Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.10.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Rikdsti moður heimsins Fyrir nokkru mátti lesa í blöðunum, að vegna olíudeilunnar við Breta hefðu Persar sagt skilið við olíukónginn Gulbenk- ian og son hans. Þeir hefðu verið sviptir stöðum sínum sem heiðursfulltrúar Persa i sendisveitum þeirra í París og London. — En hver er Gulbenkian? Frá þessum dularfulla auðkýfing segir blaðamaðurinn H. E. Holger á þessa leið: ÍKASTI MAÐUR lieimsins er lítill, óásjálegur, heyrnarsljór og sköll- óttur Armeni; 82 ára gamall, og flestir könnuðust ekkert við nafn hans áður en oliudeilan hófst í Persíu. Hann heitir Caloustc Sarkis Gulbenkian. Það eina, scm með vissu verður sngt um auðæfi hans, er það að þau eru yfir milljard dollarar. Og Gulbenkian mundi ekki geta talið rétt fram sjálf- ur, þó að hann væri spurður, því að eignaverðmæti hans breytast í sífellu, með síbreyttu hlutabréfagengi og gjaldeyrisgengi og stjórnmálaviðhorf- inu i veröldinni. Ofurlitla hugmynd um þessar breytingar fengu menn um jólin i fyrra, er Lundúnarblöðin sögðu frá þvi, að Gulhenkian hefði grætt í .500.000 dollara á einni mínútu, er hlutahréf hans í Shell-félaginu hækk- uðu um 10 shillinga. Fjármálamaður einn hefir sagt að eignir hans séu þær virkustu, sem til séu i heiminum. Eng- in kaupsýsla er honum óviðkomandi. Hann á og hefir átt lyfjabúða-hringa, járnhrautir, orkídeu-ekrur, gistihús, smiðjur, en framar öllu á hann oliu, kynstur af olíu — og vill eignast meira. Hann var aðein.s rúmlega tvitugur er hann settist að í London og tók að sér erindrekstur fyrir ýms fyrirtæki í Baku. Um aldamótin var hann orð- inn forríkur. Enginn vissi hvernig hann hafði orðið það, og enginn veit það enn, því að i myrkviðum olíu- spákaupmennskunnar liafa fáir starf- að með meiri kænsku og engir verið hálli en Gulbenkian. Við Miðjarðar- hafsbotn veit livert barnið að einn Grikki getur snúið á tíu Gyðinga og að einum Armena er hægðarleikur að snúa á tíu Grikkja. En þessi sannleik- ur var ekki orðinn ljós fjármálamönn- unum i City eða Wall Street um alda- mótin. í orðsins eiginlegu merkingu hefir Gulbenkian aldrei verið olíumaður. Hann hefir aldrei rekið olíufram- leiðslu né olíuverslun. Hann hefir að- eins verið miðlari eða milligöngu- maður. Oliumaður, sem hafði tæki- færi til að fylgjast með aðgerðum hans fyrstu tiu ár þessarar aldar hefir sagt um liann: Venjulega starfaði hann fyrir um- boðslaun. Hann náði í sambönd með einhverju dularfullu móti, við áhrifa- menn. — Hugmyndir hans voru oft snjallar og rökfastar. Og hann var framúrskarandi laginn að sætta keppi- nauta, sem lent hafði saman. Hann hafði alltaf eitthvað til sölu og hann vissi hvernig hann átti að halda á spil- unum. Mesta afrek sitt vann Gulbenkian 1907 er honum tókst að jafna deiluna milli Shell og Royal Dutch og sam- eina þcssi olíufélög. Þegar öll plöggin höfðu verið undirrituð var liann með stærstu hluthöfunum i þessu jötun- fyrirtæki. Hann hafði nána samvinnu við sir Henry Detering, aðalforstjóra Royal Dutch, i fjöldamörg ár. En 1926 urðu þeir saupsáttir út af olíusérleyfum í Venezuela. Og átökin milli þeirra voru svo alvarleg að það hrikti i olíu- og fjármálastofnunum víða um heim. Svo alvarleg voru þessi átök að jafnvel Hotel Ritz í Paris fékk að kenna á þeim. Frú Detering var gamall gest- ur á hótelinu og það var Gulbenkian lika. Og hann sagði að Ritz yrði að velja milli sin og hennar. Og gistihús- stjóranum þótti ráðlegra að reka frúna út en Gulbenkian gamla. Árið 1931 gerðist atburður, sem nærri lá að hefði stóralvarlgar afleið- ingar fyrir Royal Dutoh-Shell. í Lond- on, París og Berlín var skyndilega farið að hjóða fram kynstur af hluta- bréfum í þessu félagi og jafnframt voru breiddar út Gróusögur um ráð- andi menn félagsins. Á einum einasta degi í apríl féllu hlutabréf Royal Dutoh og Shell um 40 milljón dollara og á næsta ári nam gengisfallið 400 milljónum dollara. En félaginu tókst að standast þessa gegnisfallshríð, sem efalaust er sú mesta sinnar tegundar í heiminum, og að þetta tókst var fyrst og fremst bresku stjórninni að þakka, þvi að hún var hluthafi og lét rikis- sjóðinn hlaupa undir bagga, til að verjast árás Gulhenkians. Því að það var hann, sem stóð á bak við þetta. Og hann var sá eini sem græddi á tiltækinu. Hann hafði selt öll sín hlutabréf meðan þau voru í hágengi, en keypti svo aftur meðan þau voru i lægsta verðinu. Næsta bragð Gulbenkians var enn víðtækara en sameining olíufélaganna 1907. Eftir byltingu Ungtyrkja 1909 hafði Gulbenkian fyrst orðið fjármála- ráðunautur tyrknesku sendimannanna í London og París og síðar aðal- fjármálaráðunautur tyrknesku stjórn- arinnar. í raun réttri var hann líka aðalfjármálafulltrúi bresku stjórnar- innar í Tyrklandi — hann hafði orð- ið breskur ríkisborgari árið 1902. — Hann varð aðalforstjóri tyrkneska þjóðbankans og í þeirri stöðu stofn- aði hann Tyrkneska steinolíufélagið, sem skyldi starfrækja olíulindirnar í Mesopotamíu. En þegar greiða skyldi ágóðahlut kom það á daginn að sjálfur þjóðbankastjórinn átti 5% af öllum oliunámum í Mesopotamíu! Árin milli heimsstyrjaldanna átti Gulbenkian lengstum heima i París, en þar á hann glæsilega liöll við Aven- ue de Iéna. Eigi að síður býr hann í látlausri íbúð á Hotel Ritz, ef maður á annað borð getur kallað nokkuð lát- laust á þeim stað. Þegar styrjöldin hófst var Gulbenkian, sem breskur rikisborgari, sendiherra íraks i París. Eftir að Frakkar gáfust upp fluttist hann til Vichy og áður en varði var hann orðinn sendiherra Persa þar. Hann kunni engan veginn vel við sig í Vichy en var tilneyddur að dveljast þar áfram, meðal annars af þeirri á- stæðu að maðurinn, sem átti svo mikið af olíunni i heiminum, gat ekki fengið hensín á bílinn sinn! En hvað sem því líður þá er svo mikið víst að ViOhy-sendiherra Persa komst til Lissabon vorið 1942 og liefir átt þar heima síðan. Hann á heima á Aviz Hotel, en það borgar sig ekki að skrifa honum eða reyna að leita hann uppi. Hann hefir lag á þvi að verjast öllu sambandi við aðra en þá, sem hann sjálfur vill tala við. Ein þeirra, sem hann vill alls ekki sjá, er frú Gulbenkian, armensk kona, sem hann hefir verið giftur í meira en fimmtiu ár og samið bölvan- lega við jafn lengi. Hún býr ýmist í höll hans i Paris eða á Palace Hotel í Estoril, skammt frá Lissabon. Annar fjölskyldulimur, sem fer í taugarnar á honum er Nubar sonur hans, sem nú er um fimmtugt. Hann cr jafn mikill samkvæmismaður og faðir hans er mannafælinn og nærri þvi jafn slýng- ur að eyða peningum og faðir hans er að afla þeirra. Nuhar, sem starfar fyrir Gulbenkian i London, er með svart alskegg, ein- glirni og er töfrandi upp á austur- lenska vísu og þess vegna atkvæða- maður í samkvæmislífinu i London. Hann ekur í tveggja tonna Rolls Royce og gengur jafnan með orkídeu i hnappagatinu, sem hann skiptir um tvisvar á dag. Jafnvel þótt hann fari á tófuveiðar er liann með orkideuna, en það þykir Englendingum að fara aftan að siðunum. Gulbenkian gamla semur best við Ritu dóttur sína og mann hennar, sem heitir Kcvork Essaian og er armensk- ur höfðingi. Gamli maðurinn valdi hann sjálfur handa dóttur sinni. Hjón- in eiga heima í höllinni við Avenue de Iéna, en þar eru 106 herbergi og málverkasafn að auki. Þótt kynlegt megi heita hrófluðu Þjóðverjar ekki við neinu í liöllinni á hernámsárun- um, en annars staðar rændu þeir og rupluðu. Þó að eigandinn hafi ekki sofið þarna nema fáar nætur hefir hann kosið að geyma flest listaverk sín þarna. Og hann hefir verið nærri þvi eins heppinn i listaverkakaupum sínum og hann var í olíubraskinu. Enginn hefir komist yfir betri lista- verk siðan Habsborgarar stóðu upp á sitt besta. Það er sagt að safn hans sé það stærsta í einstaklingseign, og að minnsta kosti er það verðmætast allra slikra safna. Hvergi hefir hnífur hans komið í jafn feitt og hjá þáverandi vinum hans, kommúnistum, sem hann útveg- aði markað fyrir olíuna frá Baku skömnm fyrir 1930. í þakkarskyni fyr- ir það Ieyfðu þeir honum að velja úr listaverkum á Erimitage, ogþar komst hann m. a. yfir nokkur málverk eftir Rembrandt. í íbúð hans á Aviz Hotel sést ekki eitt einasta listaverk, en hins vegar mikið af peninga- og skjalaskápum, svo að ibúðin er eins og skrifstofa. Þar vinnur hann frá kl. 8í4 á morgn- ana og langt fram á nótt ásamt ritara sínum, sem er falleg frönsk dama um fertugt, og tveim hraðriturum, sem njósna hver um annan. Þjón liefir hann, hvítrússneskan, og konu hans, sem snúast kringum hann, auk þjón- ustufólks gistiluissins. 110 herbergi eru í Aviz Hotel og af þeim ræður Gulbenkian yfir 26. Þegar gott er veð- ur ckur hann út árdegis, til að hvíla sig. Ríkasti maður heimsins á ekki bíl RYKLAUS BANGSI Bangsarnii' hafa lengi veriö vin- sæl leikföng, en sá er gallinn á þeim, aö þeir eru fljótir aö safna ryki. Nú er lögð meiri áhersla á þaö en áður að leikföngin séu ekki óheilnæm og þess vegna eru amer- ískar leikfangagerðir farnar að gera bangsana úr gervisilki og gegndrepa það þannig, aö ryk geti ekki festst við þá. RÚSSNESKT BRÚÐKAUP. Odile Vesois og Jacques Dacquime sem léku elskendurnar í frönsku kvikmyndinni „Ami-ami“ í vor, hafa nú verið gefin saman í rússn- esku kirkjunni í París. Hér sést presturinn vera að blessa yfir þau, en á meöan er gylltum kórónum háldiö yfir höföi þeirra, aö fornum rússneskum sið sjálfur, en leigir sér bíl fyrir um 200 krónur á dag. Það cr De Soto-bifreið, smíðuð fyrir striðið, með gráum silki- tjöldum fyrir gluggunum. Venjulega ekur Gulbenkian á afskekktan stað í Parque National og sest þar á tré- bekk og les bréfin sín. Þegar heitt er fer hann úr skóm og sokkum og sól- baðar á sér sviðin, en rússneski þjónn- inn stendur hjá með hlævæng og hrek- ur flugurnar á burt. Af gömlum manni að vera étur Gul- benkian talsvert mikið. Hann reykir aðeins þrjár sígarettur á dag, en aust- urlandasætindi, ostrur og kampavín lætur hann í sig ómælt. Vinnutími lians fer mest í að taka á móti skýrslum frá umboðsmönnum sinum í finun heimsálfum og senda þeim fyrirskipanir, ýmist í dulmáls-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.