Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1951, Qupperneq 12

Fálkinn - 23.11.1951, Qupperneq 12
12 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. Janet Taman Spennandi ústarsaga, viðburðarik og dularfull. — — Eg vona, að þér hafið ekkert á móti því, að ég þrengi mér inn á yður og hjóði mér sjálfum til morgunverðar, dr. Kurtz? sagði hann glaðlega. Eg var alls ekki viss um, að ég fengi neitt á gistihúsinu svona seint, cn ef svo væri, þá væri áreiðanleega ekki góðan mat að fá. Austurríkismaðurinn gat rétt aðeins stillt sig með mestu herkjum. — Þér eruð velkomnir, lierra Clinlon, og ég vona að þér gerið yður að góðu, það sem við höfum upp á að bjóða. En ann- ars — þér verðið að fyrirgefa, þótt ég segi þetta — þá tökum við alls ekki á móti gestum hérna. En fyrst þér eruð á annað horð komnir hingað, þá skuluð þér vera velkomnir. — iÞakka yður fyrir! Þetta er mjög vin- gjarnlegt af yður, svaraði Freddie. Má ég setjast hérna? — — Og hvar er Lawton vinur olikar, núna? — Eg vissi ekki, að þér væruð góðvinur Lawtons, svaraði Kurtz þurr á manninn. — Við liöfum verið talsvcrt saman. Við hittumst oft í þorpinu, þcgar ég hjó lijá Wymans-fólkinu. — Jæja, einmitt það. — — Dr. Kurtz spratt á fætur. — Eg hið yður að afsakamig. Eg þarf áð gera ýmislegt. Stofustúlkan mun hera matinn inn fyrir ykkur, og þar sem þér farið vafalausl strax að loknum morg- unverði, ,ætla ég að kveðja yður núna. — Mér liggur ekkert á. Eg er i orlofi og hefi ekkert sérstakt við daginn að gera. Mér datt í hug, að við Janet gætum farið í sjóinn aftur seinna í dag. — Eg lel það ekki hyggilegt af henni að fara i sjóhöð í hitunum, sagði dr. Kurtz. Og sem læknir verð ég meira að segja að hanna lienni það. Þér vitið það ef til vill ekki, en hún hefir alls ekki verið hraust þennan tíma, sem hún hefir verið hér, og ég vil eindregið ráðleggja henni að fara upp á herbergið sitl strax eftir morgun- verðinn og hvila sig. — Alls ekki slæm hugmynd! Fólk verð- ur alltaf þreytt og syfjuð eftir sjóbað að morgni dags, einkum þegar heitt er i veðri. Ef þér liefðuð ekkert á móti því, vildi ég fá að leggja mig á legubekk liérna einhvers staðar, meðan ég híð eftir Janet. .Tanet sá, að hin litlu svörtu augu dr. Kurtz leiftruðu af reiði. Hann beit á vör svo að það sæist síður, að hann titraði. — Eg er viss um, að það fer miklu het- ur um yður í gistihúsinu, herra Clinton, og svo tölcum við yfirleitt alls ekki á móti gestum hérna, eins og ég sagði j7ður áðan. Eg vil, að ungfrú Janet njóti góðrar hvild- ar, og J)að er því þýðingarlaust fyrir yður að ætla að bíða eftir henni. Að svo mæltu gekk hann til dyra, eins og málið væri útrætt. — Við Janet ræðum saman um það á eftir, og ef þér eruð því ekki mótfallnir þá ætlum við að taka ákvörðun um, hvað við gerum. — — En vel á minnst, meðan Janet hvílir sig, ættuð þér nú að sýna mér, hvernig umhorfs er í sjúkrastofun- um hérna. Mig langar til að skrifa grein um stofnunina. Dr. Iíurtz snerist á hæli í dyrunum, og Janet sá, að liann var ofsaheiður. — Þér viljið, að ég-------byrjaði hann, en þagnaði fljótt. Síðan breytti hann um raddblæ og hélt áfram: — Eg kæri mig ekki um nein blaðaskrif eða auglýsingu fyrir stofnunina. En annars þakka ég yður fyrir gott boð. En ég er hræddur um, að sá tími yrði aðeins til leiðinda fyrir okkur báða, ef ég færi að sýna yður um í hús- inu. ------Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er ólíklegt, að ég sjái yður aftur, svo að ég ælla að kveðja yður. Hann hneigði sig og fór út úr borðslofunni. ÞAÐ lítur ekki út fyrir, að ég sé neitt sér- staklega vinsæll hjá gestgjöfum mínum hér um slóðir, sagði Freddie brosandi, þó að hann væri annars órólegur á svipinn. — Þarna sjáið þér, að það hefði verið betra fyrir yður að fara beint á gistihúsið, eins og ég vildi, svaraði Janet. Eg er hrædd um, að yður finnist 'hann hafa verið ruddalegur. — Fáist þér ekki um það. Stundum verða blaðamenn að kæra sig kollótta um slikt. Eg ætla að leita mér að afsökun fyrir því að dveljast hérna áfram, hvað svo sem sá gamli segir.-----En til að byrja með skulum við hringja á stofustúlkuna og fá eitthvað að borða hjá henni. Janet stóð á fætur til þess að hringja. — Ennþá er ég nú samt þeirrar skoðunar, að best væri fyrir yður að fara, Freddie, sagði hún lágri og áhyggjufullri röddu. — Skipun er skipun! Hann brosti ofurlitið. Ef til vill auðgar maturinn hugmyndaflugið. Það gerir hann oft. ÞAÐ var nú samt ekki maturinn, sem gaf honum hugmynd að afsökun, heldur veðrið. Meðan þau sátu að snæðingi, varð Janet litið út um gluggann. — Það var heppilegt, hve við tókum daginn snemma til þess að fara í sjóbað. Það lítur út fyrir, að það fari að rigna. Freddie leit út líka. — Já, sem ég er lifandi maður. Það er að gera óveður. Á síðustu fimm mínútunum hafði gjörsamlega skipast veður í lofti, en slíkt kemur oft fyrir í hitabeltislöndunum. Svört ský hafði dregið fyrir sólu og það dimmdi óðum. Regnið óx sífellt, uns komið var reglulegt syndaflóð. Tvær innfæddar stúlkur komu þjótandi inn i borðstofuna til þess að loka gluggunum. Þó að rúðurnar héldu vætunni úti, þá var það nú ekki al- gott því að þær lokuðu loftið úti líka, svo að sífellt þyngdi inni. Andrúmsloftið varð fljótt mollulegt og vont. Janet hafði aldrei orðið vör við slíkt áður. Það var eins og hún væri þjökuð bæði á sál og líkama. Hið kæf- andi loftleysi ætlaði að gera út af við hana. Til þessa hafði hún reynt að glæða þann litla vonarneista, sem ennþá leyndist með henni, en nú var eins og öll von væri úti, fannst henni.------Kvöldið áður hafði maður dáið í þessari dapurlegu stofu. Þó að faðir hennar hefði ekkert verið við það riðinn, mundi hann áreiðanlega verða dreginn inn í það, og þá yrði ekki lengur hægt að leyna því, hver hann væri í raun og veru. Honum yrði varpað í fangelsi á ný, og hún yrði að hverfa heim til Englands eftir að hafa farið til Jamaica til þess eins að krækja sér í dapurlegar minning- ar, sem fylgja mundu henni æ síðan. Hún hlýtur að hafa verið niðurdregin á svipinn ekki síður en hún var andlega niður- beygð, því að Freddie kom og lagði hönd sína á hennar. — Vertu kát, Janet! Þegar allt virðist sem svartast, þá birtir bráðlega til. Þetta hljómar ef til vill hversdagslega, en samt er það satt. Littu á, þó að regnið streymi niður, þá birtir bráðum til. Og þegar á allt er litið, þá er hér með fundin afsökun fyrir því, að ég fer ekki strax. Hvað ætti ég, gigtveikur maðurinn, að gera út í svona veður? Janet horfði á hann. Hún öfundaði hann. Allt var þetta aðeins ævintýri fyrir hann, en fyrir hana var þetta blákaldur raunveruleik- inn. Auk þess hafði hún áhyggjur út af því, hvað dr. Kurtz mundi taka til bragðs, ef hann yrði kyrr. Hún hafði alltaf verið hrædd við hinn háa og granna austurríska lækni, og um morguninn hafði hann verið þannig á svipinn, að henni fannst sérstök ástæða til þess að óttast hann. Hvað hafði hann í huga? Hvaða áformum bjó hann yfir? — Farið upp á herbergi yðar, ef þér viljið, Janet. Hafið engar áhyggjur af mér. Eg ætla að skoða mig örlítið um hérna, sagði Freddie, er þau voru búin að borða. — Já, ég held að ég ætli að leggja mig of- urlitla stund, sagði hún. — Ef þér heyrið einhvern skell, þá er það bara ég, sem hefi verið rekinn á dyr út í bleytuna. Annars er ég nú alls ekki viss um, að dr. Kurtz geti fleygt mér á dyr, þó að hann feginn vildi. Hún sá, að hann varð al- varlegri á svipinn, er hann sagði þetta. — Eigið þér við, að þér ætlið að verða hérna áfram? Það mátti í senn greina kvíða og létti í rödd hennar. Það var mikið öryggi í því að hafa félaga í húsinu, þangað til faðir hennar kæmi heim, en það gat líka gert illt verra. Hún kærði sig ekki um að hafa hann í húsinu, þegar faðir hennar kæmi aftur. Það gæti aukið á hættuna fyrir hann. Þess vegna fannst henni, þegar öllu væri á botninn hvolft, að henni bæri að taka á sig þá hættu að vera ein í húsinu með dr. Kurtz og senda Freddie burtu fremur en að stofna föður sinum í hættu með því að samþykkja nærveru Freddies. — Þér þurfið alls ekki að vera að hugsa um mig, sagði hún hægt. Það gengur ekkert að mér. Haldið þér kannske að----------- Hann tók aftur hönd hennar og þrýsti hana

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.