Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1949, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.09.1949, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Sigurður Kristjánsson fyrrverandi bóksali og bókaútgefandi 95 ára Þórunn Jóhannsdóttir komin til landsins. Þórunn litla Jóhannsdóttir er komin til landsins og mun halda tón- lcika hér i Reykjavík i þessari viku. Þórunni er óþarfi að kynna fyrir lesendum. Þeir vita allir deili á litla pianósnillingnum. Hún er nú 10 ára gömul og liefir dvalist við nám viS Royal Academy of Music í vetur. Stœrsti og fullkomnasti sjúkrabíll, sem til landsins hefir komið, var ný- iega tekinn i notkun í Vestmanna- eyjum. Rauðakrossdeildin þar hafði um alllangan tíma safnað fé til kaupa á hentugri sjúkrabifreið, en á staðn- um var engin bifreið áður, er gæti annast slíka flutninga. Bifreiðin er keypt frá Morris- verksmiðjunum i Englandi fyrir milligöngu umboðsmanns verksmiðj- unnar á íslandi, Egils Vilhjálms- ar í Reykjavik. Að aftan eru vængjahurðir, sem opnast út, þannig að greiðlega geng- ur að koma sjúkling, sem borinn er i börum, inn í bílinn. Eru sjúkrabör- urnar sérstaklega útbúnar og renna þær inn í bílinn í þar til gerðum rennum. Annars vegar í bílnum er sæti fyrir 5 manns, sem má breyta þannig, að sjúkrabörum er þar fyrir komið á svipaðan hátt og liinu meg- in, svo sem áður er lýst. Auk þess eru svo tvö sæti fyrir aðstoðarmenn cða þá sem fylgja vilja sjúklingun- um sitt hvoru megin fremst í sjúkra- klefanum. ÖU. gler i bifreiðinni eru öryggis- gler. Sérstök teg. af slíku gleri er notuð i sjúkraklefa. Kallasl ])að „Purdah“ og er ekki hægt að sjá inn um gierið, aðeins út. Fullkomin loft- ræsting er undir lofti, ennfremur er þar fyrir komið 4 stórum ijós- Jóhannes Morhússon flugmaour hjá Loftleiðum, liefir nú fengið réttindi til að stjórna „Sky- mastervélum. Hann er þriðji elsti flug- maður Loftleiða, og nýtur mikils trausts i hvivetna. Jóhannes er 24 ára gamall. kúlum, sem gefa mjög góða birtu í vagninn. Bifreiðarstjóri og aðstoð- armaður eru út af fyrir sig og er þar mjög smekklega frá öllu gengið. Að innan er bifreiðin klædd fægð- um krossvið og er loftið hvitt. Sérstakur fjaðraumbúnaður er und ir bifreiðinni, svo að hún heldur sér réttri á ósléttu. Kristinn Steinar Jónsson, Laufásvegi 50, verður 60 ára þann 23. september. Hann er ætið. nefndur Kristinn hjá Eimskip, og gæti hann frá mörgu sagt eftir 30 ára starf við Eimskipafélag Föstudaginn 23. september verður Sigurður Kristjánsson, fyrrv. bóksali og bókaútgefandi, 95 ára gamall. Sigurður er þjóðkunnur maður fyrir brautryðjandastarf sitt við íslenska bókaútgáfu, og hin merka útgáfa hans á íslendingasögum mun varðveita nafn hans á ókomnum árum.. Fæddur er Sigurður að Skiphyl í Mýrasýslu, en fluttist sex ára gamall í fóstur til ömmusystur sinnar, er bjó að Ölvis- krossi í Hnappadal, því að föður sinn hafði hann þá misst. Tvítugur að aldri lagði Sigurður leið sína til Reykjavikur, óráðinn í, hvaða starfi hann mundi halla sér að. Um þetta leyti stóðu vesturfarir á hátindi, en ekki lagði Sigurður í þá för, þótt það hafi hvarflað að honum. Hann hóf prentnám hjá Einari Þórðarsyni og fékk sveinsbréf sitt á krossmessu- dag 1879. Gerðist hann svo prentari í ísafoldarprentsmiðju hjá Sigmundi Guðmundssyni, sem hafði byggt stein- lnisið nr. 3 við Bankastræti og flutt prentsmiðjuna þangað. Nokkru síðar keypti liann húsið af Sigmundi og hóf bókaútgáfu, er hann hafði fengið út- gáfurétt að ýmsum bókum eftir frá- fall Egils bókbindara.'Sömuleiðis tók Sigurður við bókaverslun, sem Sig- mundur hafði rekið i sama húsi og er luin enn starfandi undir nafni Sigurð- ar Kristjánssonar. Árið 1928 seldi Sig- urður Herbert heitnum Sigmundssyni (Guðmundssonar) húsið við Banka- str. nr. 3. Veitir Haukur Herbertsson bókaversluninni nú forstöðu og hefir lialdið áfram útgáfu íslendingasagna, síðan Sigurður tók sér hvíld frá störf- um. ísafoldarprentsmiðja þokaði úr húsinu við Bankastræti, þegar Lands- bankinn fékk þar inni 3 fyrstu árin sem hann starfaði. Nú er prentsmiðja aftur komin i húsið. Það er sem kunn- ugt er Herbertsprent, og átti það fyrir- tæki 20 ára afmæli hinn 14. þ. m. Fyrsta bókin, sem Sigurður gaf út, var Péturspostilla, og var henni mjög Tslands, en hann er ekkert gefinn fyr- ir að segja margt, og er það skaði að mörgu leyti, því að hann hefir lifað bæði hart og blitt með þjóðinni. — Fæddur er hann í Konráðshúsi, nú Vesturgötu 45, og er þvi gamall vest- urbæingur. Allt sitt lán i lífinu telur hann vera í því fólgið, að hann komst á hið ágæta heimili, Skálholt í Biskups tungum, 1900—1905, til húsfreyju Hall- beru Jónsdóttur og Jóns Bergssonar, sem áður bjuggu að Hólmum í Land- eyjum. Þar var unnið vel, en um leið hugsað vel um fólkið, sein vinnuna vann. í þá daga var ekki allt i niður- níðslu í Skálholti. Þá minnist hann hinna ágætu hjóna, sem bjuggu á vesturhluta Skálholts, hinnar hýru og hjartagóðu Sigríðár Sigurðardóttur frá Kópsvatni í Hreppum og hins á- gæta læknis, Skúla Árnasonar. Allt þetta fólk gerði garðinn frægan, og hefir Kristinn óskað þess, að sem flest heimili mættu líkjast heimilunum í Skálholti á þeim dögum. X. vel tekið. Síðar hófst Sigurður handa um útgáfu á íslendingasögum, sem landsmönnum voru þá lítt kunnar, enda voru þær vart til í bókarformi, síst við almannahæfi. íslendingabók og Landnáma komu út árið 1891, og siðar hinar sögurnar, alls 38. íslcnd- ingabók og Landnáma voru 250 bls. og kostuðu 85 aura, eða 5 aura örkin. Upplagið var 4000. Og það mun síst ofmælt, þótt sagt sé, að með frábær- um dugnaði og elju hafi Sigurði tek- Sigurður Kristjánsson. ist að gera þessar gullaldarbókmenntir íslendinga að almenningseign. Þess munu margir minnugir á 95 ára af- mæli þessa merka manns og þakka honum í hjarta sínu lífstarf hans. Bókaverslun Sigurðar Kristjánsson- ar lætur enn stöðugt endurskoða og endurprenta íslendingasögurnar, jafn- óðum og þær þrýtur á markaðnum, enda er mikil sala á þeim. Benedikt Sveinsson, fyrrv. Alþingisforseti, hefir séð um nýjar, endurskoðaðar útgáfur á sex íslendingasögum á þessu ári. Þær eru: Bjarnar saga Hitdælakappa, Reykdæla saga, Vápnfirðinga saga, Finnboga saga, Fljótsdæla saga ok Droplaugarsona saga (kort af Fljóts- dælahéraði fylgir, en svo var ekki í fyrri útgáfum), og Kormáks saga, sem nú fylgja ýtarlegri vísnaskýringar cn áður. — Sveinn Bergsveinsson, dr. phil., hefir nýlega lokið við að endur- skoða nýja útgáfu af Egils sögu Skalla- Grímssonar, sem kemur út i næsta mánuði. Fylgja útgáfunni þau nýmæli, að ágætar orðskýringar eru á texta sögunnar, svo að bæði verður bókin aðgengilegri og skemmtilegri aflestrar. Einnig fylgir kort, prentað i tveim lit- um. Sömuleiðis vísnaskýringar, nafna- skrá og fræðandi formáli, eins og fylgir liinum sögunum. — Þá er von á fleiri sögum endurskoðuniun og end- urprentuðum á næstunni. Verð á bók- unum er lágt, eins og jafnan hefir ver- ið. — Eins og kunnugt er liefir Bóka- versun Sigurðar Kristjánssonar á boð- stólum íslendingasögurnar allar ásamt Snorra Eddu, Sæmundar Eddu og Sturlunga sögu, allar i fallegu og vönd- uðu skinnbandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.