Fálkinn


Fálkinn - 02.02.1951, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.02.1951, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 4. kap. „Og hvernig féll þér við Ronald Kirby?“ spurði Joyce þegar þau voru komin heim seint um nóttina." „Mér féll vel við liann.“ „Eg bjóst við því,“ sagði Joyce hliðlega. Hún spúrði einskis frekár. X. KAPÍTULI. .Morguninn eftir upplýsti Joyce systur sína betur um Ronald Kirby. Hún fór af- ar kæruleysislega yfir sögu, alveg eins og það hefði ekki nokkra þýðingu. „Eg þekki liann reyndar ekki vel. Hann er ekki úr okkar hópi. En mér geðjast vel að því, sem ég þekki til hans. Hann er einn þeirra fáu úr hópi þessara léttlyndu listamanna, er virðist vera reglulega stað- festulegur. Hann hefir aldrei gert sér titt um annarra manna eiginkonur, eða arfleitt aðra að unnustum sínum. Og sem lisla- maður, þá er hann efnilegur.“ „Eru listmálarar ekki greindir?" spurði Lina sakleysislega. „Auðvitað eru þeir það ekki. Flestir þeirra liafa ekki stærri lieila en músar- ungi. Það eina, sem þeir liafa sér til á- gætis, er þessi einkennilegi liæfileiki þeirra að geta fest myndir á léreft, og það er allt og sumt. Þeir eru leiðinlegastir allra skap- andi listamanna, Tónlistarmenn eru við- kunnanlegastir: þú heyrir aldrei verulega skapandi lónlistarmann tala um sjálfan sig. Og svo vi ðsnúum okkur að rithöfund- unum. Þeir neyða ekki verk sín niður um hálsinn á neinum: Þeir þurfa þess ekki með. Þeim að baki standa annars flokks rithöfundar, er liafa pínt, og pína stöðugt, verk sín inn á fólk. Og að síðustu koma málararnir langt fyrir neðan allar liellur.“ „Ú-hú!“ sagði Lina. „En Kirby er greindur. Honum gæti auðnast frægð og frami. Hann er nú þeg- ar tekinn að vekja ekki litla athygli fyrir andlitsmyndir sínar. Það er á því sviði, sem liann hefir auðvitað mestan áhuga. Svartlistarmyndirnar hans eru eingöngu hið daglega brauð.“ „Eg vissi ekki að liann fengist af alvöru við málaralist. Hann sagði mér ekki frá því.“ „Þvi bjóst ég einmitt við,“ sagði Jojæe. „Jæja, það gerir hann nú samt. Hann mál- ar ekkert annað en kvenmannsmyndir, og það raunverulegri en nokkur annar. Hann er í rauninni listrænn. Hann getur sýnt fyrirmyndir sínar sjálfum sér líkariá dálítilli léreftspjötlu en Cecil gæti lýst þeim i luttugu blaðsíðna kafla. Sígarettu?“ „Nei, þakka þér fyrir.“ „Æ, auðvitað ekki. Eg man aldrei eftir því, að þú reykir ekki.“ „En fær hann þá nokkrar til þess að sitja fyrjr?“ spurði Lina. Joyce hló. „Elsku besta, þú ert sannar- lega spaugileg. Þær sækjast eftir þvi.“ 2. kap. 1 Um það leyti, sem te var drukkið, hringdi Kirby til Linu og bauð henni út að borða með sér þá um kvöldið. Ilún liafnaði í fyrstu en þekktist svo boðið. „Hvar á ég að hitta þig?“ „Hvers konar staður fellur þér best?“ spurði Kirby. „Mér stendur alveg á sama.“ „Eigum við að koma á einlivern þokka- legan stað fullan af masandi kvenfólki?" „Eg segi þér alveg satt, mér stendur ná- kvæmlega sama. Hvar borðarðu venjulega?“ „Eg mundi helsl kjósa stað þar sem hægt væri að fá ærlegan steikarbita, fyrst að þú vilt láta mig ráða.“ „Eg vil láta þig ráða,“ svaraði Lina hlæjandi. „Jú, livaða steikarhótel eig- um við þá að heiinsækja?" Þau komu sér saman um að hittast á Monico klukkan sjö. Lina kom tíu minútum of seint. Kirby stökk upp úr stól sínum í forsaln- um. „Ilalló, ég var alveg að sannfærast um að það hefði verið ekið á þig á leið- inni.“ „Eg bið afsökunar,“ sagði Lina iðrunar- full. „Strætisvagninn minn var stöðvað- ur við hverja einustu hliðargötu, sem á vegi hans varð. „Ó-já,“ sagði Kirby. „Þú komst með strælisvagni?“ „Já.“ Lina tók eftir því að hann virtist verða ofurlítið hissa. Hún vissi hvers vegna, og roðnaði lítið eitt. 1 rödd hans hafði slegið fvrir sams konar hreim og í rödd Joyce jiegar hún hafði nefnt strætisvagn við liana. Joyce fór aldrei um i strætisvögn- um. Lina, er ekki var búin að venja sig á að nota leigubíla, gerði það alltaf. „Jæja, við skulum koma inn og fá okk- ur cocktail.“ sagði Kirby fyrirmannlega. Þau fóru inn í veitingasalinn. Lina var ekki viss um að hún hefði gott af að drekka nokkuð, með tilliti til næstlið- innar nætur. IJvað áleit Ronald aS væri hest fyrir hana? Ronald ráðlagði whisky og sóda. „Jæja, þú framúrskarandi viðkunnan- lega persóna,“ sagði hann og brosti fram- an í hana um leið og þjónninn hafði tekið við pöntuninni, „hvernig líður þér?“ „Eg var dálítið eftir mig í morgun, en ég er skárri núna,“ sagði Lina og brosti til hans aftur, ofurlítið feimnislega. Hún var dálítið óstyrk. Ronald Kirby, er klæddur var óaðfinnanlegum bláum fötum, gat vel verið jafn óaðfinnanlegur hvað lians innri mann snerti. En andrúms- loftið var ekki jafn óaðfinnanlegt. Lina átti erfitt með að trúa því, að hún hefði grátið í fangi þessa manns nóttina áður — og kysst jafn ákaft og hún hafði gert. Það hafði verið eðlileg yfirsjón, rifin út úr liversdagslegu samhengi hlutanna. Hvað hugsaði hann sér að gera? Hvað henni fannst hún 'vera of blátl áfram og sveita- lcg, og of þótafull. Ef hann væri lika of þóttafullur, þá myndi málsverður. þeirra reynast heldur endasleppur. Ronald á hinn bóginn fann hreint ekki til neinna slikra tilfinninga. Hann tók undir eins að ræða um samlcvæmið og fólkið, er liafð tekið þátt í því, um önnur samkvæmi, og_yfirleitt um allt annað heldur en Linu og hennar sakir. Eftir nokkrar mínútur varð Linu það ljóst, að hann myndi liafa rennt grun í sálarástand hennar, gert sér grein fyrir ásæðunum fyrir því, og liafði ásett sér að hafa ofan af fyrir henni. Hún brosti að honum, þakklát í huga. Hann var sannar- lega ákaflega skilningsgóð og nærgætin persóna. Háttvísi Ronalds og tveir whiskysjússar endurreistu trúnaðartraust hennar. Um líkt leyti og Lina stóð upp til þess að færa sig yfir í matsalinn, var hún orðin sannfærð um. að hún myndi njóta kvöldsins fjarska- lega vel. Þegar þau hcVfðu snætt ostrurnar og Ronald spurði Iiana hvað hún vildi á efir þeim, þá kaus Lina vöðvakjöt, mjög lítið steikt. „Eg er svo mikið svöng,“ sagði liún til skýringar. Ronald tók að gerast kátur. „Kvenmað- ur er kýs mjög lítið steikt vöðvakjöt i veitingahúsi þar sem henni býst foie de volcálle en brochette, hlýtur að vera ákaf- lega brjóstheil,“ sagði liann. Smátt og smátt rifjaðist kunningsskap- ur þeirra upp að nýju. Ronald minntist alls ekkert á Johnnie eins og til þess að sýna að hann kærði sig ekki um að færa sér í nyt neinar þær upplýsingar, sem Lina gæti nú séð eftir að hafa látið honum í té. Samtal þeirra gekk út á hin margvíslegustu umræðu- efni. Þau komust að raun um það, að þeim var sameiginlegt að hafa gaman af ferðalögum, René Clairs-kvikmyndum, og slcáldsögum herra P. G. Wodehouse. Ron- ald sagði henni frá morði, sem nýskeð hafði verið framið á ungri stúlku, er var fyrirmynd hjá listmálara nokkrum, og því, sem á bak við þann sorgaratburð lá, og Lina sagði honum frá því hvernig sjóða ætti litlar plómur í rauðvini. Hún reyndi að fá hann til að tala um vinrih síiia, en aðeins um það atriði var hann orðfár. „Eg umgengst fólk, sem er alltaf að gaspra um vinnu sína,“ sagði hann, „og ég vona að hinir góðu guðir gefi, að ég komi aldrei til með að líkjast því. Þetta er máske að tala eins og Farisei, en mín afstaðá er þó talsvert miklu þolan- legri fyrir vini mína.“ „En mér mundi alls ekki leiðast að heyra eitthvað um vinnu þína. Mig lang- ar þvert á móti til þess.“ „Þegar ég hefi kynnst þér betur, býst ég við að þú munir fá alveg nógu mikið að heyra um það,“ sannfærði Ronald hana. „Svo að þú ætlar að kynnast mér betur, er það?“ sagði Lina glettnislega. Samræðurnar tólA aðra stefnu. Það kom í ljós, að Ronald ætlaði sér að kynnast henni miklu betur. Það hafði liann ákveðið, jafnvel áður en þau fóru í felur kvöldið áður. Og nú .... „Jæja?“ sagði Lina ertnislega. „Núna,“ sagði Ronald vðstöðulaust, „veit ég að þú ert yndislegasti kvenmaðurinn, er ég hefi á ævi minni hitt.“ „Yitleysa!“ sagði Lina. En orð Ronalds höfðu komið hjarta hennar til að slá liraðara. „Það er engin vitleysa,“ sagði Ronald með áherslu. „Eg segi þéralveg satt, ég er viss um það. Þú er nákvæmlega eins og ég liefi alltaf haldið að kvenmaður ætti að vera, en enginn kvenmaður hefir nokkurn tima verið.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.