Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1952, Qupperneq 7

Fálkinn - 06.06.1952, Qupperneq 7
„Nei, ekki gestrisni minnar. ÞaS er ekki ég, sem ræS hér. Ungfrú Charlsbury stjórnar öllu. Þannig á þaS lika aS vera. Hún húsmóSir min sáluga hefSi vafalaust kosiS, aS svo væri.“ Greifaynjan leit athugulum augum á Hester, en gekk síSan til hennar og kyssti hana. „Þér eruS góS kona,“ sagSi liún, „og þér verSskuldiS mikla hamingju. Eg veit ekki, hvort ég get gert ySur nokkuS gott, en ég mun áreiSanlega gera allt, sem í minu valdi stendnr. Þér hefSuS annars vafalaust ástæSu til þess aS hafa andúS á mér,“ sagSi hún snöggt, „því aS ég gekk aS eiga Roger Charlbury. En ég skal segja ySur nokkuS. Hann unni alltaf henni húsmóSur ySar sálugu. Hann elskaSi aldrei aSra konu en Sophie Martin- gate. Þess vegna tel ég þaS mjög lik- legt, aS hún liefSi gert allt, sem þér hafiS gert, hefSi hún lifaS. Samt veit ég, aS þiS eruS ólikar aS eSlisfari sem nótt og dagur. LátiS þaS vera ySur huggun. Eg vil ekki reka Elisa- betu út úr sínu lierbergi, en ég þarf auSvitaS aS fá annaS. Eg hefi líka mína eigin þernu. Hún hefir veriS hjá mér i mörg ár. Hún mun ekki valda ySur ónæSi. Hún kýs þaS eitt, aS vera í návist minni.“ Þannig samdi hún í ró og næSi viS Hester og smáfærSi sig upp á skaftiS. XIV. Þó aS hjarta Elisabetar væri fullt af gremju og reiSi út af liinni óvæntu komu móSur hennar, þá varS hún aS játa, aS koma hennar hafSi á viss- an hátt sett hressiiegri o.g fjörlegri blæ á daglegt líf hennar. MóSir hennar hafSi aS vísu sagt, aS þær gætu búiS í sama húsinu á- rekstralaust og yfirleitt án þess aS hafa nokkuS saman aS sælda, en þeg- ar til kastanna kom, reyndist þeim þó örSugt aS sneiSa hjá livor ann- arri. Þær hlutu óhjákvæmilega aS hittast alloft. Og þaS var eitthvaS fjörlegt og upplífgandi viS framkomu hinnar þekktu leikkonu, sem hafSi töluverS áhrif jafnvel á Elísabetu. í fyrstu einsetti hún sér aS látast hafin yfir móSur sína og hún talaSi um greifaynju Ninetti meS lítilvirS- ingu — jafnvel mestu óvirSingu. Þeg- ar hún bauS nýjum kunningjum meS sér upp i vinnustofu Marcellu Brodie til þess aS lita á myndina af sér, þá yppti hún alltaf öxlum í óvirðingar- skyni, er hún minntist á vinkonu föð- ur sins, sem svo óvænt hafði skotið upp kollinum. Marcella spurði son sinn í þaula um hina ókunnu greifaynju sem dveldist í hinu fagra húsi í Curson Street. Og Michael kvaðst vera álcaflega hrifinn af gesti Elísabetar. „Þú þekkir hana vafalaust af um- tali, mamma. Hún er fræg leikkona. Pauline Amati. Eg hefi allaf þráð að sjá hana leika. Eg vildi óska, aS hún léki hér í einhverju leikliúsi Lundúna- borgar.“ „ÞaS gerir hún vafalaust,“ svaraði hún. „En segðu mér, er nokkur Ninetti greifi til?“ Michael varS aS játa, aS hann hafði ekki hugmynd um þaS. „Ef hún væri gift, þá ferSaS.ist hún ekki um sem leikkona, eins og hún gerir. Hún virðist vera alveg frjáls. En hún er hrífandi fögur, mamrna. ÞaS er varla hægt aS hugsa sér meira heillandi kvenmann." „Hvað ertu aS segja? Er Elísabet ekki einu sinni eins heillandi?" Marcella sá, að blóðið þaut frarn í kinnar hans. Hann svaraði með ákefð: „Hún er ólík Elisabetu. ÞaS er eitt- hvaS fyrirmannlegt við hana.“ „Einhver sjálfsþótti, er það ekki það, sem þú átt við?“ sagði Marcella og hló stuttum hlátri. „Eg held að ég skilji, hvað þú átt við. Eg vildi mjög gjarna fá tækifæri til þess að sjá þessa leikkonu. Getur þú komið með hana hingað?“ „Eg hélt að hún hefði komið hingað með Elísabetu. Þær voru að tala um að fara hingað um daginn.“ „Nei, hún hefir ekki komið hingað ennþá. Hún er búin að samþykkja að sitja fyrir hjá mér aftur. Eg æt.la að hafa liana sem fyrirmynd að mátverki, sem á að fara á safn i Ástraliu. Myndin á að tákna Lady Macbeth. Eg er þegar búin að gera nokkra frumteikningar. Hérna eru þær.“ „Já, en þetta er ekki Elísabet — þetta er svo grimmilegt andlit," sagði Michael forviða, er hann leit á teikn- ingarnar. Marcella leit snöggt á hann. „Já, en Micky minn, hefir þú ekki ennþá komist að raun um, að Elisabet er grimm. Hvernig kemur hún ekki fram við Hester? Hún reynir að sölsa allt undir sig, og ef Hester maldar í móinn með að láta hana liafa ótak- mörkuS peningaráð, þá verður hún ill og afundin, eins og velgerðarmann- eskja hennar hafi drýgt einhverja stór- synd.“ Michael lagði frá sér myndina, sem hann hélt á í hendinni. „Þú veist ekki, hvað þú kvelur mig með því að segja þetta, af því að .. „SegSu ekki meira,“ greip móðir hans fram í fyrir honum. „ÞaS er af þvi, að þú hefir orðið hrifinn af henni, af þvi að þú hefir ætíð á reiSum hönd- um afsakanir fyrir hana og í einlægni sagt, drengurinn minn, af því að þú hefir látið blindast af fegurð hennar. Eigum við ekki að ræða þetta saman í ró og næði, Micky minn? Þú veist ekki, hve ég hefi haft miklar áhyggj- ur út af þér að undanförnu. Eg hefi fylgst með því hvernig þú hefir breyst. Þú hefir smátt og smátt látið undan töfrum Elisabetar, en fjarlægst mig. Og hvernig gengur það með vinfengi ykkar Judith?“ Evrópa eftirbátur. Læknir frá Iíanada, sem er nýkom- inn heim til sín úr ferðalagi um Ev- rópu, segir að sjúkrahúsin í Banda- rikjunum og Kanada séu miklu betur búin ölium vísindatækjum en sjúkra- húsin í Evrópu. Læknirinn, Robert Lacliance, sem er sérfræðingur í syk- ursýki og meltingarsjúkdómum, seg- ist furða sig á hve meðferS á sykur- sýkissjúklingum sé ófullkomin í Ev- rópu. 32.000 fyrir 5. VerkamaSur i Puteaux í Frakk- landi veðjaði sem svarar 5 íslenskum krónum á hest. Hann fékk 32.000 krónur fyrir. Bætur fyrir kýrhalann. Bóndi i Wisconsin hefir farið i mál við fylkið og krefst 300 dollara bóta fyrir kýrhala. Það var björn, sem hafði bitið halann af verðlaunabelj- unni hans i fyrra. Bóndinn segir að halalaus kýr geti ekki bandað frá sér flugunum, og muni þess vegna missa nytina. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - AfgreiBsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. BlaöiC kemur út á föstudögum. Áskriftir greiBist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. — Herbertsprent. / sýningarliöllinni Ólympía í Lon- don er núna sýning, sem nefnist „Fyrirmyndarheimili8“. Þarna hefir verið reistur heill hær, með húsum, götum og görðum. Þar vantar heldur ekki húðir og í einum búðardyrunum situr þetta Ijón og býður gestina velkomna. Eftir langan kulda og votviðri er vorið nú komiö til París. Skemmtigaröarnir fyllast af sól- þyrstu fólki og strákarnir eru byrjaöir að halda kappsiglingar meö bátunum sinum á tjörnunum á TuUlerie-garðinum. Til hægri: PLASTUMBÚÐIR. Það er ekki óhugsandi að plast- umbúðirnar muni leysa gipsum- búðirnar af hólmi, í náinni fram- tíð. Læknir nokkur í Los Angeles, hefir gert tilraunir með þær á hundi, sem hefir fótbrotnað og télur hann sennilegt aö þær reyn- ist mun betur en gipsumbúðirnar. NOKKUÐ FYRIR BÖRNIN. Svona reiðhól, með hliðarvagni, er nýjung sem komið hefir á markaöinn hjá þýskum leik- fangaverksmiöjum. Börnin veröa vafalaust heilluð af þessu „sam- göngutælá“, en það er svo dýrt að ekki er fyrir alla að kaupa það. LUCIU-MORGUNN. Eldsnemma á Lúciumessumorg- un koma ungu stúlkurnar á sænskum heimilum og færa heim- ilisfólkinu morgunkaffiö. Systir Lúcíunnar hefir fengið að halda á kaffikönnunni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.