Fálkinn


Fálkinn - 30.09.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.09.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 „Adíu, töfrandi ungfrú!“ sagði hann og fór til dyra. Þeg- ar hann var kominn að hurð- inni og ætlaði aS fara að opna, sendi hann mér koss á fingr- inum. Yitanlega var þetta eins og skuggamynd. Hvað mundi Hans hugsa? Eftir nokkrar mínútur átti ég ekkert eftir nema að slökkva og fara. Á gangstéttinni við dyrnar stóð Hans Tenge. Hann lyfti hattinum, en virtist reiður. „Eg var að hugsa um að fara,“ sagði hann og röddin var köld og hörð. „ Hvers vegna gerðir þú það þá ekki?“ sagði ég. „Ekki var það ég sem bað þig að koma . . . .“ Hann fylgdist með mér út á götuna. „Nei, auðvitað ekki, þú munt hafa haft skemmtilegri félags- skap.“ „Yertu nú ekki með neina flónsku, Hans,“ sagði ég og það seig i mig. „Var það þetta, sem þér fannst svo áríðandi að segja mér?“ „Nei,' en ég hel'i misst löng- unina til að segja .... yfirleitt nokkurn skapaðan hlut.“ Eg hugsaði með mér hvort ég ætti að láta hann sigla sinn sjó. Hann liafði gert mér alveg nógu mikið illt. En svo minnt- ist ég þess að þetta var Malms sök, en livorki hans né mín . . Og í fimm ár hafði ég tregað og hatað hann á vixl .... Væri ekki hest að nota tækifærið til að greiða úr þeirri flækju? Líldega var einhver tilgangur hjá forsjóninni með þvi að láta okkur rekast svona á aftur? „Gerði ég rétt þá mundi ég segja þér að snauta burt. Ep maður eyðir ekki púðri á dauða rjúpu, segir máltækið,“ sagði ég. Eg hló biturt. Hans rétti úr sér. „Nú hvers vegna segirðu mér ekki að fara?“ spurði hann og stansaði. „Vegna þess að ég held að það sé ýmislegt okkar á milli, sem væri þess virði að við reyndum að greiða úr.“ „Jæja, svo þú lieldur það? Og það held ég líka .... en . .. .“ „Heyrðu, Hans, úr þvi að þér er svona létt um að skipta um skoðun, þá furðar mig ekki á að þú skyldir liverfa út í busk- ann, eftir allt það, sem þú hafð- ir hátiðlega lofað mér .... fyr- ir finnn árum. Eg ætti ekki að afsaka mig .... ætti að vera of stærilát til þess .... og svei mér ef ég veit hvers vegna ég er að því. En þessi viðbjóðslegi Malni forstjóri er góður vinur liús- bóndans. Hann simaði rétt á undan þér og bað um að mega koma og fá sér skyrtu. Hann ætlaði í leikhúsið.“ „Hann þurfti varla að senda þér koss á fingrinum þótt hann ætlaði í leikhúsið.“ „Gæti maður fengið fólk til að liaga sér eins og maður sjálf- ur kýs lielst, þá yrði veröldin himnaríki!“ sagði ég þreytulega. „En ég skil ekki að þetta komi þér neitt við .... Það er langt síðan þú fvrirgerðir öllum rétti „Já, fyrirgefðu mér, Inga! Þú hefir alveg rétt að mæla. En nú skulum við fara á einhvern stað, þar sem við getum talað saman í næði.“ Við gerðum það og fórum á veitingastað og borðunum sína brauðsneiðina hvort og drukk- um glas af öli. Og svo fengum við okkur kaffi á eftir. Það var ekki margt fólk í kaffibúsinu, og við höfðum gott næði. Og það var margt er bar á góma þegar við fórum að rifja upp gamlar endurminningar. En áður en lengra er haldið verð ég að segja frá því, að ég hafði verið hjá móður Hans, á heimili þeirra í meðalstórum hæ. Þar var allt eins og best varð á kosið — þangað til einn góðan veðurdag að einkasonur- inn kom heim, að afloknu prófi. Það var ætlunin að liann skyldi starfa um tíma hjá ættingja sínum, en fara síðan til útlanda til framhaldsnáms. Á þessu missiri urðum við ástfangin livort af öðru. Eg held að móður lians og systrum liafi ekki komið til hugar fyrst í stað að hann mundi fara að gefa mér auga, •— svo margar lag- legar og ríkar stúlkur voru boðnar þarna í liúsið lians vegna það skildi ég eftir á. Því að þá var ég svoddan barn. Einn daginn þegar ég hafði verið hjá tannlækni og kom heim, var Hans farinn í ferða- lag, og sagt að hann yrði burlu nokkra daga. Mér fannst dálítið skrítið að hann skyldi ekki minnast einu orði á þessa ferð við mig. Við höfðum þvert á móti talað um að fara í kvik- myndaliús um kvöldið. „Það hefir borið bráðan að með þessa ferð?“ sagði ég við aðra svstur hans. Hún hló og var svo íbyggin. „Það hefir vist verið afráðið í þrjú til fjögur ár.“ Eg hefi víst litið einfeldnis- lega út, því að hún hélt áfram: „Það er eins og þér haldið að ég sé að gera að gamni mínu? Skiljið þér ekki að þau hafa bara verið að bíða eftir því að hann tæki prófið?“ „Hvaða „þau“?“ spurðiég. Mér fannst ég hafa rétt til þess. „Anna-Lísa Elving og Hans — vitanlega: „Hvernig liggur i þessu, ung- frú Lund? Tókuð þér yður það svo nærri, þetta með hann bróð- ur minn? Hann hefir víst ekki sett neinar grillur í yður? Ann- ars gæti það verið líkt honum .... Hann hefir sett grillur í höfuðið á svo mörgum ungum stúlkum án þess að meina nokk- uð með því. Hann er svona gerður, þessi pamfíll .... ég segi það þótt hann sé bróðir minn.“ — —■ — ■— Það var eins og ég skildi ekki hvað hún sagði. Eg gat ekki .... vildi ekki trúa því. En hún var svo alúðleg og ég svodd an barn. „Eigið þér við,“ spurði ég loks ins, „að þetta liafi verið ákveð- ið milli Hans — ég meina Tenge verkfræðings og ungfrú Elv- ing í mörg ár?“ „Já, víst geri ég það, góða,“ svaraði hún og settist hjá mér til að hugga mig. „Ef mig hefði grunað að Hans liefði verið að dufla við yður líka þá hefði ég verið varkárari .... Veslingurinn! Þér eruð ekki sú fyrsta sem tárfellir út af honum.“ „Ó, livað á ég að gera •— -— hvað á ég að gera?“ kveinaði ég. Öll mín veröld var hrunin í rúst. Hann var burtu í tvo daga, og þann tímann sátu þær yfir mér, frúin og ungfrúrnar báðar, í þeim tilgangi að auka mér kjark, að því er þær sögðu. „Við viljum nauðugar missa yður, en við skiljum að það verður erfitt fyrir yður að verða hérna, eftir að Hans er kominn aftur, trúlofaður .....“ „Það skildi víst enginn betur en ég, og svo afréð ég að hverfa sem skjótast. Gömul frændkona hennar mömmu átti heima í höfuðstaðnum og ég afréð að fara til hennar. „Skrifið þér Hans nokkrar línur“, sagði önnur systranna. „Hann á það skilið.“ Allt þetta sagði ég Hans, þarna sem við sátum á kaffi- liúsinu. En það sem hann sagði mér var svo stórkostlegt, að fyrst í stað hélt ég að hann væri að skrökva. Hann hafði fyriv löngu fengið hoð frá Elving námueiganda á Munki um að koma þangað og rannsaka málmfund. Og svo liafði honum alveg óvænt boð- ist pláss i bifreið hjá kunningja sínum, sem ætlaði i sömu átt- ina, og þess vegna tekið boðinu. Þetta gerðist meðan ég var hjá tannlækninum. Hann hafði hrip að nokkrar línur og lagt bréfið á borðið uppi í herbergi mínu. En önnur systirin hafði rekið augun í það og ekki vílað fyrir sér að opna það, þvi að ég fékk það aldrei. Og svo liafði hún farið beint i móður sina og sagt henni frá, og svo höfðu þær allar þrjár komið sér saman um að segja þessa sögu, sem ég fékk. Ungfrú Tenge lék á mig með því að vera svona alúðleg og vorkunnsöm. Mér gat ekki komið til hugar að nokkur manneskja gæti verið svona vond. Þegar Hans kom aftur sögðu þær honum að ég hefði orðið að fara til frændkonu minnar, sein hefði orðið veik. „En við erum hálf vantrúað- ar á það, og er næst að halda að það sé fyrirsláttur. Hún er sennilega farin með unga mann- inum í vefnaðarvörubúðinni, sem hún var alltaf með áður en þú komst lieim. Því að hann er farinn úr bænum.“ „Skildi hún ekki eftir nein boð til mín?“ hafði liann spurt. „Nei, hvers vegna skyldi hún hafa gert það. Hún hað bara um að heilsa þér, eins og al- menn kurteisi heimtar.“ Veslings Hans! Hann gat vil- anlega ekki látið sér koma til hugar að lians eigið fólk gæti verið svona illgjarnt. Hann von- aði í lengstu lög að fá að heyra eitthvað frá mér. En þegar ekk- ert bréfið kom fór hann að Munki og var þar i nokkra mánuði áður en hann fór í ut- anförina.. „En hvernig fékkslu nasasjón af að þær höfðu sagt þér ósatt?“ „Það var dálitið sem hún jnóð ir min sagði áður en hún dó . . Ef þú hittir hana Ingu Lund,“ sagði hún, „þá heilsaðu henni frá mér. Við breyttum ekki rétt við hana.“ Meira gat hún ekki sagt, en ég skildi að þarna var eitthvað, sem hún vildi að ég fengi að vita. Þó að ég héldi •— þegar ég sá þennan burgeis beygja sig vfir búðarborðið •— Frh. á bls. Í4. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skriístoía: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Ópin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiO kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiOist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.