Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1948, Qupperneq 6

Fálkinn - 01.10.1948, Qupperneq 6
6 FÁLKINN KONUR I ÍMSUM LÖNDUM Holland. Kvenrétindabaráttan í Hollandi hófst árið 1883, er dr. Alette Jacobs, sem var skattgreiSandi krafðist J)ess a'ð fá að greiða atkvæði við bæjar- stjórnarkosningar. Jafnframt sendi Jiún þfnginu áskorun um að lög- leiða kosningarrétt fyrir konur. I>essu var liafnað og er nýja stjórn- arskráin var lögleidd 1887 var skýrt tekið fram þar, að kjósendurnir skyldu vera karlar. Það hafði ekki verið tekið fram áður. Árið 1884 var stofnað lcvenréttindafélag. Það hóf þegar skipulagðan áróður fyr- ir kvenrétlindunum. Þegar i ráði var að endurslcoða stjórnarskrána, 1906 og cngin kona var sett í stjórn- arskrárnefndina, sömdu konurnar sjálfar álit, og sendu Vilhelmínu drottningu. Það hafði enn verið gengið fram lijá þeim, þó að kosn- ingarréttur karla væri rýmkaður svo, að 200.000 kjósendur bættust við. Hollenskar konur liöfðu gengið í „Aiþjóðasambandið fyrir kosningar- rétt kvenna“ er það var stofnað, og 1908 hélt sambandið þing í Amsterdam. Þar sýndu konurnar skipulagsgáfu, sem jafnvel valdhaf- arnir urðu að dást að, og jók vin- sældir kvenréttindakrafanna. Með- an fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir boðuðu hollenskar konur, með dr. Alette Jacobs í broddi fylkingar, til friðarfundar í Haag, til þess að hefja alþjóðastarfsemi fyrir friði. Á fundi þessum voru fulltrúar frá 6 liernaðarþjóðuin og sex hlutlaus- um. Síðan hefir aiþjóðasamvinna Iialdið áfram á þessu sviði og ým- islegt hefir áunnist, þó aðalhugsjón- in —- heimsfriðurinn — eigi langt í land. Árið 1919 samþykkti holienska þingið ioks lög um stjórnmálalegt jafnrétti kvenna og kosningarrétt til beggja þingdeilda. En þar með var ekki allt fengið. Hollendingar hafa reynst tregari á að veita kon- um ýms raunveruleg réttindi en flestar jijóðir aðrar, svo sem rétt til ýmissa starfa. í febrúar 1947 stóð tilkynning i kvennablaðinu „Vrou- wen Belangen" um að nú hefði fyrsta' konan i Hollandi verið skip- uð dómari í Haarlem. Skipunin var talin einskonar „tilraun", sérstak- lega af því, að í Hollandi hefir ver- ið siður að svipta konur embættum ef þær giftu sig. Um sama leyti var fyrsta konan skipuð bæjarfógeti í Amsterdam. Nokkrar konur eru í prestsembættum í Hollandi. Holland er eitt af þeim 5 löndum, sem sam- kvæmt upplýsingum fræðslumála- stofnunar í Gefn, segir kennslulcon- um upp starfi er þær gifta sig. Hollendingar áttu erfitt undir hernámi Þjóðverja Stór landsvæði voru sett undir vrdn og matarskort- ur varð mikill, og enn hafa hollensk- ar húsmæður lítið að bíta og brenna. Vinnukonuleysið er ekki betra en í Reykjavik. Ungar stúlkur gera sér meira far um að fá sjálf- stæða atvinnu nú, en þær gerðu fyrir stríðið og flestar vilja verða hjúkrunarkonur eða kennarar. Nefna má að lokum að Alþjóða- skjalasafn kvenréttindahreyfingar- innar er í Amsterdam. Þjóðverjar hirtu það að vísu á stríðsárunum, en það er komið á sinn stað aftur. Belgía. Árið 1892 var fyrsta kvenréttinda- félagið stofnað í Belgíu og nokkr- um árum seinna mörg kosningarfé- lög. En það var ekki fyrr en 1917 sem félög þessi urðu ein heild „.Belgiska kvenréttindasambandið“ og gerðist það aðili að heimssam- bandinu fyrir kosningarrétt kvenna. Belgar eru flestir kaþólskir og frjálslyndu flokkarnir hafa altaf ótt- ast að hægri flokknum kaþólska mundi aukast fylgi ef konur fengju kosningarrétt. Þessvegna hafa vinstri flokkarnir ávallt barist á móti kosn- ingarrétti kvenna. í jafnaðarmanna- flokknum hefir meirihlutinn verið fylgjandi kosningarrétti kvenna. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina bar liinn kunni jafnaðarmaður Vander- velde fram frumvarp um kosningar- Frh. á bls. /4. 77/ uinslri: Hveitibrauðsdagar í Rómaborg. — Tyrone Power og Linda Christian eru stödd í Rómaborg um þessar mundir til Jjess að eyða hveitibrauðsdögunum. — Myndin er tekin af Jjeim á göngu i borginni, er [jau höfðu nýlokið við að skoða Engels- borg. — „Ty“ virðist búinn að jafna sig eftir skilnaðinn og ástarævintýrið með Lönu Turn- er. Iiin nýja kona hans, Linda, er þekkt leikkona. Á barnsaldri. Fred MacMurray var saxófónleikari í Hollywood, áður en hann fór að leika. California Collegians tóku hann með sér til Broadway, þar sem brátt fór orð af honum fyrir liæfi- leiga. California Cóllegians tóku hann því til Hollywood, þar sem liann hefir verið aðalmótleikari Claudette Colbert um langt skeið. Fred er fæddur í Kankakee, Illi- nois, 30. ágúst 1908, sonur fiðlu- leikara þar í borg'. Á unga aldri gekk hann i gagnfræðaskóla, en frjálsar íþróttir voru besta náms- grein hans þar, eins og virðist vera allalgengt um unga menn vest- ur í Ameríku. Hann flosnaði upp frá námi eftir að hann var orðinn Fullorðinn, allþekkt íþróttastjarna. Síðan liefst þrengingatimabil i sögu Freds. Hann flækist frá einum vinnustað í annan. Hann starfar ýniist sem far- andsalí, skrifstofumaður, búðar- þjónn e'ða saxófónleikari á kaffihús- ufn. Síðan koinst hann að við Holly- wood-liljómsyeit Warners. Þar komu CaUfornia Collegians auga á hann og vildu fá . hann í flokk sínn sem saxófónleikara, söngva'ra og skop- karl. Var fárið'með hann á Broad- way sem fyrr segir, og siðan .14 leiðin til Hollywood. Kona Freds heitir Lillian Lamont, fyr.rverandi léikkona. Þau eíga einá dóttur, Susan. —LEIKARARABB --------- Orson Welles, hinn frægi ameríski leikari, sem svo margt er til lista lagt, að honum er líkt við ýmsa af fjölhæfustu lista- mönnum samtíðar sinnar. Leik- stjórn lætur honunP vel, og allir hafa heyrt um upplestrarliæfileika hans. Nú er hún myndhöggvari. Fyrir 15 árum var leikkonan Sari Maritza einhver vinsælasta. kvikmyndaleikkona i Hoílywood. Síðan liljóðnaði uin liana. En nú er frægðarorð: hennar aftur komið á kreik, ekki fyrir kvikmyndaleik, heldur myndlistargáfu. Hún er nú allþekktur myndhögg'vari og hefir tekið sér nafnið Patricia Glatth'ar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.