Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.09.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN EG var tuttugu og fjögra ára og hafði aldrei verið ástfanginn. Eg liafði blátt áfram ekki Iiaft tíma til þess. Mamma liafði orðið ekkja áður en ég óx úr grasi, og í skólanum Iiafði mér fund- ist að annað hvort væri að duga eða drepast, hafa mig allan við námið, til þess að komast sem fyrst að sæmi- legu starfi og geta alið önn fyrir henni. Þess vegna las ég meira en all- ir félagar minir — gaf mér aldrei tíma til að fara út og gantast eins og þeir, og með tímanum fékk ég sæmilega stöðu, og hafði mig allan við til að rækja skyldurnar, sem ég hafði við mömmu. En svo var það að mamma giftist aftur, eftir öll þessi ár. Nú var skyld- unum létt af mér, og nú fann ég, mér til mikillar furðu, að ég átti frístund- ir. Þó að ég væri ekki farinn að sinna kvenfólki hafði ég gert mér mynd af hvernig konan min ætti að vera. Og þess vegna hefir það verið að Mar- git varð fyrir valinu — hún svaraði í öllu tilliti til hugsjónar minnar. Þeir eru margir. sem vakna á morgnana glaðir eins og lævirkjar og syngja áður en þeir hafa fengið morgunmatinn. Svoleiðis er ég ekki, þvert á móti, ég er stúrinn á morgn- ana. Og ég var óvenjulega stúrinn þennan morgun, þegar ég kom á stöðina til að fá bensín á bilinn minn. Mér hafði aldrei dottið í hug að ung- ar stúlkur gætu handleikið bensín- dælur, en þegar ég fór af stöðinni vissi ég að svo var, og ég vissi líka, að þarna var stúlkan, sem mig hafði dreymt um. Og nú langaði mig í fyrsta skipti á ævinni að syngja fyrir morg- unverð. Eg kallaði hana bensínstúlk- una mína, í huganum. „Hvað gerið þér við allt ])etta bensin?“ spurði hún viku síðar. „Seljið þér það öðrum? Þér kaupið bensín á hverjum morgni!“ „Já, á hverjum morgni. ^En ég ferð- ast svo mikið fyrir húsbændur mína.“ „Það er skritið að það skuli ekki sjást á ökumælinum," sagði liún. „Þér takið eftir öllu,“ sagði ég. „En ef ég fengi að hitta yður síðdegis þá mundi ég ekki koma og gera yður ónæði í vinnutímanum.“ „Já, það væri kannske betra,“ sagði hún. Og eftir það hittumst við nærri því daglega, seinni part dagsins. Margit bjó hjá móður sinni, bróðir hennar var í heiþjónustu, og vegna þess að þær höfðu ekki annað að lifa á en bensínstöðina hans, hafði Margit tekið við afgreiðslunni þegar hann fór. Margit var svona gerð — hún var ekki aðeins falleg, glöð og kát, held- ur líka dugleg og ósérhlífin. Oftast át ég miðdegisverðinn með þeim, og á eftir sátum við og röbb- uðum, eða Margit og ég fórum í skemmtigarðinn og hlustuðum á hljómsveitina og fleygðum brauðmol- um til svananna á tjörninni. Við gerð- um ekkert merkilegt og engin stór- tíðindi gerðust, allt var rólegt og blátt áfram, en okkur leið vel, við gátum verið saman og meira kröfðumst við ekki. Við liöfðum þegar afráðið framtíð okkar. Við elskuðum hvort annað og ætluðum að giftast. Við hefðum helst viljað giftast strax, en móðir Margitar fannst betra að doka við með það. „Þið hafið ekki þekkst nema mán- uð,“ sagði lnin, „og það skaðar ekki að það renni af ykkur mesta ástar- viman fyrst. Hún hafði rétt fyrir sér að nokkru leyti, og svo varð hún líka að sauma kynstur af lökum og koddaverum og mörgu öðru, fannst henni svo að ég beið en Margit faldaði handklæði. Skömniu síðar hitti ég Önnu. Eg hafði orðið að vinna margra tíma yfirvinnu og það var einmitt þegar ég var að fara af mannlausri skrif- stofunni að ég kom auga á hana, þar sem hún grúfði sig yfir skrifborðinu. Hún var örvæntingin uppmáluð. Eg átti að læsa skrifstofunum og þess vegna sagði ég: „Ef þér eruð búin þá getið þér farið.“ Hún svaraði ekki og nú sá ég að hún var að gráta. Eg get ekki að því gert, en mér verður hálfillt þegar ég sé konur gráta. Það kemur sjáifsagt af þvi að ég sá mömmu gráta svo oft. Þegar ég var lítill var hún vön að láta tárin tala þegar henni mislíkaði. Eg lærði aldrei að synda, eins og hin- ir strákarnir, því að hún var svo hrædd um að ég mundi drukkna, og svo grét hún þangað til ég lofaði henni að ég skyldi aldrei hætta mér í sjó- inn. Einu sinni skrópaði ég úr skól- anum til að fara í knattspyrnu, og þegar ég kom heim og liafði fengið áminningu, grét hún. Eg sparkaði aldrei knetti framar, að minnsta kosti í skólatímunum. Þegar ég varð eldri skyldi ég betur að tárin hennar voru ekki harmatár, heldur tæki til að buga mig, en það var sama: Undir eins og hún fór að gráta lét ég alltaf und- an og varð svo ósegjanlega dapur. Þess vegna hugsaði ég mér nú fyrst í stað að flýta mér út og láta stúlk- una eiga sig. En ég mátti ekki læsa hana inni og þess vegna sagði ég stamandi: „Heyrið þér .... verið þér róleg .... þetta er varla alvarlegt!" „Ó,“ sagði hún og leit upp og tárin fossuðu niður sognar lcinnarnar. „Eriksen sagðist reka mig, ef ég lyki ekki við þetta. Og ég get það ekki .... ég ge-et það ekki.“ Víst var ég bjáni. Eg leit á bréfin sem hún hafði skrifað, og frágangur- inn var svo slæmur að ég gat ekki á- fellst Eriksen. En ég settist og skrif- aði þau fyrir hana og það fór heill klukkutími í það. Eg varð að síma til Margitar og segja henni að mér hefði seinkað, en að ég mundi koma undir eins og ég liefði fengið mér bita. Þegar bréfunum var lokið urðum við Anna samferða niður í lyftunni, og sem belur fór hafði hún nú liætt að gráta, hún hikstaði bara við eins og börn gera þegar þau hafa grátið mikið. Eg sagði lienni að lnin skyldi fara heim og fá sér vel að borða, þá mundi hún hressast. En hún var jafn vesældarleg og áður. Eg fór að hugsa um hvernig heimilið hennar mundi vera og spurði um ástæður hennar. Hún sagðist vera norðan úr landi og ætti engan að i borginni. Eg skildi ekki að foreldrar hennar skyldu þora að senda svona barn frá sér út i stór- borgarsollinn — hún var alls ekki meira en átján ára, og varla fær um að standa ein. Það var víst þetta sem hrærði mig svo að ég bauð henni að borða með mér miðdegisverð. Eg get ekki skýrt það öðru vísi, því að mér stóð eiginlega alveg á sama um stúlk- una, en þráði að komast sem fyrst til Margitar. En Anna bragðaði varla á matnum. „Hvað gengur að yður?“ spurði ég hálf ergilegur. „Er kannske eitthvað að matnum?‘r „Æ, nei,“ sagði hún flemtruð. „Það er bara það að ég er ekki svöng. Eg — ég er orðinn svo veikluð á taug- unum þarna á 'skrifstofunni og ég — ég liefi svo mikla heimþrá, ég er andvaka á nótlunni og græt af heim- „Hvers vegna farið þér þá ekki heim?“ „Eg þori það ekki — það er enn verra en á skrifstofunni.“ Eg skildi ekki hvað hún átti við og kærði mig ekki um að skilja það höldur. Eg fór með hana i bílnum þangað sem hún átti lieima, og svo ók ég glaður og hlakkandi til Mar- gitar. Mér hvarflaði ekki Margit í hug fyrr en Eriksen kom vaðandi inn á skrifstofuna til mín morguninn eftir. „Heyrðu Berg, ef þú vill taka við Önnu Pedersen í þína dcild þá skal ég vera þér þakklátur," sagði liann. „Eg sagði við hana i gær að ef hún tæki sig ekki á þá mundi ég reka hana liið bráðasta, og í dag frétti ég að þú sért cngillinn, sem hafir þerrað tár hennar og skrifað bréfin hennar í eftirvinnu. Gætirðu ekki gert það framvegis lika? Eg held að ég mundi gera mig ánægðan með að fá hana ungfrú Erdmann frá þér i staðinn.“ „Allt í lagi,“ sagði ég lilæjandi. „Eg ?et reynt það. Eg held að þú farir svo ógætilega að stelpugreyinu að hún njóti sín ekki fyrir hræðslu, en ég er kannske hæglátari. En þú manst að ég verð að fá ungfrú Erdmann aftur ef ég get ekki notast við hina.“ Er^ ódugnaður Önnu kom alls ekki af þvi að Eriksen hafði farið hrana- lega að henni. Anna Pedersen var alveg jafn lieimsk í minni þjónustu, og oft fauk í mig er ég las yfir bréf- in sem hún hafði hreinskrifað. Hún gat ekki hraðritað rétt, og hún var heímingi seinni á ritvél en hinar ‘stúlkurnar. Samt missti ég ekki vald á sjálfum mér, en reyndi að vera mildur og um- burðarlyndur. Einn daginn sagði hún: „Þér eruð svo góður, herra Berg. Þér eruð svo þolinmóður. Eg veit að ég henta ekki á skrifstofu, en ég get ekki farið norður. Eg er hrædd.“ „Hrædd við hvað?“ spurði ég eins og mér kæmi ekki málið við. „Það er hann Tryggvi," sagði hún feimnislega. „Foreldrar mínir vilja að ég giftist honum, en liann er miklu eldri en ég og hræðilega slæmur. Hann barði mig einu sinni. Og hann hang- ir alltaf yfir mér þegar ég kem heim. Ef ég fer þá neyða þau mig til að giftast honum.“ Þessi saga kom við hjartað í mér. Engin furða þó Anna væri föl og ves- ældarleg. Ruddalegir, skilingslausir foreldrar, sem hún hafði flúið frá þó að hana vantaði alla kunnáttu tii að geta unnið fyrir sér. Og hún var svo veik og ósjálfbjarga — gerólík Mar- gitu! En eftir að ég lieyrði 'þetta gat ég ekki annað en notast við hana sem hraðritara áfram, þó að hún gerði mér margan óleikinn. Eg varð að skrifa flest bréfin min sjálfur og vinna yfir tímann á hverjum degi. Eg komst aldrei til að borða með Margitu og við vorum liætt að heimsækja svanina á tjörnirini. Eitt kvöldið kom ég ekki til Margitar fyrr en klukkan var orð- in yfir níu, þvd að Anna hafði verið gerónýt ]>ann claginn. Og Margit var reiðileg þegar hún opnaði. „Eg þarl' að tala við þig, Arne,“ sagði hún. „Mamma fór á kvikmynd, svo við höfum næði. Eg er fokreið við þig, og þegar þú hefur heyrt hvers vegna, geturðu dæmt um hvort ég hefi ástæðu til þess eða ekki. Eg skal trúa öllu sem þú segir.“ „Byrjaðu þá,“ sagði ég. „I dag kom maður, sem heitir Erik- sen og lét skoða mótorhjólið sitt. Hann Stnlkan á bensínstöðinni þrá. e/ ég fengi aö liitta yöur síödegis, mundi ég eklci gera yöur ónæöi í vinnutímanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.