Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.10.1951, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN 0 NU M fannst lífinu lokið. Hann gat ekki afborið það lengur. Eða svo fannst honum. Hann þekkti líka endalausar göt- urnar í New York betur en nokk- ur lögregluþjónn! Stundum reik- aði hann um stóru strætin og sá fínt og kátt fólk og minntist þeirra tíma, er hann hafði dreymt um að mega einhvern tíma teljast til þeirra. Stundum ráfaði hann um fátækrahverfin innan um úrhrak og aumingja. En- hann var ekki einn úr þeim hóp. Hann taldist ekki til neinnar manntegundar. Hann var á leið til hins ókunna, þangað sem svo margir misheppnaðir menn höfðu lent. Hann var orðinn þreyttur á að betla aura fyrir næturbóli og þreyttur á að biðja um mat. — Fyrir tólf árum hafði fína fólkið í Fifth Avenue sönglað dægur- lögin, sem hann hafði samið. Að þekkja hann ekki, var það sama og að fylgjast ekki með tímanum. Hann hafði verið kallaður kon- ungur lagsins. Og sú, sem hafði sungið lögin hans inn í hjörtu fjöldans hét Lucy ........ Hann hafði dreymt um að giftast henni. Einn góðan veðurdag hafði hann fengið kvef upp úr þurru. Maður hlær að kvefi. En sumt kvenfólk er forsjált og fer í rúm- ið og sendir eftir lækni. Hann fór í samkvæmi, þó að hann væri með beinverki í öllum skrokknum og sviði í hálsinn. Og hann fór í bíltúr eftir gleðskapinn. Og af því að honum var heitt, þá tók hann af sér trefilinn, til þess að láta sér kólna. Þegar hann kom heim var hann nærri því meðvit- undarlaus. Nokkrum mánuðum síðar fór hann af sjúkráhúsinu, fátækur og gleymdur. Það hafði eitthvað bil- að í honum. Lögin voru horfin úr honum. Og eitthvað að heyrninni — hann fékk eiginlega aldrei að vita hvað það var. Og Lucy var horfin. — Hann reyndi að finna hana, en það tókst ekki. Hún var ættuð úr smábæ einhvers staðar vestur í landi, og nú var hún sennilega komin þang- að aftur. Hann gat ómögulega munað hvað bærinn hét. Og þeg- ar hann fór að skilja, að hann ætti enga framtíð fyrir höndum. Þá komst hann að þeirri niður- stöðu að það væri eins gott að hann vissi ekki hvar hún væri. Hann gat ekkert — dugði ekki til neins. Tónlistin hafði verið honum allt. En nú voru tónarnir dauðir í sál hans. Það var ekki heyrnin ein, sem eitthvað var að — það var eitthvað annað bilað í honum líka. Innra eyrað hans heyrði engin lög. 1 fyrstu létu vin- ir hans hann fá smávegis vinnu í von um að hann mundi jafna sig með tímanum. Og þegar það varð ekki, þá gleymdu þeir honum. Nú mundi 'hann ekki lengur alla á- fangana á leiðinni niður á við — Hann ranglaði á Broadway eitt rigningarkvöld. Hann var mátt- laus af sulti. Hugurinn reikaði úr einu í annað en gat ekki fest sig við neitt. Enginn leit á hann eða sinnti honum — hann opnaði bíl- dyr fyrir dömu, í von um að fá skilding fyrir, en hún sá hann ekki heldur. — Hann gekk áfram og horfði niður með gangstéttar- brúninni. Allt í einu rak hann fót- inn í eitthvað. Það skoppaði und- an og ósjálfrátt beygði hann sig til þess að taka það upp. Þegar hann rétti úr sér aftur sundlaði honum og hann varð að taka á öllu sínu til þess að halda jafnvæginu. Loks sá hann það, sem hann var með í hendinni. Það var einhvers kon- ar perla úr festi, skær, kringlótt og talsvert stór. Hann hafði séð margar stúlkur í öðrum borgar- hverfum með svona perlulíkingar um hálsinn. Hann brosti beiskjulega. Hefði hann til dæmis fundið einn dollar! Þá hefði hann getað fengið sér mat og húsnæði í nótt. Hann hélt áfram og stakk perl- unni í vasann. Eftir dálitla stund datt honum í hug hvað hann ætti að gera. Það þýddi ekkert að vera að reyna að lifa áfram. Hann nam staðar á gangstétt- arbrúninni og horfði yfir götuna. Almenningsvagn kom akandi á hraðri ferð. Hann snaraðist út á afebrautirna. Aurbretti rakst í hann og skellti honum. Hann fann sárar kvalir í höfðinu, og svo dimmdi kringum hann. Hann vissi ekki hversu lengi hann var í þessu myrkri, en smám saman skynjaði hann hita kring- um sig og mjúkt rúm, og lágar raddir, sem pískruðu. Honum fannst allt svo undar- legt. Fannst allt heyrast öðruvísi en hann var vanur, en þó fannst honum það svo kunnuglegt. Hann verkjaði í höfuðið, þegar hann reyndi að hugsa, og þegar hann lyfti hendinni upp að höfðinu, fann hann að það var dúðað um- búðum. Hann reyndi að opna aug- un, en eitthvað hindraði hann. Mjúkar hendur snertu hann og rödd spurði: „Hvernig líður yð- ur?“ Hann svaraði ekki. „Þér skuluð ekki vera hrædd- ur,“ hélt röddin áfram. „Það er ekkert alvarlegt að augunum í yður. Við getum tekið umbúðirn- ar frá þeim eftir viku. En þér fenguð harðan skell, þegar þér duttuð á götuna. Maður verður að fara varlega, þegar maður ætlar að fara yfir Fifth Avenue.“ Nú mundi hann allt — að hann hafði ætlað sér að binda enda á eymdina, auðmýktina og kvíðann. Honum hafði ekki tekist það vel. Nú var hann á sjúkrahúsi, og hon- um var lofað að hann mundi bráð- um verða hress aftur! Hress? Hvaða gagn hafði hann af að verða hress aftur? Rödd hjúkrunarkonunnar hélt áfram. „Þér höfðuð engin skilríki á yður. Má ég spyrja hvað heitið þér?“ „John Smith,“ svaraði hann um hæl. Hann heyrði skrjáfa í penna. „Og heimilisfang?" „Hefi ekkert heimilisfang." Hann fann milt loft um munn- inn á sér, eina blettinn á andlit- inu, sem ekki var reifaður. Það hafði verið vorandi vetur með krapi og kulda, þegar hann gekk á Fifth Avenue — nú fannst 'hon- um komið vor. Vor .... það var handa fólki með framtíð og dug — ekki neitt fyrir hann. Hann hafði einu sinni upplifað vor, undursamlegra en öll önnur. Það vor hafði hann stjórnað sinni eigin hljómsveit, og Lucy hafði sungið lögin hans. Honum fannst þau enn hljóma í hjarta sínu. En nú var honum ekki neins vors von framar. Hjúkrunarkonan fór. Skömmu síðar kom einhver, og sagði að nú væri mál að fá sér að borða, og hún skyldi hjálpa honum. Hann hefði langað til þess að segja að hann væri ekki svangur, en hann gat ekki staðist þessa rödd. Þegar hún heyrðist gegnum þykku reif- arnar á höfðinu á honum, var hún svo ótrúlega lík annarri rödd, sem hann mundi aldrei heyra framar. Hann lét mata sig. — Hann lét hjúkra sér eins og barni, og alltaf var hann að hugsa um Lucy. Hann sá fyrir sér garð, þar sem syrenurnar voru í blóma. Þungir blómaklasarnir fylltu loftið mild- um ilm, og ilmurinn af grængresi blandaðist saman við. Hann stóð við dyrnar á hvítu húsi og horfði yfir garðinn. Og Lucy stóð við hliðina á honum. „Svona hús langar mig til að eiga,“ sagði hún. Hann hló. Lítið hús, fimm her- bergi og eldhús, það var eitthvað fyrir hann og hana! „Nei,“ sagði hann, „þú átt að fá stórt hús með aldingarði og sundlaug. Allt fyrsta flokks!“ Þá sagði hún: „Syrenuilmurinn er ekki betri þar.“ Hann hafði hlegið að þessu fall- ega svari. Sýrenuilmurinn er ekki betri þar. En hann var ekki að hugsa um sýrenur heldur um orki- deur og rauðar rósir og undur- fagrar nellíkur. Sýrenur. Já, náttúrulega, um miðjan vetur, þegar snjór var á jörðu, hefði hann haft gaman af að senda henni sýrenutré í potti — lítið tré með blómaklösum, sem ekki voru hvítari en hörund henn- ar og ekki fegurri en æska henn- ar. Augu hennar minntu hann á persneskar sýrenur — með fjólu- bláum litbrigðum. Hann hafði aldrei séð slík augu í nokkurri konu. Kanske kom það af því að hann hafði aldrei horft djúpt í augu nokkurrar annarar. Hve mörg ár voru síðan þau höfðu staðið og horft á garðinn þennan vordag? Hann reyndi að reikna það. „Systir,“ sagði hann og varð svo undrandi yfir sinni eigin rödd að hann sagði ekki meira. „Já, hvað get ég gert fyrir yð- ur?“ sagði hún. „Aftur þessi rödd, sem minnti hann á Lucy. Hann varð að spyrja um allt annað en hann hafði ætl- að sér. „Getið þér sungið, systir?“ Hann heyrði að hún hló ofur- lítið. „Já, það get ég .... ég hefi sungið talsvert .... einu sinni fyrir löngu." „Eg hefði átt að geta skilið það,“ muldraði hann. „Með svona rödd hlýtur maður að geta sung- ið.“ En það var líkast og hún vildi helst tala um annað. Hún spurði hvort hún ætti ekki að lesa í blað- inu fyrir hann. „Jú, því ekki það!“ Það var svo

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.