Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1952, Qupperneq 3

Fálkinn - 06.06.1952, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Hamborgarhljómsveitin Þýik kammerhljóniiveit kemur áil íilamli Ernst Scliönfelder Kammersveit Filharmóníuhljóm- sveitar Hamborgar kom hingað meö Gullfaxa 5. april og mun halda 3 sjálf- stœða hljómleika og tvo mcð Sinfóníu- hljómsveitinni undir stjórn Olavs Kiellands. Fyrstu tvéir tónleikarnir verða fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins í Reykjavík og Hafnarfirði (C. og 7. júní), en þriðju tónleikarnir verða opinberir (9. júní). Á tónleikun- um 10. og 13. júní, sem haldnir verða í Þjóðleikhúsinu, þar sem kammer- sveitin sameinast Sinfóníuhljómsveit- inni, munu um 70 hljóðfæraleikarar koma fram. Stjórnandi kammersveitarinnar er Ernst Schönfelder, sonur formanns borgarráðs Hambongar, en fararstjóri er Hans Brinckman, sem kom hingað til lands með 40 manna hljómsveit ár- ið 1926. Alls eru í kammersveitinni 25 mcnn. Er koma sveitarinnar talin með merkustu tónlistarviðhurðum hér á landi um langt skeið. Hornsteinninn lagður að hinni nýju Sogsvirkjun Fimmtudaginn 30. maí sl. var horn- steinninn lagður að hinni nýju Sogs- virkjun að viðstöddu fjölmenni. — Ætlunin er, að virkjuninni verði lokið eftir citt ár. Hin nýja 31.000 kíló- watta rafstöð við Irafoss mun veita rafmagni til ljósa, Iiita og iðnaðar á SuðvestUrlandi og bæta þannig úr orkuþörf svæðis með 82 þúsund íbú- um. Áætlað er, að stöðin muni kosta um 165 milljónir króna. Athöfnin við írafoss hófst með því að Gunnar Thoroddsen, horgarstjóri, flutti ræðu. Hann rakti sögu Sogsvirkj- unarinnar og las það, sem fest er á bókfell og lagt hefir verið í horn- stein byggingarinnar. Þvi næst lagði Jón Pálmason, forseti sameinaðs Al- þingis, einn af handhöfum forseta- valds, tiornstein að byggingunni. Síðan var gestum boðið að skoða hin miklu neðanjarðargöng, sem eru 640 rnetra löng, hvelfingu, þar sem vélahúsin verða byggð, og stíflugarð- inn ofan við írafoss. Texti bókfellsins. Hér fer á eftir útdráttur úr texta bókfells j)ess, sem lagt var í blýhólk hornsteinsins. „Alhuganir um virkjun Sogsins höfðu farið fram nokkrum árum fyr- ir síðustu aldamót og á báðum fyrstu tugum jiessarar aldar, en báru ekki ánangur. 1921 voru samþykkt lög á Al- þingi er heimiluðu ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á nýjum virkj- unarmöguleikum. Voru þá á næstu árum gerðar ýmsar mælingar og frum- áætlanir er sýndu að vant ynði stað- ið undir virkjun í Sogi, er byggð væri á almenningsnotkun, svo að fjárhag væri borgið, fyrr en í'búatala Reykjavíkur væri orðin um 30.000 manns. Árið 1928 samþykkti bæjarstjórn Reykjavikur að láta fara fram enn nýjar athuganir. Leiddu j)ær til þess að árið 1929 fór fram útboð á virkjun í Efra-Sogi, á fallinu milli Þingvalla- vatns og Úlfljótsvalns. Á sumrinu 1930 bárust tvö til'boð, er eigi þóttu aðgengileg, enda skorti Reykjavjkur- bæ ríkisábyrgð fyrir stofnlánum er- lendis. Reykjavíkurbær leitaði þá til Al- j)ingis um sérleyfi til virkjunar og um rikisábyrgð. Voru lög um virkjun Sogsins samþykkt 1933. Sama ár réð Reykjavíkurbær tvo norska verkfræðinga til jjess að gera tillögur um virkjun í Sogi. Skiluðu þeir álits'gerð sinni í ársbyrjun 1934 og lögðu til að fyrsta virkjunin yrði við Ljósafoss. Bæjarstjórn féllst á tillögur ráðu- nautanna og ákvað að láta fara fram útboð á Norðurlöndum um virkjun Ljósafoss, þá þegar um sumarið. Tókst það svo, að 7. desember 1934 gat borgarstjóri Reykjavíkur undir- ritað samninga í Stokkliólmi um lán- töku til virkjunarinnar. Vorið 1935 var hafin bygging orku- versins við Ljósafoss ásamt lagningu háspennulínu þaðan til Reykjavikur og þ. 20. júní 1936 lagði Hans Hátign Kristján konungur X. iiornstein að byggingunni, að viðstaddri Hennar hátign Alcxandrínu drottningu og hin- um konunglegu tignum prinsi Knud og prinsessu Caroline Mathilde, 15 árum eftir að Hans hátign og Ilenn- ar hátign höfðu opnað rafmagnsstöð Reykjavíkurbæjar við Elliðaár þá er bærinn tók rafmagnsveituna í sinar hendur í fyrstu. Almenn rafsuða var tekin upp á heimilum í Réykjavík við tilkomu Ljósafossstöðvarinnar og árið 1938 var Hafnarfjarðarkqupstaður tengd- ur við rgfveitukerfið. Jón Pálmason forseti sameinaös Alþingis og einn handhafi forsetavaldsins, leggur hornstein nýju SogsvirJcjunarinnar. — Ljósm.: Vignir. Árið 1942 var Ljósafossstöðin á- samt Elliðaárstöðinni fullnotuð, en árinu áður hafði vcrið hafist handa um að fá setla upp þriðju vélasam- stæðuna við Ljósafoss. Tókust kaup á vélum og rafbúnaði til ])ess frá Bandaríkjunúm. Var það vélasam- stæða upp á 5500 kw., er sett var upp veturinn 1943 til 1944 og tók til starfa í ágúst 1944. Á þessu sama ári fóru fram aðal- tengingar húsa í Reykjavík við hita- veitu bæjarins, er fékk heitt vatn frá dælustöð við Suður-Reyki í Mos- fellssveit. Tilkoma Hitaveitunnar létti á rafmagnsorkunni því er nam um það bil eins árs aukningu orkuvinnsl- unnar er verið hafði stöðug um 10 millj. kwst. á ári síðan 1937. Þ. 7. dag janúarmánaðar 1944 sam- þykkti bæjarráð Reykjavíkur að láta fara fram athugun á möguleikum fyrir auknu rafmagni til frambúðar handa Iteykjavík. Skýrslur um ]>á athugun, og tillögur um leiðir komu frá Raf- magnsveitu Reykjavikur sama vor, og var unnið að öflun upplýsinga og öðr- um undirbúningi ]>að ár og næsta vetur. Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.