Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1952, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.05.1952, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Joseph Weeksberg: YEHUDI MENHUIN Þegar Yehudi Menuhin var árs- gamall höfðu foreldrar drengsins hann oft með sér á hljómleika, af þeirri einföldu ástæðu, að þau höfðu ekki ráð á þvi að borga fyrir gæslu á honum í fjarveru þeirra. Litli drengurinn sat rólegur, hlust- aði á hljómldstina, og fór aldrei að skæla. Þegar Yehudi var þriggja ára keypti faðir hans leikfangafiðlu. Drengurinn reyndi að spila. En er fiðlan framleiddi engan tón, fleygði hann lienni á gólfið. Faðir hans ávít- aði son sinn ekki fyrir þetta, heldur fór og keypti barnafiðlu handa hon- um. So fór Yehudi að fá kennslu i fiðhileik. í „Foreldrar mínir nefndu það ekki með einu orði, að ég ætti að leggja mikla stund á fiðluleik, heldur að- eins æfa mig dálitið.“ Þannig hefir Menuliin komist að orði i þessu sambandi. Og kveðst hann hafa æft sig af kappi. Yehudi Menuhin var sjö ára, er hann lék fiðlukonsert Mendelssohns, með hljóðfærasveit San Fransisco. Áreyrendur voru 9000, og urðu afar hrifnir af fiðluleik drengsins. Tíu ára gamaLl hélt Menuhin fyrstu fiðluhljómleika sina. Það var i Car- negie Hall í New York. Flestum tónlistargagnrýnendum er illa við „undrabörn“. En að þessu sinni var lofið einróma. Allir hældu drengnum fyrir óviðjafnanlega hæfi- leika og viðkvæmni, Þetta var árið 1927. Sama árið fór Menuhin til Berlínar og lék á sömu hljómleikum hina þrjá miklu fiðlukonserta. Það er Bach, Beet- hoven og Brahms. Undirleik annað- ist filharmoniska hljómsveitin í Ber- lín. En stjórnandi hennar var Bruno Walter. Að loknum þessum fræga hljóm- leik, var hinum ljóshærða, rjóða dreng í flauelsstuttbuxunum, lyft upp og hann kysstur af litlum grann vöxnum manni með afarmikið hár. „í dag fékk ég aftur trúna á það að til væri guð á himnum. Og það er þér að þakka, Menuhin", sagði maðurinn, og liorfði á drenginn tár- votum augum. Þessi maður, er þannig ávarpaði drenginn, var Albert Einstein, hinn heimsfrægi vísindamaður. Gagnrýnandi nokkur skrifaði eitt sinn um Menuhin á þessa leið: „Hann dregur töfraboga sinn yfir hjartastrengi mannkynsins.“ Ýmsir miklir fiðluleikarar hrífa áheyrendur mjög, en Menuhin hefir djúp trúarleg áhrif á tillheyrendur sína. Þegar hann leikur rikir hátíðleg kyrrð í salnum, eins og menn væru staddir í dómkirkju. Menuhin er ekki ánægður með að leika af snilld, heldur vill liann ná til hjartnanna. Hann er stór vexti, atkvæðamikill og hjartnæmur. Hið fyrsta, sem Menuhin minnist úr lieimi tónlistarinnar, var söngur föður hans. Faðir drengsins söng hebresk sorg arljóð. Hann ólst upp i Palestinu til sextán ára aldurs. „Faðir minn flýði til Ameriku þegar hann var sextán ára, vegna þess að hann fékk ekki að leika á fiðlu. Fjölskylda hans var svo strang trúuð, að hún vildi ekki leyfa hon- um að stunda fiðluleik“, segir Men- uhin. „Fjölskyldan leit svo á, að það bæri vott um léttúð að fást við þvílíka hljómlist.“ Yehudi Menuhin segir það for- eldrum sínum að þakka, hve mikill fiðluleikari hann varð. Hann segir að foreldrarnr hafi alið hann svo vel upp. Þegar Menuhin varð heimsfrægur, sem undrabarn, gerðu foreldrarnir allt, er i þeirra valdi stóð, tiL þess að láta hann ekki ímynda sér að hann væri öðruvísi en önnur börn. Aldrei voru birt viðtöl við drenginn. Hann heyrði aldrei minnst á frægð né snilld. Hann hafði um 100,000 dollara tekjur sum árin, en fékk aðeins 25 cept á viku, sem vasapeninga. Yehudi og systir hans, Hephzibah og Yaltak, sem eru yngri en hann, bjuggu við sömu kjör og önnur börn i San Francisco, að þvi undanskildu að þau fengu aldrei að sjá kvikmynd né hlusta á útvarp. Yehudi var svo önnum kafinn við hljómlistaræfingar, að tíminn leyfði ekki að hann gæti stundað reglu- bundið skólanám. Móðir hans kenndi honum fyrstu námsárin. En svo fékk hann heimiliskennara. Foreldrar hans gættu þess strang- lega, að liann léki ekki oftar opin- berlega en tuttugu sinnum á ári. Þau létu drenginn hvila sig vel á milli hljómleikanna, leika sér og skemmta. Heimili fjölskyldunnar var í Santa Cruz fjöllunum við Los Gatos í Kaliforniu. Þar var glatt á hjalla og mikið hlegið. Yehudi hafði gaman af að basLa við bifreiðavélar. Hann segist, að likindum hafa orðið vélfræðingur, ef hljómlistin hefði ekki heillað hug hans. Árið 19)35 lagði Menuliin upp í fyrstu hljómlistarleikför sina. Hann liélt 110 liljómleika í 63 borgum og 13 löndum. Allir, sem lilustuðu á hann, urðu frá sér numdir af hrifningu, og blöðin hældu honum á hvert reipi. „Times“, sem ekki er vant því að taka mjög djúpt i árinni, sagði meðal annars: „Það er fljótlegt að lýsa fiðluleik Menuhins. Til þess þarf ekki að hafa nema eitt orð: óviðjafnanlegt." Yeliudi var nitján ára er hann fór þessa ferð. Er hann kom heim neit- uðu foreldrar hans öllum tilboðum er lionum voru gerð um hljómleika- hald. Voru þessi tilboð þó hvert öðru betra. Foreldrar Yehudi sögðu: „Dreng- urinn þarf að fá hvíld um tveggja ára skeið, áður en heimurinn fær hann.“ Þessi tvö ár skemmti Yehudi sér vel með systrum sinum og vinum. Hann ,synti, reið á góðum hestum, las skemmtilegar bækur, fór göngu- ferðir, æfði fiðluleik o. s. frv. „Þetta var yndislegur timi. Mér leið ágætlega þcssi ár,“ segir Yehudi. Svo fór hann til Evrópu. Öll fjöl- skyldan fór með honum. Faðir, móð- ir, systur, ritari og undirleikari fylgdu Menuliin. A París leigðu þau liús og útveg- uðu sér þrjá flygla. Dag nokkurn kom Georges Enesco í lieimsókn. Enesco er rússneskur, og frægt tónskáld. Hann lilustaði á þau systkinin, Menuliin og Hephzi- bah, leika eina af sónötum Beethov- ens. Er þau höfðu lokið leik sínum, gekk Enesco til Menuhin eldra og sagði: „Hvers vegna látið þið ekki Yeh- udi og Hephzibah leika saman op- inberlega? Hún er ágætur slaghörpu- leikari." Faðirinn fór að ráði tónskálds- ins. Yeliudi og Heplizibah léku saman um nokkurra ára skeið og urðu fræg- ustu systkini i heimi hljómlistar- innar. Þegar stríðið skall. á urðu þau að skilja. Yehudi trúlofaðist í London ástr- alskri stúlku, Nola Ruby Nicholas og giftust þau þar. Skömmu síðar giftist Hephzibah bróður Nolu konu Yehudi, og fór með honum til Ástraliu. Yehudi Menuhin og kona hans, eignuðust tvö börn, telpu, sem er tíu ára og níu ára dreng. Margir búast við að þau verði undrabörn, þar sem faðir þeirra var undrabarn. Fjöldi fólks hefir komið til Menu- hins og spurt hann um þetta. Hann hefir svarað á þessa leið: „Ef börnin mín vilja stunda hljóm- list, mun ég auðvitað leyfa þeim skyldi verða fyrsti maðurinn, sem hreyfi ekki litla fingurinn til þess að ýta undir þau að verða atvinnu- hljómlistarmenn. Við lijónin syngj- um fyrir þau, bæði þjóðlög og ýms önnur lög, til þess að auka fegurð- arvit þeirra. Mannsröddin er heppi- legust í þessu augnamiði. Hún eflir best skiLning barna á hljóðfalli og tónum.“ Til dæmis um það hve Menuliin leikur oft opinberlega, má geta þess, að árið 1945 hélt hann 300 hljóm- leika. En liann tók sjálfur ekki inn- gangseyri nema af einu hundraði þeirra. Ingangurinn af tvö hundruð liljómleikum rann til Rauða kross- ins, og ýmissa annarra mannúðar- og liknarstofnana. Stundum rennur ágóð inn til hermanna Sameinuðu þjóð- anna. Yehudi Menuhin flaug til Parisar þegar eftir að borgin losnaði undan oki Þjóðverja. Þrem árum áður hafði de Gaulle hershöfðingi lofað þvi, að hann skyldi verða fyrseti maðurinn, sem héldi hljómleika í borginni eftir fengið frelsi liennar. Menuhin lék í söngleikahöllinni, með undirleik hljómsveitar sönglist- arskólans. Hann lék Mendelssohn konsertinn, sem banngærður hafði verið um fimm ára skeið. Eg var sjálfur á þessum hljóm- leikum. Þarna voru Ameríkanar í einkennisbúningum og franskar kon- ur i kvöldkjólum En fyrri daga hátíðarblær var horfinn. Fólkið sat þögult og alvörugefið með aftur augun. Margir grétu. Menuhin hélt hljómleika í Amst- erdam og Bryssel. Svo fór hann til Prag. Eftir för þessa sagði hann: „Eg þoldi ekki að liorfa á tillieyr- endur mina. Þeir voru svo þreyttir og sinnulausir. Þannig voru þeir alls staðar i Evrópu. En á meðan ég lék kom ró yfir þá.“ í London lék Yeliudi Menuhin einleikslilutverkin i kvikmyndinni „Tlie magic bow (þ. e. „Töfrabog- inn“). En sú kvikmynd lýsir ævi Paganinis i lielslu atriðum. Þegar Menuhin kom heim spurði kona lians um það, hvort hann liefði lent í mörgum spennandi ævintýr- um. „Ekki ispennandi, lieldur upplyft- andi,“ svaraði Menuhin. Svo sýndi liann konu sinni bréf frá lierpresti, er hann hafði ritað Menuhin eftir eina hljómleika hans í Evrópu. 'Bréfið var svo hljóðandi: „Kæri hr. Menuhin! Herdeild mín á innan skamms, að fara í fremstu víglinu. Ef allir hermennirnir fengju að lieyra guð tala með að hlusta á yður leika fög- ur verk eftir Beethoven, Paganini og Bach, eins og þér gerðuð í gær- kvöldi, myndu þeir fá aukinn mátt til þess að berjast gegn hinum illu öfl- um. Öll mín þjóð, já, allur heim- urinn þyrfti að hlusta á því líka hljómlist. Hvar sem leið mín liggur mun ég ætíð fá aukinn þrótt við endurminn- inguna um þá stund, er ég hlustaði á hinn dásamlega fiðluleik yðar. Mér virðist ég krjúpa í bæn í einú af guðs miklu musterum.“ Það má óhætt segja, að mikil bless un stafi af lifsstarfi Yehudi Menu- hins, og annarra þvílikra manna. Án þeirra væri mannkynið grátlega fá- tækt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.