Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.05.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN £>í >t->l & & >i já Ueikhúsog leiklist* % 7s % % * FRA FORN - GRIKKJUM TIL VORRA DAGA * % O Jv 5********************** Frægir leikarar 19. aldar. Á 18. öld fór vegur leiklistarinn- ar vaxandi og hún náSi tökifm á fjöldanum. Hún var orðin sjálfstæð listgrein og skáldin fóru að sinna henni meira en áður. Og margir ágætir leikarar voru uppi á þessari öld, fleiri en þeir sem nefhdir liafa vcrið; sérstaklega má nefna Frakk- ann Baron og Þjóðvcrjana Iffland og Schröder. Og Þjóðverjar áttu leikritaskáld, sem skipti miklu fyr- ir framtíð þýskrar leiklistar Gott- hold Ephraim Lessing. A 19. öld stækkar leikendaskar- inn enn og fjölbreytnin verður meiri. Leikliúsið er orðin sjálfsögð stofnun í öllum löndum, eigi að- eins í höfuðborgunum heldur og í öllum bæjum, sem máli skipta, og Hvert land eignast sína leiksögu. í Þýskalandi varð hirðleikhúsið Weimar öndvegisleikhús og áhrif þess fyrir þýska leiklist eru sjáanleg enn þann dag í dag. Hertoginn i Weimar var vinur Göelhes og fékk hann tii að taka við stjórn leik- hússins. í nokkur ár (1800—’05) hafði hann Schiller sér til aðstoðar við leikhússtjórnina, og þessi tvö stórskáld gerðu alls konar tilraunir á leiksviðinu. í Weimar voru sýnd klassisk leikrit, franskir harmleikir og leikrit 'eftir Goethe og Schiller. Eftir að Schillér dó hélt Goethe leik- hússtjórninni áfram einn, og þaul- æfði lcikendurna til hins ítrasta og ]>ó um of, þvi að leikurinn varð óeðlilegur og leikcndurnir eins og ófrjálsir menn. Það er grátlegt en þó broslegt um leið, að það var æfður hundur, sem svifti Goethe lcikstjóra- embættinu. Um þessar mundir var sýnt í Evrópu leikrit, þar sem lnind- ur var æfður i eitt hlutverkið; átti hann m. a. að bjarga barni frá drukknun. Þegar þessi „hunds-leik- för“ hafði sýningu skammt frá Weimar langaði stórhertogann til að sjá leikinn, en Goethe beitti sér á móti þvi að hann væri sýndur á leikhúsinu. En stórhertoginn hafði sitt frain; hundasýningin var leikin í Weimar, en Goetlie sagði af sér leikhússtjórastarfinu (1817). Einn af hinum stóru spámönnum leiklistarinnar var Edmund Kean, en um hann er sagt að hann hafi verið líkamningur rómantisku stefn- unnar og komið með hana í fanginu inn á enska leiksviðið. Kean fædd- ist 1787 og dó 1833. Mest kvað að honum i Sakespearehlutverkum. „Að sjá Kean leika er eins og að lesa Shakespeare við bjarma frá elding- um,“ skrifar skáldið Coleridgc. Á öðrum stað segir svo: „Hann Iifir í fellibyljum og fárviðri“. List lians var fólgin i þvi yfirnáttúrulega, ó- venjulega og ferlega. Hann var ekki aðeins dáður í Englandi en vakti óhemju athygli í Paris og Ameríku. En bann var enginn gæfumaður. Hann drakk mikið og var stundum ölvaður á‘ leiksviðinu. Hann græddi of fjár en sólundaði peningum jafn óðum og dó í vesaldómi. Samtiða Ivean var uppi þýskur leikari, sem mikið kvað að og svipaði að ýmsu leyti til hans. Það var Ludvig Dev- rient (f. 1784, d. 1832). Af mörguin frönskum störleikur- um skulu liér aðeins nefndir fáir. Rachel Felix (f. 1820, d. 1858) kom eins og engill af liimnum sendur að Théatre Francais; hún var einmitt leikari sem leikhúsið vantaði til- finnanlega. Racliel lék sein sé hlut- verk í klassiskum frönskum leikjum eftir Corneille, Racine og Voltaire þannig, að nú troðfyllti fólk húsið, sem áður hafði staðið tómt þeg’ar þessi leikrit voru i boði. Á þessu skeiði lineigðist smekkur almenn- ings að rómantiska leiknum, sem Viclor Hugo var aðalfulltrúinn fyrir. Frægustu leikendurnir í verkum Hugo voru Frédéric Lemaitre (f. 1800, d. 1870), sem var svo innlif- aður leikhúsinu að eftir að hann missti röddina fór hann að leika bendingaleik (pantomime), og svo Mounet-Sully. Og svo kemur til sög- unnar ein frægasta leikkona ver- aldarinnar, Sarah Bernhardt. Hún sagði loks skilið við Théatre Fran- cais, þar sem einkum voru leikin borgaraleg leikrit á árunum 1800— ’65, og lagðist í leikferðalög og stofn- aði leikhús sjálf og náð-i einstæðri frægð fyrir list sína. Önnur heims- fræg frönsk leikkona var Rejane. Frá ítalíu kom fjöldinn allur af góð- um leikurum og skulu tveir nefndir: Adclaidc Ristori og Eleonora Duse. Adelaide Ristori var mikinn hluta ævi sinnar á sífelldum leikferðalög- um og hlaut afarmikla frægð. Hún var ein af þeim fyrstu sem inn- auðgan realisma", því þegar hún leiddi það sem hún kallar „lit- sýndi sögulegar persónur reyndi bún að sýna þær eins réttar og hægt var, út í æsar. Hún giftist aðals- manninum Marchese del Campranica, en svo mikla virðingu bar fólk fyrir leikkonunni að það nefndi liana aldrei aðalsheitinu heldur jafn- an Madame Ristori. Og maður henn- ar varð að sætta sig við að vera kallaður Monsieur Ristori. Eleonora Duse vann sér líka heimsfrægð og hefir haft feiknaáhrif á leiklist kvenna á síðustu árum 19. aldarinn- ar, þvi að flestar ungar leikkonur tóku hana sér til fyrirmyndar. Frægasti fulltrúi þýskrar leiklist- ar í lok 19. aldar var Joseph Kainz (f. 1858, d. 1910), sem eftir að hafa leikið viða réðst til Burgteater i Wien og varð svo dáður þar, að þegar hann ók til leikhússins á kvöldin hópaðist fólk kringum vagninn hins til að hylla hann. Hann sagði um sjálfan sig: „Eg er enginn nútímamaður,“ og bestu hlutverkhans voru í klassisk-romantiskum leikj- um, en þó lék liann líka nútíma hlutverk af mikilli list, svo sem Ösvald i ,,Afturgöngum“ Ibsens. En Stj'örnu lestur Eftir Jón Árnason prentara Sólmyrkvi 28. april 1949. ALÞJÓÐAYFIRLIT. Sólmyrkvi þessi er i miðnæturs- merki um vesturströnd Bandaríkj- anna eða á þeirri lengdarlínu. Jarð- skjálfti eða gos gæti komið á eftir lionum. Ilann er einnig nálægt and- stöðu við sólmyrkvann 1. nóv. 1948, og styrkir því áhrif hans. Einnig er Mars í anstöðu við sólmyrkva- depilinn 1. nóv., 11. mai og má því búast við auknum áhrifum i sömu átt. Béndir þetta á styrjöld. Hefir slæm áhrif á viðskipti, eyðir korni og uppskeru. Hefir sterk áhrif þar sem myrkvinn er sýnilegur. Lundúnir. — Þingmál og mála- meðferð á þingi er mjög áberandi, þvi að sólmyrkvinn er í 11. húsi. Mars og Venus hafa einnig mjög sterk áhrif. Eru afstöðurnar mjög óá- kveðnar, bæði með og móti og munu áhrifin því jafna sig upp með veru- legu leyti. Þó ætti Marsafstaðan að lyfta undir og hafa góð áhrif, þvi að hann hefir góðar afstöður. — Sat- úrn er í 4. húsi. Hefir góð áhrif á landbúnaðinn og landeigendur verða fyrir töfum og truflunum og and- stæðingar stjórnarinnar rnunu láta á sér bera. Plútó í 3. húsi. Sak- næmir verknaðir gætu orðið heyr- inkunnir í sambandi við flutninga- starfsemi, fréttaflutning, blöð eða siina. — Neptún í 5. hú.si. Ekki heppileg áhrif á skenuntanaHf, leik- hús og fræðslu barna. Saknæmir verknaðir koma í ljós. — Heildaraf- staðan bendir á liægagang. Bérlín. Þingmál og stjórnar- ákvarðanir munu vekja athygli og ætti Marsafstaðan að liafa góð áhrif á framgang þeirra mála. — Neptún í 4. lnisi.. Er þetta vafasöm afstaða fyrir landbúnaðinn og slæm. Áróður róttækra afla á sér stað með tilliti til skatta á jarðeignum. Einnig er rekinn áróður og undangraftarstarf- semi gegn ráðendum. Satúrn í 3. lnisi. Hefir slæm ábrif á samgöng- ur og flutninga, rýrnun tekna og óánægja meðal starfsmanna. Kunn- ur rithöfundur gætilátist. — Plútó í 2. búsi. Hefir athugaverð áhrif á opinbera fjármálastarfsemi og mis- gerðir gætu orðið heyrinkunnar i þeim efnum. Moskóoa. Sólmyrkvinn er í 10. húsi. — Venus og Mars eru þar einnig. . Þetta eru mjög vafasöm áhrif. Undir venjulegum kringum- stæðum mundi slik afstaða sem þessi tákna fall stjórnarinnar og dauða háttsettra stjórnarherra. Sterk á- tök munu eiga sér stað, sem vekja mikla athygli. — Úran í 11. húsi. Örðugleikar, óvæntir munu koma i sá sem mestu skipti um þýsk leik- húsmál á þessari öld var Marx Rein- hardt, hinn frægi leikstjóri, sem á leikhúsum sínum í Berlín skóp nýja stefnu og gjörbreytti allri tilhögun leiksviðs, lýsingar og búninga. Það væri ástæða til að nefna marga fleiri, en hér verður ekki rúm til þess. En nú kemur kvik- myndin til sögunnar og flestir bestu kraftar leikhúsanna fara að koma fram á kvikmyndahúsunum. Um ljós í æðsta ráðinu, sem verður að yfirvinna. -— Satúrn i 2. búsi. Hætt við stöðvun í fjárhags- og viðskipta- lífinu, tekjur munu rýrna og tafir á framkvæmdum munu koma í ljós. Bankastarfsemin á örðugt uppdrátt- ar. - Neptún í 4. Iiúsi. Athugaverð afstaða fyrir landbúnaðinn; undir- róður gegn ráðendunum og leynileg- ur áróður rekinn. Óábyggileg áhrif i ýmsum greinum. ■—- Plútó í 1. húsi. Bendir á óánægju og misgerð- ir koma í ljós meðal almennings. Tokyó. —- Utanrikismálin munu mjög á dagskrá og er Mars sterkur i afstöðu og er hætt við að sam- komulag við aðrar þjóðir muni mjög athugavert. Þó gæti Venus dregið eitthvað úr áhrifunum. Satúrn í 11. liúsi. Hætt er við að breytingar verði á stjórninni, því að örðugleikar verða í þinginu. Flokkaklofningur gæti komið til greina. Bendir á dauða þingmanns. ■ - Úran í 9. húsi. Örðugleikar í utanrikissiglingum. Sprenging gæti átt sér slað i ski))i og óánægja meðal farmanna. Washington. — Sólmyrkvinn er i 2. húsi, einnig Merkúr, Venus og Mars. Hús þetta er mjög sterkt i áhrifum. Afstaðan virðist mjög sterk með tilliti til fjárhagsmálanna, en þó er líklegt að umræður verði miklar um þau og ágreiningur nokk- ur, en yfir böfuð ætti stjórnin að hafa sterka aðstöðu, því að slæm af- staða Júpíters til sólar nuin ekki hættuleg, vegna þess að liann er í 12. húsi. -— Úran er i 4. húsi. Þetta er atliugaverð afstaða fyrir síjórn- ina og landbúnaðinn og landeigend- ur undir slæmum áhrifum. • Sat- úrn i 0. húsi. Slæm afstaða l'yrir verkamenn og aðstöðu þeirra. ISLAND. 11. hús. — Þingið og ])ingmál munu mjög á dagskrá og veitt at- hygli. Urg'ur og imdirróður framinn og mun það eiga upptök meðal sumra menntamanna og fjárhags- mál gætu þar einnig komið iil greina, og erlendar siglingar, eða siglingar við útlönd. 1. hús. Tungl ræður húsi þessu. Dálítið óábyggileg afstaða og breytileg. Hverfleiki gadi komið i ljós meðal ahnennings. 2. hús. Tungl ræður einnig húsi þessu. Óábvggileg afstaða í fjárhagslegu lilliti og starfssemi bankanna örðug og slæm áhrif frá utanrikisviðskiptum. 3. hús. SóJ ræður húsi þessu. Þetta ætti að vera góð afstaða fyrir flutninga, pósl og síma, blöð og bækur. En áhrifin eru nokkuð óábyggileg og óviss. L hús. ■— Plútó er i húsi þessu. Áhrif hans eru lítt kunn ennþá, en þó er talið að misgerðir muni koma í Jjós og myrkraverk. Munu þau beinast að stjórninni. Þau gætu Framhald á bls. 11. leið urðu þeir heimskunnir, sem áð- ur þekktust ekki nema af sínum eigin lönduni og kannske leiklnis- gestum stórborganna. Kvikmyndin flutti leiklistina til hinna fjarlæg- ustu staða, og siðustu áratugina hafa íslendingar átt lcost á að sjá flesta þá, sem mest orð hefir farið af úti í heimi. Þeir þekkja Emil Jannings og John Barrymore. Elisabeth Berg- ner og Charles Laughton, Tyrone Power og Ingrid Bergman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.