Fálkinn


Fálkinn - 29.04.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.04.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Tískuhöfundurinn dauður. — Franski málarinn og tískuteikn- arinn Christian Berard dó ný- lega í París, nýkominn úr leik- húsi. Fékkst hann mikið við málningu leiktjalda og teiknaði leikbúninga. En frægastur varð hann fgrir að gerast höfundur að síðu kvenpilsunum — „new look“. Mgiulin er tekin af hon- um og Jácinthe, hundi hans, á vínstofu í París. Blómahátíð í Nizza. — Svona léttklæddar gátu ungu stúlk- urnar i Nizza gengið á blóma- hátíðina í Nizza í febrúarlok. Þar var komin sól og sumar um sama legti sem bílarnir stóðu fastir í snjó á Hafnar- fjarðarveginum. Fallegt fordæmi. — A jólakvöldið hafði Einaudi forseti ítala og kona hans boðið til sín hundrað fátækum börnum í mið- degisverð í Quirinalinu — núverandi forsetabústað og fgrr- verandi konungshölt. Húsbændurnir borðuðu ekki með börn- unum sjálf en gengu á milli og hjálpuðu til við framreiðsl- una og skemmtu gestunum, sem upplifðu þarna minnisverð- an dag og fengu betri mat en þeir höfðu nokkurntíma smakk- að áður. — Hér sést Einaudi um Á fjórburaheimilinu. —- Það er alls ekki heiglum hent að vera fjórburamóðir í vinnukonulegs- inu, segir frú Margaret Good í Gloucestershire. Meiri hluta dagsins verður hún að standa gfir balanum að þvo blegjur af fjórburunum sínum, sem nú eru orðnir átta mánaða. Til vinstri: Loftbrúin hefir flutt milljón smálestir. — Þegar ein af enslcu flugvélunum, seni flgtur vörur íil Berlín hafði skilað af sér farminum nýlega á flugvellinum í Gatow, höfðu flugvélar vestur- veldanna flutt alls milljón smá- lestir af vörum til Berlín, síðan loftflutningarnir byrjuðu. Var þetta haldið hátíðlegt. Lengst til hægri á mgndinni sést for- ingi ensku flutninganna, T. M. Wiltiam marskálkur. forseti og einn af litlu gestun- hans. Herskipi skilað aftur. — Enska orrustuskipið „Rogal Sovereign“ sem er 29.000 lestir, var á stríðs- árunum lánað Sovjetsamveld- inu, og hefir því verið skilað aftur núna nýlega. Á mgndinni sést sovjetflaggið á afturstafni skipsins, en rússneska áhöfnin fglkir liði meðan skipið rennir inn í flotahöfn í Rosgth. Til hægri: Carnival í Nizza. — Föstuinn- gangurinn er haldinn hátíðleg- ur i Frakklandi ekki síður en var í gamla daga. Iiér sést „tæknideildin“ i skrúðgöngu á götu í Nizza — samband af lif- andi umferðarmerkjum, bensín- stöðvum og mörgu öðru. Hættulegt starf. — Hið fræga „Reichskancelli“ Hitlers er nú ekki lengur til. Rússneska her- námsstjórnin hefir látið sprengja húsið í loft upp, en við þær sprengingar hafa fundist loft- sprengjur frá stríðsárunum, sem legið höfðu þar ósprungnar i fjögur ár. — Mgndin sýnir þýsk- an lögreglumann, sem heldur um kveikjuna á 125 kílóa sprengju, sem verið er að flytja á burt. Borgarstjóri Berlínar í London. Ernst Reuter, yfirborgarstjóri í Berlín, var nýlega í nokkurra daga heimsókn í London, þar sem hann sat ráðstefnur stjórn- málamanna og verkalýðsleið- toga. í London sá hann einnig son sinn, sem hann hefir ekki séð i mörg ár. — Hér sést hann hlusta á spurningar blaðamanna i viðtali sem þeir áttu við hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.