Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 10.06.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Ilvað gerir hann þegar hann kemur aftur? Hann spyr sjálfan sig livað liann geti gert. Hann liafi spillt öllu málinu. Waclnnuller, eini máðurinn sem gat gefið lionum upp- lýsingar var dauður. En Sallust er ekki af baki dotlinn. Hann vill reyna aftur. Félagi Archer muni eflaust liafa samband við þýsku marxistana. Hann afræður að leila Archer uppi og annaðhvort fleka hann eða þvinga til þess að gefa sér fleiri nöfn, svo að hann geti haldið áfra mstarfinu. Gregorv horfði i gaupnir sér. Það var l'róðlegt að lilusta á rökfærslur Graubers. En hann fór að nálgast sannleikann meira en liollt var og Gregory var hræddur um að niðurstaðan gæti orðið slæm fyrir bæði hann og Archer. Grauber bélt áfram að ganga um gólf og hélt áfram skrælcróma: — Hugsum okk- ur snöggvast að við séum í Archers spor- um. Hann neitar að gefa herra Sallust upp- lýsingar vegna þess að hann sé andstæð- ingur ensku stjórnarinnar og hræddur um að skaða vini sína í Þýskalandi. En loks nevðist félagi Areher lil að segja nöfn á nokkrum af þessum vinum sínum þvi að Sallust hótar að birta myndina. Síðan iðr- ast Archer eftir allt saman og afræður að drepa Sallusl. Svona býst ég við að það hafi verið. Fræðilega er ha^gl að verja þetta, sagði Gregory, en eigi að síður er það rangt. Eg reyndi að neyða Archer, en liann neitaði að segja mér nokkurn hlul og sagð- ist ekkert b.afa að segja. Grauher liristi höfuðið. — Eg trúi ])vi ekki. Annars er það aukaatriði. Annað hvort ætlaði Archer að dre])a yður vegna ])ess að hann liafði sagt of mikið eða lil að afstýra þvi að þér birtuð myndina, — mig gildir einu Iivor ástæðan var. En eitt er mér Ijóst. Það kostar tíma, fyrirhöfn og peninga að biia lil svona myndir. Ef þær eru ekki því betur gerðar er hægt að sjá að þær eru falsaðar. Ef þér hefðuð ekki átt von á að liafa eitthvað upp úr Ar- cher liefðuð þér ekki lagt alla þessa fyrir- Iiöfn á yður. En þér gerðuð þetla af því að þér vissuð eitthvað úr aniiarri átt, og vilduð fá liann lil að staðfesta þetta og gefa yður fleiri upplýsingar um leið. Mig gildir það einu, nú orðið, livort hann sagði yður nokkuð eða ekki. En ég þykist vita að Archer hafi vilneskju um ýmislegt, sem þér teljið yður bráðnauðsyn- legt að fræðast um. Eg' er svo heppinn að ég þarf ekki að búa til falsaðar ljósmynd- ir. Hvers vegna á ég að evðileggja þennan góða vindil á augunum á yður, lierra Sal- lust, þegar augu félaga Archers eru svona nærri ? -— Svín! sagði Gregory. — Þér eruð vanþalddátur, herra Sallust. Yegna þess hve rökvís ég er þarf ég ekki að eyða tímanum í yður, þegar ég veit að ég get fengið upplýsingarnar lijá Archer. Þegar öllu er á botninn hvolft er þcið á- stæðan til þess að þér fáið að lialda sjón- inni — að minnsta kosti um stund. — Hvað eigið þér við með því? — Góði vinur, gerið yður ekki heimskari en þér eruð. Haldið þér að ég liafi hugsað mér að sleppa yður aftur úr því að ég náði í yður á annað borð? Það er víst og satl að þéi- gerðuð marga flónskuna þegar þér voruð í Þýskalandi, en ])rátt fyrir ])að drápuð þér marga af undirmönnum mín- um. Ef ég sleppti yður þá væruð þér svo villaus að fara til Þýskalands aftur og drepa enn fleiri en áður, en þér verðið drep- inn sjálfur. Auk þess vil ég ekki að hinn ágæli gestgjafi minn, sem hjálpar mér svo vel liér í London, hafi óþægindi af yður. — Og haldið þér að yður eigi að notast af öllu því sem ég liefi sagt yður? Nei, nei. Einu hlunnindin við þatta hús míns góða vinar Rosenbaums, eru þau, að hér er ágæt efnarannsóknastofa. Þar er sýruker, mjög nytsamlegt fyrir vísindamenn en líka not- hæft til að láta menn liverfa fyrir fullt og allt. Þegar ég er búinn með yður og félaga Archer lokar sýrubaðið vörum ykkar fyrir fullt og allt. Nú vil ég vera einn meðan ég reyni að ganga úr skugga um hve langar kvalir menn þola uns þeir guggna. Rosen- baurn, ég vona að þér hafið góðan miðdeg- isverð handa mér. Karl, farið með hr. Sal- lust á rannsóknastofuna. Karl gekk að stólnum, tók í jakkakraga Gregorys og dró hann á fætur. Svo tók liann upp skammbyssu og benti fangan- um á lágar dvr undir svölunum. Gregory varð litið á Archer. Andlit lians var fölt og' svitinn sprakk fram á enninu. — Þetta hryggir mig mjög, Archer, sagði lumn. Eg finn ekki lil neins haturs í yðar garð, þó að þér ætluðuð að drepa mig. Eg vildi óska að ég gæti hjálpað yður. ■— Þökk fyrir, tautaði Archer. Þetta er ekki yður að kenna. Þér hafið bara reynt að reka erindi, sem yður var falið. Þeir — þeir geta ekki drepið mig nema einu sinui. Gregory leit við á Geslapoforingjann. Og livað vður snertir ])á kemur einhvern tima að yður. Verið viss um það. Fiihrer yðar liefir gapað um of. Þýskaland getur ekki eyðilagt breska samveldið, og fyrr eða síðar — það getur orðið eftir eilt ár en kannske fimm — sligast Þýskaland. Þeg- ar það verður mun þýska þjóðin flá yður og yðar nóta lifandi. Munið það. Grauber hrosti góðlátlega lil hans. — Eg er hræddui um að þér hafið vanrækt að afla yður þekkingar á Jiriðja ríkinu, hr. Sallusl. Það er byggt upp af æskulýðsfé- lögunum og með því að kynbæta þýsku þjóðina. Við höfum unnið lengi að þvi að leggja grundvöllinn að því Þýskalandi sem verður drottnandi í Evrópu og þá um leið í heiminum i næstu þúsund ár. En þér verðið að deyja af því að þér liafið gerst svo heimskur að reyna að spyrna á móti þessu gróandi stórveldi. Hugsið þér vður að þér séuð skordýr, herra Sallust, skor- dýr, sem álpast í veginn fyrir valtara. Og ef þér viljið nú gera svo vel að fara með Karli, þá kem ég á eftir þegar ég hcfi af- greitt félaga Archer og horfi á yður taka siðasta haðið yðar. Honum var nauðugur einn kostur. Gre- gory gekk út að dyrunum og þjónninn á eftir. Hann hafði vonað að þeir vrðu að ganga gegnum garðinn lil þess að komast i rann- sóknastofuna. Þá væri möguleiki á að flýja út í mvrkrið. En honum brásl sú von. Þeir gengu langan gang. Neðstu dyrn- ar í þcim gangi lágu inn í rannsóknastof- una. Karl lirinti honum inn í klefa, þar sem engin liúsgögn voru fyrir og enginn glnggi, og skipaði honum að setjast á gólfið. — Heyrið þér, sagði Gregory og var mik- ið niðri fyi'ir. Ef þér haldið áfram þessum leik þá megið þér reiða yður á að þér verð- ið tekinn fyrr eða síðar. Og' þá er úti um yður. Þér verðið skotinn. Eg get bjargað vður undan þeim örlögum og ábyrgst yð- ur að ekkert hendi yður, ef þér stingið skammbyssunni í vasann og hleypið mér út. — Sparið þér andardráttinn, sagði Ivarl hyrstur. Ilaldið þér að mig langi að Graub- er prófi vindilinn sinn á mér? — Þér getið komið með mér. Eftir tíu mínútur erum við hjá lögreglunni og þá er það Grauber sem verður skotinn en ekki þér. ■— Sagði ég yður eklci að þér skylduð spara andardráttinn. Setjist þér, annars spýti ég úr skammbyssunni i andlitið á yður. -— Enga flónsku, sagði Gregory. Eg á- byrgist að þér skuluð fá lögregluvernd. Og ég skal borga yður þúsund sterlingspund í bætur fyri rstöðumissinn. Karl svaraði með því að berja liann hylm- ingshögg fyrir bringspalirnar. Og' svo brá liann á liann Iiælkrók svo að liann ilatt aft- ur yfir sig og hnakkinn skall á steingólfið. Hann engdist sundur og saman eftir Iiöggið og af kvölunum i hnakkanum, en Karl stakk skammbyssunni i vasann, tók snæri og batl hann á fótunum. Svo brá liann snærisendanum undir bandið sem var um liendurnar á Gregory og' herti á, svo Gregory gat ekki lireyft legg eða lið. Karl slökkti ljósið, læsti dyrunum og fór út. Þegar Gregory lieyrði að hann sneri lyklinum i lásnum vissi liann að nú var öll von liti. Hann fór að íhuga livort Grauber mundi verða svo miskunnsamur að drepa hann áður en liann lienti honum i sýru- kerið. XX. kap. Þögla húsið. Gregory reyndi að hugsa ráð sitt þarna sem liann lá. Karl hafði verið siðasta von- in. Vitanlega gat hugsast að lögreglan yrði einhvers vísari. Gagnnjósnir Breta voru vel skipulagðar. Flestir þýsku leynisendlarnir sem störfuðu í Englandi voru teknir eftir einn eða tvo daga og alltaf voru einhverj- ir að finnasl. Alltaf verið að þrengja að þeim. Með hverjum degi varð njósnurun- um erfiðara að starfa og að fela sig. Hver veit nema lögreglan væri á leiðinni að liúsi Jacobs Rosenbaums í Hampstead? Grauh- er var vafalaust duglegur maður, og liann' lalaði prýðilega ensku, en liann bar það utan á sér að hann vár Þjóðverji. Hveil veit nema fólk i nágrenninu hefði séð liann á vakki kringum þetta hús og látið lögregl- una vita. Fólk var afarnæmt fyrir öllu grun samlegu sem það sá. Þjónninn, Karl, gat líka hafa vakið grun. En líkurnar til þess að lögreglan kæmi næsta hálftimann voru samt jafn litlar og og möguleikinn á því að Hitler vrði mýrtur á sama tíma. Gre- gory varð að játa að vonirnar voru veikar. Hann varð að gera ráð fvrir að ævi lians væri á enda.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.