Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.03.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINIS 11 ¥ITI» ÞÉR . . ? að rottan, „óvinur mannkynsins nr. 1“ æxlast hraðar þegar verið cr a,ð reyna að útrýma henni. Amerískar rannsóknir í borgar- liverfum, sem verið var að útrýma rottum í, sýndu, að viðkoman hjá rottum þeim, af lifðu af „striðið“ varð miklu meiri en í meðallagi, svo að rotturnar urðu bráðlega eins margar og fyrir „útrýminguna“. Á- stæðan til þessa er talin sú, að rott- urnar sem eftir lifa fái svo miklu meira æti en þær höfðu áður að allir rottuungarnir komist upp, en venjulega fellur mikið af þeim af matarskorti. Af þessu má ráða að útrýming rottunnar er árangurslaus nema samtímis sé séð fyrir því, að rott- urnar ná ekki i æti. að Amerikumenn hafa gert eins kon- ar ,,björgunar-loftlœki", sem á að sýna, björgimarmönnum leið til skipa sem farast. Loftbelgurinn er festur við borð- stokkinn eða þóftuna á bátnum, málaður með rauðgulum lit, sem sést vel í dagsbirtu, en inni i belgnum er lampi, svo að belgurinn sést líka í myrkri. — Þegar belgurinn er ekki notaður fer litið fyrir lionum, en undir eins og liann vöknar fyllist hann sjálfkrafa af lofti, frá brint- gcymi, sem er áfastur við hann. Á myndinn, sem er tekin úr „Life“ sést hve vel belgurinn lýsir í myrkri. EFTIRSÓKNARVERÐASTIR. Kaupsýslumenn 180 cm. á hæð, með 50 þúsund króna árstekjur, eru eftirsóknarverðustu eiginmennirnir. Þetta urðu úrslit atkvæðagreiðslu á kvennaskólanum i Green Mountain í U.S.A. Læknar hrepptu annað sætið og málaflutningsmenn það þriðja. MILLI VINA. Ungfrú Sidonie Gerver, sem er 56 ára, fékk nýlega 8 daga fangelsi fyr- ir að hafa barið Archille Gerard, sem er 61 árs og hefir búið með henni í mörg ár. Hún sakaði hana um að hafa stolið tönnunum sinum og barði hana svo með straujárni. Á eftir fann hún tennurnar i vatns- glasi. HÆTTULEGAR SÖGUR. Tólf ára drengur i Garmisch Part- enkirchen, Bernhard Marliemke að nafni, liafði gaman af að lesa reyf- ara í rúminu á kvöldin. Eina nótt- ina sofnaði hann eftir að hafa lesið afar spennandi sögu. Allt i einu rauk hann upp úr rúminu og liljóp út um gluggann. Það var tíu metra fall. Hann vaknaði á götunni handleggs— brotinn báðum megin með sprungna hauskúpu og fleiri limlestingar. „Mig dreymdi að bófar væru að elta mig,“ sagði hann við læknana á sjúkra- liúsinu. SHERRY ER EKKI MJÓLK. Firmað John Iiarvey & Son i London hefir i þrjú hundruð ár selt .Æristol Milk“ og „Bristol Cream“ og eru báðar vörurnar taldar með bestu sherrytegúndum í lieimi. Nú liefir matvælaráðuneytið brcska kraf ist þess af firmanu að það sé ó- svikin mjólk eða rjómi, sem það selur undir þessum nöfnum. Ef það tekst ekki verður firmað að breyta um nafn á vörunum. KÝRIN SEM NJÓSNARI. Bóndi frá Montallegro á Sikiley missti fyrir nokrru kúna sína og kálfinn. Þeim hafði verið stolið. Lögreglan var látin vita, og þremur dögum síðar fannst kýrin á beit ná- lægt þorpi einu eigi langt frá. Hún var teymd heim, en eirði illa og reyndi að komast á burt. Lögreglu- þjóninum hugkvæmdist nú að láta kúna fara leiðar sinnar og sjá hvað hún gerði. Ef til vill fynndi hún stolna lcálfinn. Kúnni var sleppt og nú rásaði hún viðstöðulaust í næsta þorp, stansaði þar við fjósdyr og baulaði og stangaði hugðina. Þegar lögreglan opnaði dyrnar fannst kálf- urinn þar. Að vísu var búið að skera hann og gera hann til, en eigandinn hafði það þó upp úr krafsinu að þjófurinn fékk makleg málagjöld. BURT MEÐ FLIBBANN! Verkamenn með flibba og hatt „afneita randa stéttar sinnar11, segir verkamannafélagsstjórnin i Falke- nesi, skammt frá Berlín. — Hún fordæmir hattinn, sem „eitt af tild- urcinkennum borgaranna“ og skor- ar á verkamenn, að „scgja félögum sínum frá þessu.“ Virkilegir verka- menn hafa ekki framar efni á þess háttar borgaralegu glingri. Þeir hafa hvorki tima né peninga til að ganga með lireinan flibba upp á hvern dag, segir cnnfremur. Skyldu þeir ekki nota skyrtur mcð áföstum flibba i Rússladi — eða eru allar skyrtur þar saumaðar flibbalausar? - 1ÍSKII1 V\DIK - Skjólgóð og falleg. — Hér er nýtt snið á hettunni. Hún er framlengd í klút eða trefil sem lagður er fram á barminn og festur með belti eða slegið aft- ur um hálsinn. í hettuna er not- að gervi lambskinn í falleg- um gulum lit og fóðrað með jersey. Þetta grennir. — I Ameríku kjósa þær helst að skíðafötin séu svört, en til þess að lífga svolítið upp eru herðastykkið og kraginn hvítt. Rennilás er framan á jakkanum og á smá- vösunum á börmunum. Nýtt frakkasnið. — Jacques Griffe hefir hér framleitt ó- vanalegan fínan frakka með þríhyrndum hlébarða uppslög- um. Takið eftir litla kraganum og mj,óa beltinu. Fín dragt. — Þessi fallega dragt úr silfurbrokaði með ein- földu en fallegu sniði sem ekki fer fljótt úr tísku, er vel fallin til að nota hana í alls konar samkvæmi með og án blússu. Finn maður kom inn í matarbúð og spurði eftir niðursoðnum bjúg- um. — Já, þau eru til. — Hafið þér niðursoðin bjúgu frá Karel? Já, við höfum einmitt Karelsbjúgu núna. — Eru þau sæmileg? — Meira en sæmileg, þau eru sérstaklega Ijúffeng. •—■ Gaman að licyra það. Eg er ncfnilega Iíarel, og nú þætli mér vænt um að þér hættuð að senda mér kvörtunarbréf út af bjúgunum mínum. \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.