Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.11.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Erfiðleihar enshu honungsfjölshyldunnar „Breska konungskórónan er oröin of þung,“ segir Wilfred Eighton í eftirfarandi grein. Er lesandinn honurn ekki sammála? — — AÐ VAKTI mikla eftirtekt um allt Bretland, og enda um allan heim í haust, er George Breta- konungur fluttist skyndilega frá Balmoralhöll í Skotlandi til Buck- ingham Palace í London. Hann hafði dvalist í Balmoral í allt sum- ar sér til hvíldar og heilsubótar og hafði verið ráðgert að hann yrði þar áfram þangað til vetraði. Og það styrkti gruninn um að eitthvað alvarlegt væri að, að flogið var með konunginn í versta veðri til London. Undir eins og þangað kom var birt tilkynning um að konungurinn væri með væga lungnabólgu. En nokkrum dögum síðar var gerður á honum mjög alvarlegur uppskurður, sem öll enska þjóðin fylgdist með. Var annað lungað tekið úr konungi. Þessi læknisaðgerð var lífshættu- leg enda voru þeir víst færri sem hugðu honum líf en dauða. Kon- ungurinn náði sér aftur eftir af- leiðingar holskurðarins, en hitt er vafamál hvort hann fær nokk- urn tíma svo góða heilsu að hann geti gegnt þeim skyldum, sem á Bretakonungi hvíla? Það er þessi spurning, sem hin- ir konungshollu Bretar ræða af- kappi nú. Því að þeir vita, að þessi yngri bróðir hertogans af Winds- or, fyrrum konungs, hefir aldrei verið heilsuhraustur. Síðan hann tók alveg óvænt við konungstign- inni eftir bróður sinn, Játvarð VIII. árið 1936, hefir hann sýnt frábæran dugnað og viljaþrek til að sigrast á andlegum og líkam- legum veilum sínum. Lengi vel tókst honum þetta. Hann hefir aldrei verið eins heilsuhraustur og þegar þau konungshjónin héldu silfurbrúðkaup sitt í apríl 1948. En í nóvember sama ár bárust fyrstu uggvekjandi fréttirnar frá Buck- ingham Palace. Konungur þjáð- ist af svonefndri Búrgers-sýki, en þetta er hættulegur blóðsjúkdóm- ur. Um eitt skeið var búist við að taka þyrfti fótinn af konungi, en í marsmánuði var gerður á hon- um skurður, sem tókst svo vel, að fóturinn lagaðist og konung- ur gat gengið óhaltur. En samt héldu sögurnar áfram að ganga. Konungurinn var ekki eins hraust- ur og hann sýndist, sagði fólkið. Og það hefir reynst rétt. Framvegis mun konungurinn sitja í Buckingham Palace og ekki sinna nema allra nauðsynlegustu störfum sínum. Samkvæmt áætl- un á konungsfjölskyldan að fara í opinbera heimsókn til Ástralíu 22. janúar næsta ár, og undir- búningur undir ferðina heldur áfram, eftir áætluninni. En það er mjög vafasamt að konungur- inn fari sjálfur í þá ferð. Það er þetta og ýmislegt annað, sem veldur því, að fólk í Bretlandi og breska samveldinu er farið að geta sér þess til að konungurinn muni segja af sér. Þvi að það er erfitt fyrir heilsuveilan mann að vera konungur í Bretlandi og aldr- ei hefir það verið erfiðara en nú. Bretakonungur þarf að vera hraustur eins og kolamokari til þess að þola það sem á hann er lagt. En hvers vegna er þá Breta- konungur, sem öll þjóðin elskar og ber virðingu fyrir, níddur eins og húðarklár? „Þrælarnir i Buckingham Pálace“ George VI. mun vitanlega verða allra manna síðastur til að við- urkenna að hann eigi að draga sig í hlé. En þetta stafar alls ekki af metorðagirni heldur blátt áfram af því að það er á móti skapferli hans að víkja sér undan erfiðleik- unum, hversu miklir sem þeir eru. Hann er trúmaður mikill og telur sig hafa skyldur bæði gagnvart forsjón Guðs og þjóð sinni. Ennfremur mun hann telja það óhugsandi að ríkiserfingjanum, Elísabeth prinsessu, séu lagðar þyngri byrgðar á herðar að svo stöddu en þegar hefir verið gert. En ef konungur segði af sér mundi hún verða að taka á öllu því, sem nú hvílir á konunginum. Honum finnst að nóg hafi verið lagt á „Lizzy litlu“ nú þegar. Þótt ekki sé nema ein einasta skrautsýning konunglega riddaralífvarðarins, sem- prinsessan er viðstödd, kost- ar það hana 2-3 tíma æfingar í viku samfleytt, áður en sýningin Nýlega var sýning á hannyrðum kgl. hannyrðaskólans enska haldin í St. James Palace í London. Elísabeth drottning kom á sýninguna og í sambandi við heimsóknina var móttáka i höllinni og var henni sjónvarpað. Hér sést drottninginíkrýningarsálnummeðaná sjónvarpinu stóð. Kjólarnir til hægri við hana eru þeir sömu er hún notaði þegar hún var krýnd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.