Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.11.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN IJR MJALU Ufí NJÁLU Formáli: í söguþáttununi, sem byrja i dag er sagt frá ýmsu af þvi. sehi gerist í Njálu. IJað er sjálfsagt meira en 700 ár siðan hún var skrifuð og þúsund ár síðan liún gerðist, en samt vona ég að þið hafið gaman af að lesa þetta ágrip og sjá myndirnar, þó að þær séu kannske ekki liárréttar allar saman, þvi að þær eru gerðar af útlend- ingi. Þegar þið verðið stærri lesið þið svo auðvitað alla söguna í heild, því að hún er miklu skemmtilegri en þessar smáglefsur, sem fylgja mvndunum. - LITLA SAGAN - Ágtet oísökuii Módai hefir verið óleyfilega lengi úli. Það kennir á daginn að koldimmt er í stiganum þegar liann kemur heim hilun á rafveitunni, svo hann getur ekki notað lyftuna. Hann verður að þreifa fyrir sér upp stigann. En í sama bili og hann er að Ijúka tipp ganghurðinni kemur ljósið. Hann tekur varlega af sér skóna. Ef luin Fjóla er vakandi núna þá verður ekki gotl að vera ég, hugsar hann. Hann lítur á klukkuna, hún er rúmlega 4. Hann titrar eins og eigin- menn einir geta titrað tindir slíkum kringumstæðum. Ef Fjóla litla er vakandi, eða ef hún vaknar — hvað á ég þá að segja — hverju á ég að Ijúga? spyr hann sjálfan sig. Eg þekki hana, Inin pínir mig til að segja sann- leikann. Hann opnar stofudyrnar eins og þjófur. Hún: (innan úr svefnherberginu): — Þú getur sparað þér táatrítlið, ég er vakandi. — Módal andvarpar. Hún: — Hvað á þetta að jjýða'? Klukkan er yfir 4. Hann: — Iig veit það, elskan mín, þess vegna vildi ég ekki vekja þig. Hún.; — Eg gleypi það nú ekki ó- tuggið — ég heyri á röddinni í þér að þú hefir mórauða sanivisku. — Komdu strax og Játtu mig sjá framan í |)ig. (Hann röltir inn til hennar, og finnst hann vera minni en hann eig- inlega er. Er alltaf að spyrja sjálfan sig): — Hvað á ég að hera fyrir mig? Skrattans vandræði að það skuli ekki vera til leiðarvísir sem heitir „1000 ráð handa eiginmönnum“. Hún: — Komdu hérna svo að ég geti séð þig. Hann: — Það er svo sem ekkert að sjá, Fjóla mín, ég hefi hara reykt pípu og drukkið bláberjasaft. Alexander Papagos hersliöfðinyi oy hæstráðandi yríska hersins hefir síðustu vikurnar unnið á í hinum eilífa hernaði geyn skæruliðunurn í tíramosfjöllum. Hún — Flýttu þér nú. Sestu hýrna á stólinn hjá mér. (Hann sest) — Eg gaf þér frest til klukkan 24. Horfou i augun á mér og segðu mér hvar þú hefir verið. Hann: — Góða, besta Fjó-hóla mín, þú veist sjálf að ég var hjá honum Ásmundi Tyrkis að spila briss.... Hún: — Já, en á eftir. Hann: — A eftir? Eg var hjá honiini Tyrkis á eftir .... Hún: — Þú lýgur. ég heimta að þú segir sannleikann. Hvenær fórstu frá Tyrkis? Hann: — Hvenær ég fór — ja, lát- um okkur nú sjá, það er ekki gott að segja, Fjóla. Eg set aldrei á mig tíma. Hún: — Þú hlýtur að geta sagt það svona hérum bil. Hann: — Nei, ég man það ekki . . svona hér mn bil. En þér er óhætt að trúa þvi. að ég hefi tandurhrein'a sam- visku. Hún: — Það er vist óhætt um það. Mér finnst það ljótt af þér að vera á þexsu göltri úti fram á morgun og láta mig vera eina i myrkrinu. Þú veist hvað ég er myrkfælin...... Hann: — Það biður þig enginn um að slökkva Ijósið.... Hún: — Það slokknaði hér i ölln húsinu rétt fyrir kl. 24, og straum- urinn kom ekki aftur fyrr en um leið og þú komst. Hann: — Bravó. Hún: — Segirðll hravó? Hann: — Já, en settu það ekki fyrir þig, mér datt hara dálítið í hug, Fjóla mín, skilurðu. — Þetta með lyftuna, sérðu. Hún: — lig vil ekki hlusta á þetta þvaður. Hvar varstu? Hann: — Nú ska) ég segja þér alla söguna. Eg verð að játa að ég hefi verið að erta þig, hara til að sjá livort þér þætti vænt uin mig, — sem betur fer þá þykir þér það, — annars inundu grunsemdirnar ekki ljóma svona út úr augunum á þér. Eg fór frá Tyrkis kl. 23.30..... Hún: — .... og hefir verið hálfan fiminta tima á leiðinni heim? Hann: — Eg yar merri því kominn heim klukkan 24, en jjegar straumur- inn fór var ég í lyftunni og hefi setið fastur i henni síðan, þangað til Ijósið kom aftur. Hippolyto Jesus Paz heitir þessi dáindismaður, sem nýleya er orðinn ulanríkisráðherra Ar- yéntínu. - = x — - 1. Fyrir tæpum þúsúnd árum bjó höfðingi á Hlíðarenda i Fljótshlið, sem hét Gunnar Hámundarson. Hann var mikill vexti, sterkur og vopnfimur. Hann hjó sverði og skaut spjóti jafnvel með vinstri hendi sem hægri, og svo ótt brá hann sverðinu að þrjú sýndust vera á lofti i einu. Alltaf hitti hann þegar hann skaut af boga. Hann var synd- ur sem selur og gat stokkið meira cn hæð sína í loft upp þó hann væri i öllum herkiæðunum, og langstökk gat hann stokkið aftur á bak. Hann var fríður maður og ljós á hörund, hláeygur og snareygur, rjóður i kinnuin og með mikið gult hár. Han var vinsæll og góðgjarn og trúr vinum sinum. 3. Nú fór Guiinar með Haligerði til búðar Höskuldar föður hennar á Þingvelli. Höskuldur og Hrútur hróðir lians tóku honum vel, en réðu honuni þó Irá að giftast henni, þvi að hún væri hefnigjörn og of- stopafull og lynti illa við fólk. Hún og illmcnnið Þjóstólfur fóstri henn- ar hefðu orðið tveimur mönnum að bana. Gunnar lét sér fátt um finn- ast, en vildi j>ó ekki hætta við gifl- ingaráform sitl og það var ákveð- ið að brúðkaupið skyldi haldið að Hlíðarenda. 2. Þaað har við einu sinni á Al- þingi, að Gunnar var að koma frá l.ögbergi. Þá mætti hann kvenna- hóp. Sú fyrsta heilsaði Gunnari en hann spurði hana heiti. Hún sagð ist heita Hallgerður og vera dóttir Höskuldar DalakoUssonar. Hallgerð- ur var skrautega búin og það Var Gunnar líka, enda var hann ný- kominn úr siglingu, og var i tigti- arklæðum, sem Haraldur Gormsson Danakonungur hafði gefið honum, en hún var í rauðri skikkju. — Þau töluðu lengi saman og Gunnar spurði hana hvort hún væri gift. Hún sagði það ekki vera og þá spurði Gunn- ar: „Hversu mundir ])ú svara ef ég bæði þín?" Hún svaraði að hon- um mundi ekki vera alvara um það, en ef svo væri þá skyldi hann tala við föður hennar. 4. Þegar Gunnar koin af þingi fór hann að Bergþórshvoli til að segja Njáli vini sínum tíðindin. Njáll varð hryggur er hann heyrði hvernig kmnið var. ,,Af henni mun stafa allt hið illa, er hún kemur austur hingað," sagði hann. Njáll var vitur maður og réttlátur. Kona hans hét Bergþóra. Hún var mesta sómakona, en ekki eins mild í skapi og Njáll var. Þau áttu þrjá syni: Skarphéð- nn. Grím og Helga. Framh. i næstu bluöi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.