Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1952, Qupperneq 6

Fálkinn - 06.06.1952, Qupperneq 6
6 FÁLKINN HAND-KATTARAUGA. EnsJcur b'ilstóri, Robert Parlett, sem oft hefir verið að því kom- inn að verða fyrir bil vegna þess að bílar sem á eftir komu áttu bágt með að sjá þegar hann gaf merki með hendinni, hefir nú fengið sér „kattarauga“ eins og notað er aftan á reiðhjól, og fest það á liöndina á sér. Og nú sést höndin betur, því að kattaraugað glampar í Ijósinu frá bilnum sem eftir kemur. Jim Frey, sem hefir þá atvinnu að temja allskonar víllidýr og ltenna þeim sirkus-listir, hefir mörg járn í eldinum. Hann er nefnilega bæði málari og ritiiöfundur. 1 hléunum milli sirkus-sýninganna málar Jiann oliumyndir af dýrunum sín- um. Og hann hefir skrifað bók um dýratamningar. Hérna sést hann vera að eiga við björn frá Síberíu. 19. LJÓS og SKUGGAR Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands. FRÖNSKU STJÓRNARSKIPTIN 1 Frakklandi hefir verið mynduð ný stjórn, rjétt einu sinni, og heit- ir sá Pinay sem er í broddi Jienn- ar. Gekk stjórnarmyndunin afar erfiðlega og Auriol forseti þurfti að ræða Jivað eftir annað við formenn flokkanna uns samkomu- lag varð. — Það er einn flokks- fulltrúinn, Mareél David frá Sósía- listaflokknum, sem sést hér vera að veita viðtal fyrir utan forseta- bústaðinn. NÝ HATTATÍSKA ? Sá sem lítur á þessa mynd spyr kannske sjálfan sig hvort þetta sé nú nýjasta tískan. Blaðaljósmynd- ari tók myndina á Orly-flugvell- inum í París en af skömmum sín- um tók hann myndina þannig, að stélið á Constellation-flugvélinni ber við höfuðið svo að vel má Jialda að þau séu Jiöfuðföt. Til vinstri: DEGAS-SÝNING. 1 London stendur yfir sýning á málverkum og höggmyndum Jiins fræga franska málara Edgar Degas. Eru það listaverk sem fundust á heimili hans eftir að hann lést 1917 — Hér sést sýn- ingargestur vera að skoða eina af frœgustu styttum Degas: „lý ára dansmær“,, sem kom öllu í uppnám þegar hún var sýnd fyrst, árið 1881. „Þú mátt ekki véra svona kviðin, kæra Jane,“ sagði Juditli. „Eg skil tiifinningar þínar vel, en þú veist, að unga fólkið verður að fá að njóta æskunnar — og þeir, sem lenda í góð- um félagsskap verða sjaldan illa úti. Eg fæ ekki séð, að nein sérstök hætta sé á ferðum með bróður þinn. Þú sagðir einu sinni við mig, að hann ætlaði að fara í langt ferðalag. Væri ekki best, að þú færir með honum? Hann þarf að minnsta kosti að vera burtu í eitt ár.“ „Já, það er einmitt það, sem ég gjarna vildi.“ Hún kyssti Judith. „Þú ert svo góð og ástúðleg. Þú verður að koma í heimsókn til min. Ef Sir Henry gctur verið án þín, verður þú að vera hjá mér yfir helgi. Það er Mtið hús, sem ég verð í, en það er vinalegt og snoturt og mér líður svo vel þar.“ Þegar Jane hafði lokið samtalinu við Judith, fór hún strax heim til bróður síns. Þegar þangað kom, var henni sagt, að hann væri ekki heima. Hann væri nýgenginn út. En hann liafði látið þau skilaboð liggja, að hann kæmi aftur til þess að aka syst- ur sinni upp í sveit. Jane hafði ætlað sér að fara i sinni eigin bifreið, en hún breytti um á- kvörðun, er hún heyrði, að bróðir sinn ætlaði að aka lienni. Hún ætlaði að tala við hann í ró og næði áður en þau skildu. En hún varð fyrir vonbrigðum. Það kom skeyti frá Gerald, þar sem hann sagðist ekki geta farið með systur sína af óviðráðanlegum orsökum. En hann lét þess getið, að hann hygðist lieimsækja liana við fyrsta tækifæri. Jane tók saman dót sitt og setti það út i litlu bifreiðina, sem hún var vön að aka sjálf. Síðan hélt hún af stað upp í sveit til litla hússins, sem hún skoðaði miklu fremur sem lieim- ili sitt en stóra húsið í borginni. Hún hefði orðið mjög öróleg, ef hún hefði vitað, hvers vegna bróðir liennar gat ekki haldið loforðið um að aka henni. Það var sök Elísabetar. Hún hafði einskis spurt um árangurinn af sam- tali móður sinnar og Hester, en hún tók strax eftir því hve Hester var rauðeygð og i mikilli geðshræringu, þegar hún liitti hana skömmu seinna. Og það var biðjandi hreimur í rödd- inni, þegar hún talaði við ungu stúlk- una, sem lnin gjarna vildi láta sér þykja vænt um. „Eg vona, að þér verðið ekki reið- ar við mig, ungfrú Elísabet, en ég gat ómögulega neitað móður yðar um það, sem hún vildi. *Hún var svo vin- gjarnleg og svo var liún svo falleg. Þegar hún svo sagði mér, hve fræg hún væri, þá gat ég ekki annað en játað öllu sem liún sagði.“ Ilester hafði barið að dyrum á svcfnherbergi Elísabetar og gekk nú nær ungu stúlkunni með hálfgerðum hræðslusvip, en þannig var það allt- af, þegar hún þurfti að koma nálægt henni. Elisabet hafði farið úr ytri fötun- um, en liafði sveipað um sig kínversku sjali. Hún gekk um gólf og reykti vindling. „Hvers vegna komið þér til mín? Þér eruð sú, sem ræður, hér í þessu húsi. En hvað er ég? Aðeins vesal- ingur, sem lifir af náðarbrauði yðar. Farið nú ekki að vola, Hester! Eg segi aðeins það, sem er satt. Ef yður þykir í raun og veru eins vænt um mig og þér segið, hefðuð þér ekki átt að samþykkja allt undir eins. Þessi kona getur kallað sig móður mina, ef hún vill, en ég viðurkenni hana ekki sem slika. Kona, sem stekkur frá barni sínu í vöggu, verð- skuldar ekki móðurheitið. Eg get ekki skilið, livernig þér gátuð sam- þykkt allt, sem liún sagði!" Hester liorfði kvíðin og ósæl á Elisabetu. Greifaynja Pauline Ninetti hafði heillað hana. Hún hafði verið svo töfrandi og vingjarnleg. Greifa- ynjan hafði sagt satt, þegar hún sagði Elísabetu, að öllum, sem þjón- uðu lienni, þætti vænt um hana. Ekki dró það úr, að Hester fannst Elísabet kuldaleg og fráhrindandi. Hún fann svo greinilega muninn á framkomu Pauline Ninetti og hennar. Það var meira að segja svo, að Hester létti, er liún hafði fengið móð- ur Elísabetar í húsið. Henni fannst, að þar væri komin manneskja, sem hún gæti talað við óþvingað. Þó að frú Wakefield, hjálparstúlka Elísa- betar, væri góð og indæl og virti Hester mikils, þá fannst Hester, að þær gætu aldrei orðið vinkonur, ])ar sem þær voru aldar upp við svo ólík- ar þjóðfélagsaðstæður. Þó að Hester sæi, að Paulinc Ninetti væri tigin kona, þá fannst henni, að hún væri þó blátt áfram og ekkert tiltektarsöm i háttum. Og svo var hún svo innileg í tali. Hester hafði auðvitað sagt henni, að hún hefði- sérstaka konu til þess að fylgj- ast með Elísabetu. Og greifaynjan liafði á augabragði sagt með áherslu, að liún ætlaðist ekki til neinna breytinga á heimil- inu i því tilliti. „Eg kæri mig ekkert um að líta • eftir Elísabetu. Eg er leikkona, lista- kona, og hefi. aldrei verið öðrum háð. Eg er frjáls sem fuglinn. Eg gæti ekki frekar tekið að mér að fara i skemmtigöngu með ungri stúlku en karlinum í tunglinu. Látið þér þessa frú Wakefield verða áfram fyrir alla muni. Eg skal vissulcga láta hana á mér heyra, að ég sé glöð yfir þvi, hve góðan leiðbeinanda ung- frú Charlbury hafi fengið. Þér skilj- ið vafalaust, Hester, að ég ætta mér alls ekki að flíka því, að ég sé móð- ir Elísabetar. Eg kæri mig ekki um að vera móðir fullvaxinnar stúllcu, því að ég lit út fyrir að vera miklu yngri en ég er, þó að allir sjái að vísu, að ég er runnin af besta skeiði. Mér er það líka nauðsynlegt, þar sem ég leik hlutverk ungra stúlkna. Þess vegna vil ég láta þetta líta þannig út, að ég hafi verið í vinfengi við föður hennar. Eg hafi komið til London nýlega, og Elisabet hafi boð- ið mér að dveljast hjá sér og njóta gestrisni yðar, Hester, undir eins og hún frétti af komu minni.“ Hester hrisli höfuðið.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.