki núna. Eg svipast um kringum mig í salnum og er að hugleiða hvort ævin eigi að enda svona — það yrði þá ekki i fyrsta skipti, sem norskur maður væri myrtur í þessari byggingu. Ákærunum rignir yfir mig -— meðlimur í vopnaðri sveit, undirbúningur speljvirkja, vopnabirgðir, útvarpstæki o. s. frv. Þeir herða á skrúfunni. Fóturinn er nú orðinn eins og' klumpur, sem engin fótslögun er á. Þeir skipa mér að standa á heilbrigða fætinum, slá mig svo niður og skipa mér að standa á fætur aftur. Draga mig nokkrum sinum eftir gólfinu á liár- inu. Svo taka þeir fram kylfur og byrja að berja. Verst er þegar þeir slá á endann á klemmunni, sem er um fótinn. Eg er alveg hissa á að fóturinn skuli ekki hrökkva sundur. I3riðji maðurinn stendur og slær mig á fæturna með kylfu, svo að ég verð tilfinningalaus. Þeir reyna nú aftur að fá mig til að gera játningu og síðan byrjar barsmíðin aftur. Þeir vilja vita nöfnin á öllum hin- um í félagsskap mínum — en ég „þekki ekki neinn félagsskap“. Eg er nú að heita má orðinn nieðvit- undarlaus af kvölum. Þeir taka klennn una af mér og segja a'ð þeir muni setja klemmur á báða fætur seinna, ef ég meðgangi ekki. Prófandinn tek ur saman og fer út, ergilegur á svipinn. Eg er læstur niðri i kjall- ara og eftir nokkra stund er ég fluttur aftur i Möllersgötu 19. Mig sáryerkjar í fótinn og ég' get ekki stigið í hann fyrstu dag- ana. Eftir þessa yfirheyrslu er farið ver með mig i fangelsinu, ég fæ ekki að vera úti í garðinum með hinum föngunum og fæ ekki bað. En mér þótti vænt um að hafa staðist fyrstu raunina og hafði feng- ið trú á að Gestapo-aðferðirnar væru ekki óvinnandi. Það var hart taugastríð að eiga von á nýrri yfirheyrslu á hverju kvöldi, þegar sparkað heyrðist með reiðstígvélum á múrgólfinu fyrir ut- an klefadyrnar, meðfangarnir vorti kvaldir og óp þeirra heyrðust í næturkyrrðinni, eða þegar nábúinn barði á klefaveg’ginn og leitaði hugg- unar þar sem hann beið eftir af- tökunni. Seint um kvöldið þann 1. mars var kveikt í klefanum hjá mér, hurðin opnuð og inn koniu nokkrir Gestapoistar og ráku mig upp úr rúminu. Eg varð að flýta mér í ein- hverjar spjarir. Eg vissi hvað á spýtunni hékk. Ef til vill átti að pynta mig til bana í nótt. Eg varð að bíða nokkra stund á Victoria Terrasse meðan þeir voru að fá sér vatn að drekka. Maður situr fyrir framan mig og lieldur vörð, leikur sér að foringjasverði, sem hann liefir stolið og á er letr- að „Pro Patria“. Við og við horfir hann á mynd af Hitler, sem hangir á veggnum. Það á víst að heita sv:> sem hann sé alúðlegur í viðmóti. Stundum lítur liann fautalega til mín Hinir tveir koma inn, segja að þeir hafi sannanir fyrir því að ég hafi logið við fyrri yfirheyrsluna og hvetja mig til að meðganga allt. Eg svara að ég hafi ekkert að segja umfram það sem ég hefi þegar sagt. — Þú lýgur, svínið þitt, og þú lýg- ur djarft! Þýskaland vill fá að vita sannleikann! — Sannleikann fyrir Þýskaland! hrópar annar í ofsa og rekur mér hnefahögg í anditið svo að ég velt útaf niður á gófið. Síðan taka þeir til óspilltra málanna allir þrír. Einn tekur fyrir kverkar mér og þrýstir hnjánum á bringuna á mér, annar fer að skrúfa klemmur á báðar fætur, og' sá þriðji fer úr jakkanum og fer að berja mig af alefli. Kvalirnar undan höggun- um og klemmunum eru voðalegar, og jafnframt get ég varla náð and- anum. Við og við losa þeir ofur’- lítið á takinu á hálsinum á mér til að lieyra hvort ég vilji meðganga •— síðan er hert enn meira á skrúf- unum og nýjum höggum rignir ýfir mig. Loks er „réttarstjórinn“ orð- inn svo þreyttur af barsmíðinni að svitinn bogar af honum. Annar mað- ur tekur við af honum og' lemur með ýmsum bareflum á víxl, kylf- um, stöfum og keyrum. Eg reyni eins og ég get að hugsa ekki um kvalirnar — reyni í staðinn að kenna sigurfagnaðar fyrir hvert högg' sem ég ])o!i. Það svíar, og þeir berja ál'ram þangað til ég missi meðvitundina. -----— Eg er búinn að fá rænu aftur. Þeir taka klemmurnar af fót- unum og setja þær á framhand- leggina. Þeir reyna að ógna mér til að meðganga, og til að gefa upp nöfn, og' berja roig svo þangað til að ég verð meðvitundalaus aftur. Þannig heldur áfram góða stund. Þeir verða þyrstir af áreynslunni og taka sér livíld og drekka vatn. Eg er sár- þréyttur eftir yfirliðið og bið um vatn. Mér er réttur bolli, og um leið og ég rétti fram skjálfandi hönd- ina eftir honum er barið á hand- legginn á mér. — Segðu sannleik- ann, þá skaltu fá öl! Þeir sitja og tala saman um spellvirki, sem ég síðan heyri að er sprenging þunga- vatnsframleiðslunnar á Vemork, sem hafði gerst nóttina áður. Þeir eru æfir út af sprengingunni og bölva mér fyrir að vilja ekki segja neitt. Réttarstjórinn: — Eg skil þetta ekki. Hann er alveg búinn og samt vill hann ekkert segja. Þetta hefir aldrei komið fyrir mig áður. Hvernig eig- um við að drepa hann? spyr einn. — Við ættum að hengja hann upp á vegg og láta hann lianga þar í nokkra daga, þangað til hann sálast. — Nei, við höggvum af honum haus- inn, segir annar. Við höfum öxi hérna. Svo leggja þeir höfuðið á mér á stól, taka fram stóra öxi og leggja hana að linakkanum á mér, taká fram úr og gefa mér fimm mínútna umhugsunartíma. En ég hefi séð eggina á öxinni og að hún er ekki nógu beitt til þess að höggva höfuð af manni með. Hvernig þessar fimrn mínútur liðu man ég ekki, því að það leið yfir mig aftur. Það er rétt svo að mig rámar i að mér væri lyft upp af gólfinu, borinn niður stigann og ekið með mig í Möllergaten. Svo komu nokkrir slæmir dagar. Eg var svo máttfarinn að ég' gat ekki haldið á vasaklút. Missti oft meðvitundina og kvaldist ákaflega af þorsta. Fyrst í stað gat ég að- eins skriðið á maganum í klefanum, síðar staulaðist ég á hnjánum, en það leið hálfur mánuður þangað til ég gat staðið i fæturna. Eg gat ekki komið neinum mat niður í hálfan mánuð. Eg liafði miklar kvalir inn- vortis og kastaði upp blöði, en út- vortis var ég svartur af mari og storknu blóði eftir barsmíðina. Mér var ákaflega kalt — nötraði oft all- ur af kulda. Eg bað um að fá lækn- ir til að koma til mín, en liann kom ekki fyrr en viku síðar. Hann tal- aði eitthvað um heilahristing. Tíu dögum eftir yfirheyrsluna komu Gestapoistarnir aftur seint um kvöld til þess að sækja mig í 3. stigs yfirheyrslu, sögðu þcir. Þeir ætluðu að mölva í mér hvert bein- ið eftir annað, þangað til ég með- gengi. Það var mikill brennivíns- þefur af þeim þegar þeir komu inn i klefann. Þegar þeir sáu hve veik- ur ég var, sögðust þeir ætla að sækja mig seinna, þegar ég væri orðinn dálitið hressari og ekki liði eins fljótt yfir mig. Og þá ætluðu þeir að fá upplýsingar um allar Jeyni- vopnasveitirnar í Rjúkan. — — — Þeir komu aldrei aftur. Eg var sendur til Grini, síðar sem N.N.-fangi til Þýskalands, fyrst 11 mánuði í Natzweiler, síðar sjö mán- uði í Dachau. Við vorum 80 sem fórum saman til Natzweiler — fimmtíu þeirra sáu Noreg aldrei aftur. Síðan ég komst aftur til Nor- egs fyrir aðstoð sænska Rauða Krossins hefi ég staðið augliti til auglitis við hina fyrrverandi böðla mína, sem ákærar.di þeirra. Þessir menn hafa ekkert lært af því dæmi, fyrrverandi fangar þeirra gáfu þeim. Það er enginn sem skrúfar klemmur á þá eða lemur þá, en framkoma þeirra er lævísleg og smeðjuleg og þeir eru fúsir á að segja frá syndum félaga sinna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.