Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1949, Side 4

Fálkinn - 25.02.1949, Side 4
4 FÁLKINN í bókinni um Indriða miðil, sem Þórbergur Þórðarson færði i letur eftir frásögn Brynjólfs Þorláksson- ar, fyrrv. dómkirkjuorganista, er sagt fá franskri söngkonu, sem stundum kom fram á tilraunafund- um með miðlinum. Söngkonan var þá venjulega í félagsskap með norsk- um mönnum og getur bókin um tónskáldin tírieg og Nordraak og um norskan lækni, sem hét fullu nafni Daniel Cornelius Danielsen, og bafði verið merkur vísindamað- ur. Þegar Jonas Lie er að telja nafnkunna menn í bók sinni um Ole Buii, sem fylgdu hinuin látna fiðlusnillingi til grafar, þá segir liann: ,,Þar var Grieg og Daniel- sen“. Þykir mér líldegt að hér sé átt við lækninn, sem hafði verið tónlistarvinur. Það er einmitt þessi kunnings- skapur frönsku söngkonunnar við 'norska listamenn handan við landa- mæri lífs og dauða, sem gefur mér tiiefni til að rita þessar linur, því að liún kemur á skemmtilegan hátt við sögu Ole Bull, eins og sagt verð- ur frá hér á eftir. í hókinni um Indriða miðil er sagt frá henni þannig: (Tilvitnanirn- ar eru teknar með leyfi höfundar). „Ein af þeim verum hinumegin, Maria Felicita Garcia var næst honum að aldri, fædd 1808, svo sem áður er sagt. Hún hafði nauðug gifst Malibran. Malibran var álit- inn auðugur og var faðir hennar því mjög hvetjandi ráðahagsins. Hjónahandið var óhamingjusamt og áður en árið var liðið, fór hún frá lionum og fór þá aftur að syngja opinberlega. Eftir þetta var hún ávallt kölluð Madame Malibran, en síðasta árið sem hún iifði, giftist hun fiðlusnillingnum Beriot, og nefndi hún sig þá Madame Mali- bran Beriot. Undir því nafni voru tónsmíðar liennar gefnar út. Hún kynntist Beriot um 1830 og unni honum mikið. Laust áður en hún dó, hafði henni loks tekist að fá skilnað að lögum við Malibran og þá stóð ekki á því, að hún og Beriot létu gefa sig saman. , Raddsvið Madame Malibran, þessarar hámenntuðu söngkonu, var óvenju mikið. Hún var i senn con- traalt og mezzosópran. En hún hafði skap og vitsmuni til að beita þessu fágæta hijóðfæri í barkanum eftir listarinnar reglum, eins og fágaðir og gagnmenntaðir listamenn einir geta gert. Einkenni Garcia-ættarinn- ar var skapfesta og snilligáfa. Þetta tvennt, og þó umfram allt hin mikla FRANSKA S0NGK0NAN 0G INDRIÐI MIÐILL sem voru tíðir gestir á tilrauna- fundunum, var kvenmaður, sem okkur var sagt að hefði verið frönsk söngkona, þegar hún var hér í heimi. Hún vildi aldrei segja, hver liún væri, og við fengum ekkert annað um hana að vita en að hún hefði verið frönsk söngkona. Hún söng oft á fundum, ýmist af vör- um miðilsins eða fyrir utan hann. Hún söng ailtaf á frönsku, en mál- far hennar var óskírt i söng. Hins vegar var tungutak hennar furðu greinilegt i mæltu máli, og áttu ýmsir frönskumælandi menn i okk- ar hópi tal við hgna, til dæmis Þor- grímur Guðmundsen. Hún hafði mjög fagra rödd og söngur hennar var yndislegur. Þvi varð Jóni Aðils eitt sinn að orði, er hann heyrði hana syngja á fundi: „Það er auðheyrt, að þetta er rutineruð sangerinna“. Jón var sjálfur góður söngmað- ur, har ágætt skyn á söng og hafði heyrt æfða söngvara í Danmörku. Hún var mjög elskuleg í viðmóti, og fannst okkur á öllu í fari henn- ar, að hún væri sérstaklega kven-* leg og stæði á háu siðmenningar- stigi.“ Og ennfremur segir svo i bók- inni: „Það bar eitt sinn til á innra fundi, að við heyrðum karlmanns- rödd tala franska tungu fyrir utan miðilinn. Þennan málróm höfðum við aldrei heyrt áður. Það virtist greinilegt, að honum væri ekki beint til okkar, heldur til einhvers eða einhverra hinu megin. Samtímis heyrðum við fleiri raddir utan við miðilinn, en þó nokkuð óskirt. Þó fengum við greint í þessum radd- hljómi málróm frönsku söngkon- unnar og lieyrðum liana reka upp neyðaróp allt í einu. Þetta var allt likast á að heyra, sem þarna hefði orðið harðvitug rimma eða upp- þot. Engin heyrðum við orðaskil, nema að karlmannsrödd sagði einu sinni: „Madame Malibran.“ Þegar þessum látum linnti spurð- um við stjórnandann, hvað þarna hefði verið um að vera. Við fengum það svar, að karl- maðurinn, sem hafði nefnt nafn kvenmannsins, héti Malibran og hefði verið maður frönsku söng- konunnar. Hún hafði líka verið á fundinum. Þau hefðu ekki fyrr sést, síðan þau fóru yfir um. Hann hefði nýlega komist á snoðir um, livar hennar væri að leita, og néi komið á fundinn i þvi skyni að fá hana til að slást í för með honum. Út af þessu hafði ósamkomulagið risið. Fleira var okkur ekki sagt. Þó skömm sé frá að segja, hafði enginn okkar, sem á fundinum voru, nokkurt hugboð um, hver hún hefði verið þessi „madame Mali- bran“, og um mann hennar, Mali- bran, vissum við heldur ekki neitt. Daginn eftir fundinn fórum við nokkrir að leita að þessu nafni i alfræðiorðabók. Og viti menn! Þar finnum við i einhverri alfræðiorða- bók, að í Ameríku hafði verið auðugur plantekrueigandi fransk- ur, Malibran að nafni. Hann liafði gifst söngkonunni Mariu Felicita, af spænskum ættum, fædd i París 1808, dáin í Manchester 1836. Þremur mánuðum eftir að þau gift- ust, hafði hann orðið gjaldþrota, hún skilið við hann og lialdið aftur heim til Evrópu. Þannig komumst við að nafni þess arar söngkonu, sem enginn okkar mundi til að hann hefði nokkurn- tíma heyrt getið áður og Indriði vissi áreiðanlega enga grein á. Franska söngkonan, sem oft hafði sungið lijá okkur á tilraunafund- um og ýmsir fundarmenn höfðu skipt við orðum á frönsku, var þvi söngkonan Maria Maiibran, fædd Felicita. Það var þvi ekki furða, þó að Jóni sagnfræðingi fyndist hún vera „rutineruð sangerinna“. Þannig er sagt frá söngkonunni í bókinni um Indriða miðil og er hennar víða getið í þeirri bók. En ég vil leiðrétta það liér í frásögn Þórbergs eftir Brynjólfi, að hún liafi verið fædd Felicita. Hún hét Maria Felicita og var fædd Garcia, en sú ætt er liin merkasta söngvara- ætt, sem sagan þekkir. 1 henni eru tónlistarmenn, og þó einkum söngv- arar, mann fram af manni, allt frá byrjun 17. aldar. Faðir söngkon- unnar hét Manuel del Populo Garcia. Hann var fæddur í Sevilla 1776, en fluttist til Parisar, og varð víðfræg- ur tenórsöngvari og óperutónskáld. Rossini ritaði fyrir söngrödd hans aðalhlutverkið i óperunni „Elisa- betta“. Þó fór enn meira orð af honum sem sönglcennara. Af börn- um hans urðu þrjú heimsfrægir söngvarar, dæturnar Maria og Paul- ina og sonurinn Manuel Garcia (1805—1906). Þessi sonur hans lagði grunvöllinn að vísindalegri söngkennslu og er siðan byggt á kenningum hans. Hann fann upp liinn svokallaða Laryngoscope eða Laryngospegil, sem allir kannast við, sem þurfa að leita til hálslækna með mein sin. Spegillinn er notaður til þess að skoða raddböndin og ofan í kok manna. Af hinum mikla nemendafjölda hans vil ég nefna söngkonuna Jenny Lind — „sænska næturgalann". Hann er oft nefndur „hinn mikli Garcia“. persóna hennar, gerði hana að fremstu söngkonu sinnar tíðar. Paulina Garcia var yngst (1821— 1910). Hún var einnig ein af fremstu söngkonum 19. aldarinnar. Ilún var góður píanóeikari, nem- andi Franz Liszt, og tónskáld, eins og systirin, og samdi m. a. nokkr- ar óperur. Hún giftist Viardot söng- leikhússtjóra og er þvi kunn undir nafniu Paulina Viardot. Schumann tileinkaði lienni sönglagaflokkinn „Dichterliebe". Nú víkur sögunni að Ole Bull. Þegar hann kom í fyrsta sinn til . Parisar rúmlega tvítugur að aldri árið 1831, til að læra og kynnast tónlistarlífinu í heimsborginni, þá tók hann eftir því, að mannfjöldinn streymdi kvöld eftir kvöld í söng- leikhúsið, til þess að heyra Madame Malibran syngja. Auðvitað varð hann að fylgjast með straumnum og á ódýrasta stað í húsinu, efst uppi undir loftinu, hlustaði liann frá sér numinn á söngkonuna. Nokkru síðar var Ole Bull kom- inn til Bologna, en þar átti hann eftir á ævintýralegan hátt að vinna sér frægð. Frá þeirri stundu var lif hans vafið frægðarljóma. Söngleikhússtjórinn í Boulogna hafði ráðið Madame Malibran til að syngja þar nokkur kvöld. Hún setti það skilyrði, að Beriot ást- vinur hennar fengi söngleikhúsið ókeypis til liljómleikahalds á eftir, en hann var vanur að fylgja henni hvert sem hún fór. Um þetta varð samkomulag. Formaður hins nafn- kunnasta tónlistarfélags í borgðinni greip nú tækifærið til að fá Madame Malibran til að syngja á hljóm- leikum félágsins, sem halda átti í góðgerðarskyni, og átti þá einnig

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.