Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.05.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Óvenjulegur varðhundur. — Ell- en Harvey, 19 ára tamninga- kona og yngst allra í heimin- um í þ'eirri grein, á varðhund, sem er dálíiið sérstakur í sinni röð. „Varðhundurinn“ er sem sé 7 ára gamalt Ijón frá Abess- iníu. Ellen leikur sér við Ijónið eins og hvern annan hund og hefir það í bandi með sér þeg- ar hún fer út. Prestsafmæli páfans. — / tilefni af 50 ára prestsafmæli Píusar páfa hefir Páfaríkið látið móta minnispening. Öðru megin á honum er mynd af páfanum og hinu megin eftirlíking af Maríumynd, sem er fyrir altari því, sem páfinn — er þá hét Don Pacelli — söng fyrstu messu sína við fyrir fimmtíu árum. Atllee þakkar flugmönnum. — Attlee forsætisráðherra var nýlega í Berlín iil að kynna sér flugflutninyaana og kom þá á Gatowflugvöllinn og fékk tækifæri til að lieilsa amerísku flug- mönnunum á „loftbrúnni". Til hægri á myndinni sést stjórnandi flugvallarins, B. C. Yarde kapteinn. Til hægri: Til vinstri: Dick Button heimsmeistari í listlilaupi á skautum frá í fyrra, 'sést hér vera að æfa sig undir meistaramútið í ár, sem haldið var í París. Fyrsti sendiherra ísraels í Bret- landi, dr. Mordechai Eliash, er kominn iil London til að taka við embætti sinu. Ilér sést Joseph Linton, fyrv. aðalritari Jewish Agency, vera að taka á móti honum á flugvellinum. Bak við dr. Eliash sést sonur hans, sem er við nám í Oxford. Vorið er komið! — Vorið er komið í Frakklandi og á Champs Elysées eru börnin farin að aka í geithafursvögnunum sín.un, eins og Þór gerði forðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.