Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1949, Síða 5

Fálkinn - 25.02.1949, Síða 5
FALKINN Beriot að spila á fiðluna. Ekki var þeim ætluð önnur þóknun en gjafir í heiðursskyni, svo sem venja var, þegar um slíka hljómleika var að réeða. Hljómleikarnir voru auglýstir. Að- göngumiðarnir seldust upp á svip- stundu. En þó komst Mamame Mali- bran að þvi, að vini hennar var ekki ætluð önnur „heiðursgjöf“ en — lorgniettur! Hún var stórmóðg- uð fyrir hans hönd og þóttist vera veik og ekki geta sungið. Og Beriot þóttist hafa fingurmein og ekki geta spilað. Nú var komið í óefni. Illt var ’ að aflýsa hljómleikunum. Þá var það ráð tekið, að fá hina frægu söngkonu Madame Coibran Rossini til að syngja. Hún var kona tón- skáldsins fræga, en ósamkomulag var milli hjónanna, svo að hún liafði snúið aftur heim til sinna foreldraliúsa og bjó nú í Bologna. En livern ætti að fá til að spila á fiðlu í staðinn fyrir Beriot. Eg vil skjóta því hér inn, að þegar hér er komið sögunni, var Beriot ekki orðinn eins frægur fiðiusnill- ingur og hann varð siðar, og skilst þá, að ekki var kostað miklu til „heiðursgjafarinnar." .Beriot varð siðar heimsfrægt tónskáld og einn af helstu fiðlusnillingum 19. ald- arinnar. f borginni var nú eklci um annað meira talað en Malibran, Colbran og Beriot. Á meðan sat Ole Bull, öllum óþekktur, uppi á kvisther* bergi í Casa Soldatti, hrermanna- knæpu, sem var iélegt gistihús, með öllu félaus, því að peningasending til hans hafði brugðist. Hann hélt sig inni og vann að hinni fyrstu meiri háttar tónsmíð sinni, fiðlu- konsertinum í a-dúr. En þegar kom- ið var undir sólarlag, var liann vanur að taka fiðluna og spila, og tónarnir streymdu þá út um opinn gluggann, svo að fólkið staðnæmd- ist á götunni og fór að hlusta. Madama Colbran llossini átti leið fram hjá og heyrði þá undarlega tóna. Hún áttaði sig i fyrstu ekki á því á hvaða hljóðfæri var verið að spila. Hún stóð lengi og hlustaði. Þetta hlaut að vera fiðla. Þarna var fiðluleikarinn fundinn! Ole Bull og Paganini voru galdra- menn á fiðluna. Þeir beittu margs- konar brellum og brögðum, marg- rödduðu spili, flaututónum o. fl., sem aldrei hafði lieyrst áður hjá fiðluleikara. Þeir komu algerlega flatt upp á menn, sem heyrðu þá í fyrsta sinn. Ole Bull var lagstur til svefns, svangur og sjúkur af hungri. Þá var barið að dyrum og var þar kom- inn Zampieri markgreifi, formaður tónlistarfélagsins. Ole Bull varð að spila fyrir hann. „Jú — þetta var einmitt maðurinn!“ Ole Bull var þannig drifinn upp úr rúminu og skundaði til leiklhiss- ins með Zampieri markgreifa. Leik- lnisið var orðið fullt af úrvalsáheyr- endum, — þar voru m. a. stórher- toginn af Toscana og fleiri tignir menn ■— og Beriot sat þar i stúku með hendina alheilbrigða í fatla. Ole Bull var fátæklega búinn. Þegar hann gekk inn á sviðið í hinum glæsta sal, sem var allur upp- Ijómaður og fullur af prúðbúnu fólki, þá varð liann eins og utan við sig, svo að hann tók ekki eftir óánægjukliðnum, sem fór um sal- inn; það var jafnvel gerð tilraun til að pípa hann niður, áður en hann var byrjaður að spila. En þegar fiðlutónarnir liðu um salinn, þagnaði kliðurinn, og brátt rikti dauðakyrrð meðal áheyrenda. Síð- usu tónarnir dóu út og þá braust út fögnuður álieyrenda svo ákafur, að hann var eins og stormur. Þrisv- ar sinnum varð hann að spila um kvöldið. Þetta kvöld hafði lieimurinn upp- götvað fiðlusnillinginn Ole Bull. Madame Malibran var reið. Hún hafði setið heima. Hún vildi hvorki heyra Ole Bull né sjá. Hann hafði skyggt á manninn, sem hún unni liugástum, og ef til vill hefir hana grunað, að hér hafi verið höfð brögð í tafli, til þess að koma því þannig fyrir að Ole Bull væri lát- inn spila. Þó kom að því, að hún leyfði að Ole Bull væri kynntur henni. Hún bað hann þá hæverk- lega að spila fyrir sig. Hann liafði ekki spilað lengi, þegar hún stokk- roðnaði, og þegar lagið var á enda, sagði hún eitthvað á þá leið, að lhin hefði haft rangar hugmyndir um hann, hún hefði ekki viljað trúa því, að hann væri annar eins snill- ingur, fyrr en nú, er liún heyrði liann sjálf spila. Það er skemmst frá að segja, að upp frá þessu urðu þau þrjú Mali- bran, Beriot og Ole Bull, bestu vinir, ok hélst sú vinátta allt lífið. Einu sinni þegar Ole Bull var að spila fyrir hana, þá sagði hún við liann: „En Beriot hefir mýkri tón en þú.“ Þetta sagði lnin, því að hún var ástsjúk. Einu sinni þegar hún var að syngja lilutverk Desdemonu í óper- unni „Otbello“ eftir Rossini, þá stóð Ole Bull bak við leiksviðs- tj'öldin og hlustaði á. Hann varð svo snortinn af söngnum, að hann gat ekki tára bundist og grét eins og barn. Um leið og húnskaust út af sviðinu, fór hún fram hjá þar sem hann stóð og sá liann svo hrærð- an. Hún gretti sig glettnislega fram- an í hann og rak út úr sér tunguna um leið. Seinna þegar Ole Bull spurði hana, hvernig hún hefði get- að hagað sér þannig á eftir slíkum söng, þá svaraði liún; „Ekki hefði verið betra að ég liefði farið að skæla eins og þú.“ Ole Bull bar íakmarkalausa virð- ingu fyrir liinni miklu söngkonu og ósvikna aðdáun. Listarferill hans varð óslitin sigurganga. Það hlóðust á hann lieiðursinerki og margskonar viðurkenning. En sjálf- ur liefir hann sagt frá því, að stolt- asta og ógleymanlegasta augnablik- ið í lífi hans hafi verið, þegar Madame Malibran ko mtil lians á liljómleikana i Neapel og faðmaði hann hann að sér, til að votta hon- um viðurkenningu sína og hrifn- ingu. Árið 1830 giftist söngkonan Hen- riette Sontag og dró sig i hlé. Þá varð Madame Malibran tvimæla- laust fremsta og aðsópsmesta söng- kona á óperusviðum heimsborganna og átti engan skæðan keppinaut. En gæfan er hverful i heimi listar- innar. Ilún hafði verið. ráðin til að syngja á tónlistarhátíð í Man- chester. Þar átti hún meðal ann- ars að syngja lag með söngkonunni Madame Cardori Allan. í laginu kom fyrir trilla, sem Cardori Allan söng, svo að hún vakti mikla hrifn- ingu hjá áheyreridum. Madame Mali- bran var þvi óvön, að aðrar söng- konur væru teknar fram yfir hana af áheyrendum, svo að það kom fát á hana og gerði hún þá skissu. Hún liélt hæsta tóninum miklu lengur en vera bar og söng liann svo sterkt, að verkaði óhugnanlega á hlustendur. Síðan sagði hún; „Eg er búin að vera!“ — Og um leið féll hún i öngvit. Hún hafði skömmu áður dottið af hestbaki og var ekki búin að ná sér eftir áfallið og ef til vill hel'ir það átt sinn þátt i því, hvernig fór. Þegar hún hafði jafn- að sig, reyndu menn að hugga hana og fá hana til að syngja áfrahi. Hún svaraði með þjósti: „Ilaldið þið, Englendingar, að ég sé eins og hnefaleikararnir ykkar, , að þegar þeir liafa verið slegnir niður, þá 5 rísa þeir upp aftur, til þess að láta slá sig niður á ný?“ Tveim dögum síðar var liún dá- in. Hin mikla söngkona Madame Malibran dó eins og kanarífugl eða næturgali, sem sprengir sig af á- kefð og metnaði. Þannig er í stuttu máli saga frönsku söngkonunnar, sem á sínum tíma vakti eftirtekt og umtal manna á meðal hér i bænum í sambandi við tilraunafundina með Indriða miðli. Menn vissu ekki þá, að liún hafði verið einhver glæsilegasta söngkona álfunnar á fyrri hluta 19. aldar. Hún varð ekki langlíf, eins og syst- kini hennar, því að bróðirinn Man- nuel — hinn mikli Garcia — varð 101 árs gamall, og systirin Paulina varð liart nær níræð. Madame Mali- bran dó fyrir aldur fram •— ekki meira en 28 ára gömul. Margt af þvi, sem hér hefir verið sagt um frönsku söngkonuna og Ole Bull er byggt á hók riorska skáldsins Jónasar Lie um hinn norska fiðlu- snilling, en Lie kveðst styðjast við skáldin H. C. Andersen og Werge- land sem heimildarmenn og heyrðu þeir Ole BuII sjálfan segja frá þess- um atburðum í lifi sínu. tíaldur Andrésson. Annar forstjóri verslunarhússins kom inn á afgreiðsluna og sá þar slöttungs strák, með hendur í vös- unum, og spurði hvað hann væri að gera. — Ekki neitt! svaraði strák- urinn. — Ilvað fáið þér í ltaup? — Átján shillinga, sagði strákurinn. — Hérna er kaupið, og svo getið þér farið. Við höfum ekkert gagn af letingjum hérna, sagði forstjór- inn. Og strákurinn fór. í sama bili kemur hinn forstjór- jnn. — Eg var að reka strákinn sem stóð hérna, úr vistinni. Við höfum ekkert við letingja að gera hér. Og ég borgaði lionum kaupið. — Strákurinn var ekki lijá okkur. Það var sendill, sem var að sækja böggul hingað. Sendisveinn sótti um stöðu hjá fisksalanum. Hann sagðist ekki kunna liugarreikning, svo fisksalinn fór að prófa hann. — Hvað mundu 11 pund af slungi verða, með 30 aura verði á pundi? — Slæm sala! svaraði strákurinn. Ganda konan (í kirkju, og ræðan er um tollheimtumanninn og fari- seann). — Eg þakka guði að ég er ekki lik þessum Faríseum. Hann liitti vin sinn, nieð hand- legginn i fatli og sagði: •— Ekki vissi ég að þú liefðir verið í strið- inu kunningi! -— Eg var ekki í stríðinu. svaraði vinurinn, „en ég fór í klúbbinn hérna um kvöldið, og þar gekk einhver á liendinni á mér. tíarniö (sem finnst morgunverður- inn vera nokkuð tilbreytingalítill). — Eg Vildi óska að guð vildi láta hænurnar verpa einliverju öðru en eggjum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.