Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.08.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Sitt aí hverju um salt lauk. Parísarblöðin fluttu mjög góða dóma daginn eftir —öll nema „Figaro“. í stað venju- legs listdóms skrifaði ritstjórinn, Calmette (sem síðar var skot- inn af franskri ráðherrafrú, en það er þessu máli óviðkoma- andi) langan leiðara, og tætti í sundur balleít Nijinskys. „Þeir sem tala um list og ljóðrænu í sambandi við þessa sýningu,“ skrifaði Calmette, „hafa okkur fvrir fífl. Við liöfum séð óstýri- látan skógarpúka með viðbjóðs- legar hreyfingar og slyttislega og sóðalega tilburði. Það er allt og sumt.“ Greinin vakti mikla athygli og það fór að kvis- ast að sýningin mundi verða bönnuð. Daginn eftir sprakk ný bomba. í „Le matin“ hafði Rodin skrifað grein gegn Cal- mette, og stóð liún í leiðaradálk- um blaðsins. Hún endaði með þessum línum: „Þega tjaldið er dregið upp og Nijinsky liggur endalangur, með annan fótinn dreginn að sér og flautuna við varirnar, cr liann eins og högg- mynd til að sjá, og ekkert get- ur hrært sál okkar dýpra en að sjá þegar hann fleygir sér til jarðar að lokum og kyssir gömlu slæðuna. Það væri gott að vita til ])ess, að liver sá listamaður, sem elskar list sína af hrein- skilni, fengi tækifæri til að sjá þessa fullkomnu líkaihningu hinnar forngrisku fegurðarhug- sjónar.“ Nþ skrifaði Calmette nýja grein sem vakti fellibyl af mót- inælum. Allir aðdáendur Rodins tóku málstað lians og nú var safnað áskriftum undir þakk- arávarp lil Nijinskys. Meðal undirskriftanna inátti sjá ýms frægustu nöfn i list-, bók- mennta- og stjórnmálalieimi Frakka — Jules Lemaitre, Ana- lole France, Clemenceau, Paul Doumer, Poincaré, Briand og mörg fleiri. Og rifrildið liélt á- fram. Þess var krafist að stjórn- in skipaði nefnd lil þess að rannsaka málið og gera álit um ])að, og studdu bæði Frakklands forseti og forsætisráðherra þá kröfu, en aldrei komst hún þó fram. En nú var farið að deila um „Skógarguðinn" i öðrum löndum líka, og birlust greinar með og móti í böðunum i Lnd- on, Berlín, Wien og meira að segja i New York. Gekk á þessu Nijinskv-stríði i margar vikur. En siðan fékk Nijinsky jafnan óskorað lof fvrir ballettsmíðar sínar hvar sem þær komu fram í heiminum. Hann sýndi sig í Róm, Ber- lín, Wien, Madrid og fleiri stór- borgum og einu sinni kom hann til Budapest. Meðal áhorfenda þar var ung ungversk stúlka, Romola Markus, dóttir frægrar leikkonu. Sýningin hafði svo mikil áhrif á hana að hún breytti alveg lífsferli hennar. „Þegar Nijinsky stóð á leiksvið- inu,“ segir hún i bók þeirri um Nijinsky sem hún skrifaði síðar, „skildu allir sem sáu hann að þarna stóðu þeir andspænis snillingnum. Kraftar og fiður- létt fimi, óskiljanleg hæfni í að hoppa út af sviðinu í einu stökki og sýnast hanga í loftinu þvert ofan í allar greinar þyngd- arlögmálsins, síga niður hægar en hann hoppaði upp — leik- andi, nærri því skeytingarlaust örvggi í meðferðinni á því allra vandasamasta það er sjálf sál dansins, sem var opinberuð okkur. Sumir áhorfendur gleymdu öllu, spruttu upp úr sætunum, lirópuðu, grétu, hlóðu blómum, hönskum, blævængj- um og leikskrám i hauga á leik- sviðið. Upp frá þessari stundu var það mín heitasta ósk að fá að kynnast Nijinsky og rússn- eska ballettinum til hlítar.“ Og Romola litla linnti ekki látum fyrr en hún komst í rúss- neska dansflokkinn. „Og upp- frá ])ví augnabliki,“ skrifar hún, „var líf mitt helgað þessari list og Nijinsky •— fortíð hans og nútið, persónuleik og' snilld.“ Romola Markus giftist Nijinsky og' var með honum í sigurför hans um veröldina þangað til ógæfan dundi yfir og' liann varð aumingi. „Sál lians myrkvað- ist og bann faldi sig fyrir heim- inum,“ skrifaði hún. Það var eftir að slitnað hafði upp úr samvinnu lians og Diag- hileff að honum fór að hraka. Æskuvinur hans, Anatole Bour- man hefir í bókinni „Harmsaga Nijinskvs“ lýst hinum frábæra dansara sem einþykkum, sér- vitrum og andlega seinþroska unglingi, sem allt i einu hófst til mestu frægðar og sem sligað- ist er hann ætlaði að losna und- an áhrifum Diaghileff og gera- ast ballettstjóri og dansstjóri upp á eigin spýtur. Fyrstu veil- urnar í heilsufari bans komu i ljós eftir að hann var skilinn við Diaghileff og fór sýningar- ferð til Ameríku og varð fy-rir áhrifum tveggja rússneskra dansara, sem höfðu gert Tol- stoy að guði sinum. Nú langaði Nijinsky alll :í einu að fara til Rússlands og gerast óbrotinn bóndi þar. Hann varð veiklaðri á taugunum með hverjum deg- inum og tortryggnari og tók að þjást af ofsóknarbrjálsemi. Hann fann að hann gat ekki án Diaghileffs verið, og varð vand- setinn og uppstökkur. Hann var gerbilaður á sálinni er hann veturinn 1918 leitaði hælis á Á Spáni er saltfjall, nálægt Car- dona i Cataloníu. Það er um 4% kílómetra unimáls og 130—109 metra hátt og er einn samfelldur saltkett- ur. Fólkið þarna í nágronninu bjó til ýmiss konar leikföng, skálar, kertastjaka og því um líkt úr saltinu. Svipuð en þó minni saltfjöll eru víða í heiminum. •— í Etiopíu er saltslétta, svo stór að maður er fjóra daga að ganga kringum hana. í lierferðinni i Indlandi notuðu innfæddir íbúar þrjá daga til að hyggja enska setuliðskirkju á hæsta slaðnum á veginum milli Imphal og Kohima. Þegar þeir voru spurðir um hve mikið þeir vildu hafa í kaup, fóru þeir fram á eitt kg. af salti á mann. í Rússlandi hinu forna og enda viðar í Evrópu var það til siðs að þegar einhver gisti á lieimili i fyrsta sinn átti hann að hafa með sér salt og brauð. — Víða í Englandi, sér- staklega í Leicestershire, og líka í Skotlandi og írlandi, var alvanalegt að setja disk með salti á hrjóstið á framliðnum mönnum. Saltið var tal- ið tákn eilifðar og ódauðleika vegna þess að það rotnar ekki sem saltað er. Það var fullyrt að djöflinum væri meinilla við salt. Seltan í sjónum fer smávaxandi. Vatn, sem inniheldur salt, rennur að staðaldri i sjóinn. Vatnið í sjón- um gufar upp en saltið lítið sem ekki. En þó er líklegt að nokkur milljón ár þurfi að liða til þess að munurinn verði verulegur frá því sem nú er. ’ Á jörðinni er nægilcga mikið af salti til þess að ])ekja allt yfirhorð hennar 130 metra þykku lagi. •— Seltan i Saltvatni í Ut'ah i Randa- rikjunum, er um sex sinnum meiri en í sjónum. Þar er vatnið svo salt að engin skepna getur lifað þar, og vatnið frýs aldrei. Rómverskir hermenn fengu nokk- urn hluta af mála sínum greiddan i salti, og frá þessum sið er komið orðið „salær“ í alþjóðamálum (salt heitir sal á latinu). Rómverjar töldu ógæfumerki að fleygja salti. Þessi hjátrú, sem er algeng enn í dag, stafar frá því, að það var talið treysta vináttu tveggja manna að þeir ætu salt saman, en ef annar hvor fleygði salti þá rufust þau bönd. — Dauðarefsing gat legið við því hjá Rómvcrjum að selja óvinum ríkisins salt. afskekktum staö i St. Moritz til þess að reyna að ná sér. Meðan liann dvaldist þar byrjaði liann að teikna, og þar skrifaði hann líka dagbækur, sem fyrir nokkr- um árum fundust í kofforti á lofti einu í Sviss og komu þá út á ensku undir nafninu „The Diary of Nijinsky". Þetta er merkileg bók. Allar teikningar ltans bvggjast á liringum og sýna undraverða fimi í því að teikna sláandi líkar mannamyndir með eintómum sviðlínum. Af dag- bókunum má í’áða, að trúmála- griliur hafi orðið til þess að flýta f^æir geðveiki Nijinsks. En hvað eftir annað lætur hann í „Étlu minna salt, þá sefurðu het- ur!“ Þetta er slagorð i U.S.A. en þar liefir komið á daginn að hægt var að lækna sVefnleysi með þvi að takmarka saltneyslu sjúklingsins. Dr. Michael M. Miller hefir gert athug- anir á þessu. Hann lét sjúklinga sina aðeins fá 0.05 gr. af salti á dag og stannað að af þeim 20 sjúklingum, sem hann gerði tilraun- ir á voru aðeins þrir, sem ráðið dugði ekki við, en þeir höfðu allir notað svefnlyf lengi. Miller segir að saltið auki viðkvæmni ýmissa taugavefa. En þegar saltneýslan er takmörkuð safnast kali í taugavef- ina og það er róandi. Vesuvíus og sum önnur eldfjöll spúa salti þegar þau gjósa. Saltið kemur mjög við átrúnað ýmissa frumþjóða. Víða er það lög- mál að fólk megi alls ekki éta salt. Þegar Pima-Indíáni hefir drepið Apasje-Indíána verður liann að gegn- umganga hreinsun og má þvi alls ekki bragða salt meðan á henni stendur. Nicaragua-Indíánar bragða ekki salt frá því að þeir sá maís- akrana og þangað til' uppskeran er gengin uin garð. í Indlandi mega eldprestar bramínanna ekki éta salt og egypskir prestar smökkuðu held- ur aldrei salt. Hjá Tonga-kynkvísl- inni í Suður-Afríku cru eyrun á strákum á gelgjuskeiði götuð, og mega þeir ekki smakka salt um tima á eftir. Og telpurnar mega ekki éta salt meðan verið er að fullgera hör- undsfliirið á þeim. 1 „Kennslubók i góðum siðum“, sem gefin var út 1577, gefur höf- undurinn ýmsar heilbrigðisreglúr: „Stingið ekki ketbitanum ofan i saltskálina, en lakið saltið með hnífs oddinum.“ Saltskeiðar voru ekki komnar i tísku þá. — í ýmsum löndum Ameríku má viða sjá djúpar skorur i hamra- hliðunum. Þær eru gerðar af dýr- um, sem sleikt hafa salt. Vísundarn- ir i Ameríku voru vanir að leggja i flakk á vissum tímum árs til þess að leita sér að salti. Plinius gamli, sem var mikill nátt- úruspekingur, sagði að sólin og salt- ið væri það dýrmætasta i veröld- inni. — Eðlisfræðingurinn Fahren- hei’t komst að raun um að mesta frostið sem liann gat framleitt fékk hann með þvi að blanda saman klakamulningi og salti. Frh. á bls. U. ljós að það sé óhæfa að liugsa. Maður eigi aðeins að finna. Sá seni hugsar lærir aldrei að þekkja bvorki guð né lifið, seg- ir liann. Þegar Nijinsky inissti síðustu vitglóruna 1919 vakti það hryggð hjá öllum aðdáenduin hans i Evrópu og Ameríku. En eftir að liafa dvalist í andlegu myrkri í nær þrjátiu ár virðisl vera farið að rofa til i sál bans aft- ur. En dansarann Nijinsky fær veröldin samt aldrei að sjá aft- ur, því að lipurð og líkamsfimi æskunnar getur hann aldrei fengið. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.