Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1951, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.03.1951, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 „Þakka þér kærlega fyrir, elskan,“ sagði Joyce um leið og hún kom inn í stofuna til að leggja blessun sína yfir verk systur sinnar. Hún horfði brúnaþung yfir blómum fyllta vasana. „Mér finnst túlípanar annars aldrei taka sig vel út blandaðir finnst þér? Eg held að ég vilji hafa þessa bleiku inni í setustof- unni, þessa rauðu hérna inni, og......... “ Með snörum hreyfingum og nettum, brúnum höndum tók hún að rífa verk Linu niður til grunna og gjörbreyta því. „Eg skal annars segja þér hvað þú gætir gert,“ sagði hún yfir öxlina á sér. „Opnaðu flöskurnar, sem ég kom með inn í morgun.“ Lina fór fram, dálítið ólundarleg á svipinn. Hún fann ekki tappatogarann. „Cecil hefur tappatogara í skrifstofunni sinni,“ sagði Joyce. Lina hafði aldrei áður komið inn í skrif- stofu Cecils iþegar 'hann var að vinna. Hún hikaði við fyrir framan hurðina, og var í vafa um hvort heldur hún ætti að banka eða ganga rakleitt inn. Að lokum bankaði hún á hurðina, opnaði og gekk inn fyrir, allt í sömu andránni. Cecil var að skrifa við skrifborð sitt. Hann stökk á fætur og náði í tappatogarann. Linu fannst hún vera orðin sek um að hafa eyði- lagt snjöllustu setninguna, sem Cecil nokkru sinni hefði skrifað. 'Hún fór út aftur, öfundsjúk út í Cecil fyrir ró hans og stillingu, mitt í öllum þessum gauragangi. Hún tók til við að opna flöskurn- ar. Henni hafði ekki verið trúað fyrir því að blanda drykkina. Um klukkan sex komu mennirnir frá veit- ingahúsinu, og ringulreiðin fór vaxandi. Lina eigraði um með hjálpfúst andlit, en fann með sjálfri sér að hún var ekki til neinn- ar hjálpar. Jocye var að blanda cocktaila. „Leyfðu mér að hjálpa til,“ sagði Lina. „Eg skal segja þér hvað þú skalt gera,“ sagði Joyce yfir öxlina á sér. „Hafðu auga með Ar- morel. Barnfóstran er upptekin við að mat- búa.“ Armorel uppgötvaði hún í borðstofunni þar sem hann var í óða önn að taka til sín af disk- unum, jafnóðum og mennirnir frá veitinga- húsinu lögðu þá frá sér. Lina, er engin börn átti sjálf, vissi að hún var betur fallin til þess að hafa stjórn á börn- um heldur en nokkur uppvæg móðir, hún tók því að ræða við Armorel. „Þú skilur ekki vel, elskan mín, að þú máttir ekki gera þetta, var það?“ „Nei, Lina frænka.“ „Eg veit, að þú myndir aldrei gera slíkt á meðan mamma er ekki við, ef þú hugsaðir út í það, heldurðu það?“ „Nei, Lina frænka." „Þess vegna skilurðu núna, að þú mátt ekki gera þetta aftur er það ekki?“ „Ó-já, Lina frænka.“ Rödd Joyce barst niður úr viðhafnarstof- unni. „Lina viltu koma með bleiku túlípan- ana hingað?“ Lina, var nú algerlega örugg um að Armorel myndi ekki gera neitt af sér, tók bleiku túli- panana og fór með þá upp. Þegar hún kom aftur niður, sá hún að Ar- morel var enn á ný tekinn að nappa af disk- unum, með góðu samþykki mannanna frá veit- ingahúsinu. Klukkan sjö var sódavatnið enn ekki komið og Linu tókst að verða að liði með því að hringja eftir því. Þau fengu sér snarl að borða við skrifborðið hjá Cecil og fóru svo upp til þess að hafa fata- skipti. Klukkan níu kom Joyce inn í herbergið til Linu. „Ronald er kominn. Eg sagði honum að hóf- ið ætti að byrja klukkan níu. Farðu niður til til hans undir eins og þú ert tilbúin. Þú hefir góðan hálftíma til þess að iðrast. Og iðrastu! Hann á það skilið af þér.“ „Jæja, þá,“ sagði Lina „Jæja-þá.“ Hún ætl- aði sér alls ekki að iðrast eftir neitt. En hún ætlaði að fyrirgefa Ronald mjög göfugmann- lega. Þegar hún klæddi sig í samkvæmiskjólinn var hún tilbúin að fyrirgefa Ronald. Þetta var dásamlegur samkvæmiskjóll, þó að hann væri máske í djarfara lagi hvað snið- ið snerti: hvítt satín, eins fleginn og frekast var hægt að framan og töluvert flegnari að aftan. Búnaður kvenna var djarflegur um þetta leyti. Lina skoðaði sig í krók og kring í speglinum. Að andlitinu var ekkert hægt að finna, hár hennar var greitt þétt og slétt aftur með vöngunum, og aðeins bylgjað upp í hnakk- anum. Samkvæmiskjóllinn, sem hún klæddist nú í fyrsta skipti þetta kvöld, gerði 'hana á- kjósanlega grannvaxnari og fór ágætlega. „Jæja, ég þori að ábyrgjast að ég lít ekki út fyrir að vera einni mínútu eldri en þrítug," sagði Lina ánægð með sjálfa sig um leið og hún athugaði sig í speglinum ,rétt um það bil að hún fór niður. Ronald beið í mannlausri setustofunni. „Halló, Lina,“ sagði hann hispurslaust. — „Heyrðu mig, er ég fyrstur gestanna, eða hefir samkvæminu verið aflýst?“ Lina gekk alveg að honum og bauð honum rauðar varirnar. Varaliturinn mátti fara veg allrar veraldar. „Er þetta það eina, sem þú hefir að segja við mig, ástin?“ „Nei, það veit sá, sem allt veit.“ Ronald tók um berar axlir hennar og ruggaði henni til og frá. „Mig langar til 'þess að vita hvern f jand- ann þú meinar með því, að æsa mig upp á þennan hátt?“ „Æsa þig upp, elskan?“ „Eg sagði það. Eg veit, að ég hélt illa á mín- um spilum. Eg veit að ég lét þig vita hversu óendanlega hrifinn ég var af þér, svo að þú hélst að þú gætir haft mig eins og þú vildir, og gætir hegðað þér samkvæmt því. Er þetta ekki satt?“ „Eg býst við því, hjartað mitt. Mér þykir þetta leiðinlegt. Eg skal aldrei álíta að ég geti haft þig eins og mér sýnist. Kysstu mig.“ „Nei, það skaltu ekki halda.“ Ronald hristi hana ákaflega til. Eg skal segja þér það, að mér hefir liðið djöfullega þessa siðustu og verstu daga, og ég ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Eg þekki kvenfólk eins og þig. Það, sem þú þarft með, er vel útilátin hirting." „Ronald! Þú vogar ekki!“ Linu sýndist hann helst líta þannig út að hann talaði í fullri al- vöru. „Skal ég ekki voga?“ sagði Ronald hörku- lega. „Eg voga! Og taktu vel eftir þessu: ég er einmitt hingað kominn til þess.“ „Ronald!“ Þremur mínútum síðar sagði Ronald, ofur- lítið andstuttur: „Nú ætla ég að kyssa þig.“ Hann þrýsti henni að sér af afli og ætlaði alveg að kæfa hana. Lina hafði aldrei fengið jafn erfiðan koss áður, en hún andæfði ekki. „Þetta er meðferð!“ sagði hún við sjálfa sig á leiðinni upp stigann, fimm mínútum seinna. Það er alltaf hægt að laga andlitssnyrting- una og á þremur mínútum myndi nálin bæta saumsprettuna á samkvæmiskjólnum. „Þetta var meðferð! Þetta var meðferð!“ Að lokum hafði Lina tekið ákvörðun. Lina drakk ekki te í íbúð Ronalds daginn eftir. Um morguninn fékk Joyce skeyti. Það var frá skólanum, sem Robert var á, í Surrey. Róbert lasinn ekki alvarlega en langar til að þið komið bæði. Askrigg. En þrátt fyrir það þótt hún væri óróleg, þá dró ekkert úr dugnaði hennar og þreki við það. Hún skipaði að taka bílinn út úr bílskúrn- um, sendi svarskeyti og innan tuttugu mínútna voru þau Joyce og Cecil komin á leiðina til Surrey. Á valdi þeirrar einmanalegu tilfinningar, sem stöðugt fylgir á eftir brottför einhvers, fór Lina upp í herbergi sitt til þess að þvo nokkur pör af sokkum. Hún hafði áhyggjur vegna systur sinnar og var þreytt eftir að hafa ekki sofið nema fjóra tíma í staðinn fyrir átta. Hún hafði varla sett sokkana í fatið þegar vinnukonan birtist í dyrunum. „Það er maður niðri, sem vill finna yður, frú. Eg vísaði honum inn í viðhafnarstofuna." „Þakka yður fyrir, Mary.“ Lina fór niður. Henni datt ekki í hug, að maðurinn gæti verið neinn annar heldur en Ronald, enda þótt henni þætti það dálítið skrítið að Mary tilkynnti hann ekki með nafni. Hún opnaði dyrnar að viðhafnarstofunni og gekk inn. Það var Johnnie. „Halló, kisumunnur.“ Hið viðfeldna bros Johnnies var feimnislegt og vandræðalegt. „Johnnie!11 Lina hafði orðið næstum því máttlaus í hnjáliðunum. Henni tókst að ná sér í stól, og greip dauðahaldi um bak hans. Hún barðist við að ná valdi á sjálfri sér. „Hvað í veröldinni er þér á höndum? Hvað vilt þú? Rödd hennar var þó að minnsta kosti köld og ákveðin. „Þig! Kisumunnur, þetta þýðir ekki. Eg get ekki lifað án þín. Eg get það einfaldlega ekki. Hlustaðu á mig — ég elska þig. Engin önnur kona hefir nokkra þýðingu fyrir mig. Eg hefi ekki litið á annað kvenfólk síðan þú fórst. Þær þreyta mig. Þú ert einasta konan í heiminum, sem skiptir máli fyrir mig. Eg veit að ég hefi komið hrottalega fram við þig. Eg sver að ég skal koma öðruvísi fram ef þú kemur til mín aftur. Viltu ekki hætta á það, kisumunnur?" Hann reyndi til að taka hana í faðm sinn, en Lina bandaði honum frá sér. „Þetta er talsvert frábrugðið því, sem ég heyrði þig segja síðast,“ sagði Lina og tókst að sýnast kuldaleg og fráhrindandi. „Eg veit það, elskan min. Eg var brjálaður það kvöld. Eg get ekki ímyndað mér hvað kom mér til að tala þannig til þín. Það sem ég sagði, var ekki satt, varla nokkurt orð. Eg ætlaði bara að særa þig. Eg var brjálaður.“ „Sumt af því sem þú sagðir var sannarlega brjálæðiskennt."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.