Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1948, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.10.1948, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VHCWW LE/CHbURHiR Púður- og reykmaður. Til er maður, sem síðustu 35 ár- in hefir „drepið“ meira- en 300.000 manneskjur og sem stofnað hefir til fjölda stríða um alla veröldina. Hann hefir kastað sprengjum og púðurskotum á kvikmyndaleikara, hann liefir gert jarðskjálfta, sprengt brýr i loft upp og búið til eldgos. Og þegar ég segi þér að þessi mað- ur lieitir Slim og á heima í Holly- wood, þá geturðu ef til vill skilið, að liann er ekki stórglæpamaður, þrátt fyrir öll þessi ódæði. Slim er svókallaður „púður- og reykmaður" hjá kvikmyndafélög- unum og hann er sérfræðingur í meðferð ofangreindra tækja. Þetta er ábyrgðarmikil staða, þvi að hann verður að reikna nákvæmlega út orku þeirra sprengiefna sem hann notar, svo að sprengingarnar eyðileggi ekki meira en þeim er ætlað að gera. Ef hann á að undirbúa orr- ustu fer hann að iíkt og liúsameist- ari sem á að teikna hús. Hann mæl- ir nákvæmlega allan vígvöllinn, teiknar staðinn sem sprengingarn- ar eiga að verða á og' hvar leikar- arnir eiga að vera, að svo búnu er sprengjunum komið fyrir. Eld, reyk og brennand5 bæi — allt slikt getur Slim búið til, og hann segir sjálfur að það sé miklu auðveldara að fást við sprengiefnin en leikar- ana. „Eg' veit nákvæmlega hvernig dynamítið liagar sér, en það sama verður ekki sagt um fólkið.“ Og eftirfarandi dæmi sýnir, að það er nokkuð til í þessu: Slim hafði undirbúið orrustu í stríðsmynd. Nú var haldin allsherj- aræfing með öllum leikendunum, og hver og einn vissi nákvæmlega hvert hann átti að haupa og hvar liann átti að detta. Slim stóð upp á palli, með leiðsl- urnar að öllum sprengingunum fyr- ir framan sig og horfði yfir vígvöll- inn. Hann þrýsti á hnappana sína, sprengingarnar drunuðu og leikend- urnir duttu niður „dauðir“ hrönn- um saman, eins og hlutverkin sögðu til um. Allt í einu sá Slim að leik- andi einn hafði feygt sér ofan á sprengju, sem ekki var sprungin enn. Slim liafði hugsun á að hlaupa yfir þann hnappinn og myndatakan hélt áfram slysalaust. Þegar myildatakan var búin kallaði Slim leikarann til sin. „Lítið þér þangað sem þér láguð rétt áðan!“ sagði hann. Og i sama bili þrýsti hann á hnappinn og jarðvegurinn þeyttist liátt í loft, eins og eldgos væri að brjótast út. Leikarinn föln- aði og sást ekki aftur þann daginn. En Slim hefir heiður af því, að enginn hefir slasast hjá honum öll jjau ár, sem hann hefir haft hina hættulegu atvinnu sína með hönd- um. SAGAN AF LIVINGSTONE 0G STANLEY i 13. Livingstone var nú farinn að fullorðnast og þessi erfiða ferð var honum um megn. Hann varð hættu- lega veikur. Þeir innfæddu hjúkr- uðu honum eftir bestu getu, eins og liann væri einn úr þeirra hóp, en eitt hugkvæmdist þeim ekki: að senda boð til sjávar um að hann lægi veikur, og biðja um hjálp. Nú leið og beið og ekkert fréttist af honum til Englands, svo að menn fóru að verða liræddir um hann og tala um að gera út leiðangur til að leita hans. En nú víkur sögunni vestur yfir Atlantshaf. 14. í New York sat bráðduglegur ritstjóri sem hét James Gordon Bennett. Hann hafði lesið um ferð- ir Livingstone. Hann afréð að sker- ast í leikinn og gera út leiðangur og fékk ungan, enskan blaðamann sem hét Henry Stanley til að stjórna ferðinni og leita Livingstone uppi og koma honum lieim. Stanley var ungur og knár og langaði í ævintýri, og fór af stað viðstöðulaust án þess að hafa nokkuð með sér nema nóg af peningum. Framh. Adamson og bófinn. Skrítlur — Hafið þér ekki misst eitlhvað niður af kolum, ég sé að það liggja nokkrir molar á vagninum. — Jú, og þegar ég er búinn að ná þeim saman skal ég skila korn- inu, sem ég fékk í augað líka. — Já, en heyrðu mamma, — það var hann sem bgrjaði. HLJÓÐ DREPUR FLUGUR. Amerikumenn liafa búið til blístru af sérstakri gerð. Hljóðið í henni drepur flugur á 10 sekúndum. Hvort . .— Við skulum nú skipuleggja þetta. IJansen pumpar í dekkið, Möller hjálpar mér að skipta um, og séra Sören fer út í móa, svo að við heyrum ekki í honum. —• huð er kannske vissara að við lesum borðbæn i þetta skipti — Það er ég sjálf sem tíndi sveppana, sem eru í súpunni. hún verður að gagni skal látið ó- sagt, því að enn verður að blístra svo nærri flugunni, að það er eins liægt að nota flugnaklapp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.