Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1948, Qupperneq 7

Fálkinn - 01.10.1948, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Höggmynd af Leclerc, hinum ný- látna franska hershöfðingja, sem frelsaði París úr ldóm Þjóðverja, var meðal listaverk- anna á hinni frægu Parísarsýn- ingu í Tokyo-höllinni í sumar. Ungverskur fre'sisminnisvaröi. Á hinni frægu Gellerthæð við Budapest hefir verið reist minn ismerki til dýrðar Rauða hern- um vegna frelsunar Ungverja- lands lir höndum Þjóðverja. Hér birtist rnynd af minnismerk inu, en f>að stendur rétt hjá hinurh einfalda krossi, sem reist■ ur var til minningar um Gell- ert, fyrsta kristna píslarvott Ungverja. \' v ! ■N ® X- -- * , - ! e * V'í. s' i < sV. •, - Failhlífarhermenn á heræfingu. — / Norður-Karólínu í Banda- rikjunum hafa að undanförnu verið haldnar geysimiklar her- æfingar. Einn liður þeirra er það, að fallhlífarhermenn æfa stöklc úr nýrri tegund flugvéla, svonefndum „Flying Boxcars“. Myndin er frá æfingum fallhlífarhermanna. Fórnarlamb stríðsins. — Italski drengurinn Carmelo Bova rnissti báða handleggina í þýskri loftárás í stríðinu. Nú er hann kominn til Ameríku, þar sem smíða á gervihendur á hann. Til vinstri: Kyssir fætur drottnandans. — Maharjainn af Kashmir og kona hans heimsóttu nýlega flótta- mannabúðir i Delhi og miðl- uðu gjöfum meðal landa sinna. Myndin sýnir frúna rétta seðil til gamallar konu, sem krýpur við fætur liennar og kyssir þær í þakklætisskyni. Vatnsmúr. — Mynd þessi er ■tekin við hina árlegu sýningu stökkvitiðsins í London. Slöng- unum er beint þannig, að vatn- ið myndar vegg. Til hægri: „Model 1900“. — Löng lest af gömlum bílum ók nýlega um götur Parísar. Þetta er einn hinna elstu, enda er hann af aldamótagerðinni. Þá vakti hann geysi hrifningu. Ólympíustjarna giftist. — Mau- reen Gardner, enska stúlkan, sem varð önnur í 80 m. grinda- hlaupi kvenna á Ólympíuleik- unum (næst á eftir frú Blank- ers-Koen), hefir nú gifst þjálf- ara sínum, Geoffrey Dyson. Hér koma þau lir kirkju í Ox- ford að lokinni vígsluathöfn. Góður er víndropinn. — Vín- uppskera Frakka ætlar að verða góð þetta árið að magni til, en oft hefir sopinn þótt brayðbetri áður. Það fælir samt ekki þennan litla hnokka frá því að gerast smakkari óbeðinn.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.