Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1949, Qupperneq 12

Fálkinn - 25.02.1949, Qupperneq 12
12 FALKINN 10. ÚT í OPINN DAUÐANN ofan á honum og reyndi líka að berja hann. Maðurinn hafði líklega særst á fæti. Gregory lá á grúfu og það lilífði honum við verstu höggunum, en á hinn bóginn gat hann ekki náð eins vel til óvinar síns fyrir bragðið. Nasistinn var stór og þungur mað- ur og dæsti og blés er hann var að reyna að ná jafnvæginu og slá Gregory í rot. Þeir börðust þarna eins og grimmir hund- ar þangað til Gregory tókst að ná taki um barkann á manninum. Nú korraði hræðilega í honum. Hann hlaut að kenna mikið til en gat ekki liljóð- að. Hann sleppti tökunum á Gregory en fór að herja út í loftið. Gegory hélt barka- takinu í heila minútu og fann að blóð rann niður á höndina á sér. Loks dró allan mátt úr nasistanum og Gregory sá að hann var meðvitundarlaus. Hann ýtti skrokknum varlega ofan af sér og hann hvarf í myrkrið fyrir neðan. Gregory lá kyrr í nokkrar sekúndur og kastaði mæðinni. Þegar hann hafði jafnað sig dálitið heyrði liann að nasistar niðri á götunni söfnuðust kringum hinn dauða félaga sinn og einn af foringjunum gaf nýjar skipanir. Gregory reyndi að feta- sig upp bratt þakið. En þar var hvergi neitt til að halda sér í og þegar hann var kominn nokkur fet rann hann aftur niður á kvistinn, sem bjargaði honum áður. Hann gerði nýja til- raun sem mistókst og sá að ómögulegt mundi vera að komast upp á mæninn Þetta var vonlaust. Fyrr eða síðar mundu nasistarnir finna felustað hans og gera út af við liann. En strax varð honum rórra. Ef mögulegt væri að komast upp þá gat hins vegar ver- ið von um að geta komist niður. Þar sem svona útskot voru yfir þakskegginu var venjulega gluggi undir. Hann fikraði sig fram á kvistinn þangað til fæturnir stóðu fram af brúninni og fór að leita fyrir sér með þeim. Loks komst hann að raun um að þarna var gluggi og að efsta rúðan var opin. En það var hægar ort en gert að komast að glugganum. Er liann var að gera fyrstu tilraunina heyrði hann fótatak uppi á þak- inu. Nýr leitarmannahópur mundi hafa komið upp um þakgluggann. Sem betur fór lá eini maðurinn sem vissi hvar Gre- gory var dauður niðri á götunni. Ef Gre- gory gæti legið grafkyrr mundi verða erfitt að finna hann. Hann hélt niðri í sér andanum og hlust- aði. Nasistarnir dreifðu sér og leituðu nú endilangan mæninn. Þeir gátu ekki vitað að hann var særður og lá á kvisti nálægt tuttugu fetum fyrir neðan þá. Þeir héldu auðvitað að hann væri upp á sjálfum mæninum í felum bak við einhvern reyk- háfinn sennilega þann, sem lengst var undan. Hann heyrði á hljóðinu að þeir höfðu skipt sér í tvo flokka, sem fóru sinn í hvora áttina. Þegar þeir voru komnir fjær renndi hann sér fram á kvistbrúnina og hékk nú á brúninni. Olnbogarnir studdust á þak- rennunni. Hún var gömul og svignaði und- an þyngdinni, svo að hann þorrði ekki að tefja þarna lengi. Hann varð að gera til- raunina strax. Hann hafði komið báðum fótunum inn um gluggann, en ef hann gæti ekki fundið neinn stuðning að ofanverðu mundi liann steypast aftur á hak undir eins og hann sleppti þakrennunni. Hann teygði hægri höndina niður fyrir sig en liélt í rennuna með þeirri vinstri. Loks fann hann stöng fyrir gluggatjald að innanverðu í glugg- anum. Hún var mjó en þó taldi hann að hún mundi þola þungann meðan hann væri að sveifla sér inn um gluggann. Hann andaði djúpt, tók fast í stöngina, sleppti þakrenn- unni og vatt sér á hlið. Stöngin lét undan og hann seig og lá nú á glugganum, hálfur úti en liálfur inni og á grúfu. Hann rykkti sér inn og rak hnakkann óþyrmilega í gluggakistuna að ofan og datt svo eins og slytti niður á gólfið. Hann stóð upp og fálmaði kringum sig eins og blindur maður þangað til hann rakst á rúm. Hann þorði ekki að kveikja á eldspýtu. Gluggatjöldin voru ekki dreg- in niður. En rúmið var tómt og er hann þreifaði betur fyrir sér fann hann hurð. Hann tók varlega i lásinn og opnaði dyrn- ar í hálfa gátt. Dauft ljós var úti á gang- inum og hann sá stigagat. Blóðslettur voru á gólfinu og hann sá nú að hann mundi ennþá vera í húsi sira Wachmullers. Dyrnar inn á geymsluloftið stóðu opnar. Dauður nasisti lá á gólfinu og annar á grúfu hjá honum og stundi sárt. Gregory þóttist sjá að aðstaða hans liefði ekki batnað, því að vitanlega mundu nasistar vera í anddyrinu niðri og varðmenn fyrir utan dyrnar, því að það var einmitt þetta hús, sém þeir sátu um. En þegar hann lmgsaði málið betur fannst honum það ekki mundi hann hafa verið betur staddur í næstu liúsum. í þeim húsum var vilanlega fólk, sem þó það hefði verið sofnað, mundi hafa vaknað við skothríðina og lætin á götunni. Hann liefði varla komist um þau hús án þess að einhver hefði séð hann og gert að- vart, en liinsvegar var enginn lifandi maður heima á efri liæðinni á húsi Wachmullers. Einmitt núna mundu nasistarnir vera að leita í hinum húsunum. Þetta hús var það eina, sem þeir mundu ekki leita í. Honum datt snöggvast í hug að fara aft- ur inn í tóma svefnlierbergið og í'ela sig þar, en livarf frá því. Undir eins og hirti mundu nasistarnir fá yfirsýn yfir öll hús- þökin og þegar hinn fyndist ekki þar þá mundu þeir fara að leita í húsunum. Hvert einasta herbergi, skápur og kjallari mundi verða rannsakað hjá nágrönnunum. Og ef hann fyndist elcki þar mundi leitinni verða lialdið áfram í prestsliúsinu. Eina vonin var að reyna að komast á burt áður en birti. ■ Hann gægðist niður stigann til að ganga úr skugga um hvort nokkur væri þar og læddist svo á tánum niður. Nasistinn, sem hann liafði slcotið i hálsinn, liafði verið borinn í burt, en hlóðsletturnar á þilinu sýndu hvar hann hafði fallið. Ljós logaði enn í stofu prestsins. Dyrnar stóðu opnar. Ekki lieyrðist nokkuð liljóð og kyrrðin var ömurleg. Gregory tók um skammbyssuna og læddist að dyrunum. Presturinn og dauði SS-maðurinn lágu enn þar sem þeir höfðu legið þegar hann fór. Hann fór aftur fram að stiganum og læddist niður neðstu þrepin. Anddyrið niðri var manníaust og útidyrnar lokaðar. Hvað skyldi hafa orðið af ráðskonunni? Annað livort mundi hún vera í kjallaranum eða þá að nasistarnir hefðu farið á burt með Iiana. Hann nam staðar og hlustaði. Ekk- ert heyrðist og hann tók varlega í lásinn á einni huðinni og gægðist inn. Það var dimmt i stofunni en er hann hafði opnað dyrnar betur sá hann að þetja var horðstofan. Hann læddist inn og hélt hurðinni opinni til að álta sig. Þetta var löng stofa með þremur liáum gluggum, tjöldin fyrir þeim innsta bærðust í drag- súgnum. Er liann hafði sett á sig hvernig liúsgögnin stóðu lolcaði liann dyrunum og gekk hægt inn í stofuna þangað til liann rakst á borðið. Hann fikraði sig með fram börðbrúninni þangað til hann var kominn inn fyrir. Svo beygði liann til vinstri og steig þrjú löng skref áfram, og þá snerti liann gluggatjaklið í innsta glugganum með útréttri hendinni. Ilann lagðist á hné og stakk einu skamm hyssunni, sem hann hafði eftir í hylkið og atlmgaði svo gluggatjaldið. Bak við það var þunnt sirstjald, sennilega vegna myrkv- unarinnar, og lyfti liann þvi þangað til fingur hans námu við gluggapóstinn. Svo rétti hann ofurlitið úr sér og gægðist út á götuna. Fyrst sá hann ekkert nema tvær ljós- glætur til vinstri á akbrautinni fyrir fram- an dyrnar. En cr hann rýndi lengur sá hann að þetta voru hjúpuð vasaljós, sem tveir einkennisbúnir menn héldu á. Tveir aðrir stóðu skammt frá þeim. Þessir menn héldu sjáanlega vörð við húsdyrnar. Lengra frá gat liann séð fleiri litla ljós- díla á akbrautinni. Þeir sýndu að einnig var vörður við liin húsin. Kjallararnir voru liáir undir öllum hús- unum þarna og gluggarnir á stofuhæðun- um því um tvo metra yfir jörðu. Gregory

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.