Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1952, Blaðsíða 13

Fálkinn - 05.09.1952, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hefði ekki notið við hefði ég ef til vill beðið bana. — Mér þótti vænt um að ég gat orðið að liði, sagði hann. — Bridget sagði mér að þér hefðuð átt tal við föður minn þá um nóttina. Má ég spyrja hvers efnis það samtal var? hélt hún áfram alvarleg. — Eg skildi föður yðar þannig, að hann óskaði að samtalið væri algert einkamál. — Hvað segið þér? hrópaði hún og spratt upp enn reiðari. — Á að halda því leyndu fyrir mér .... dóttur hans? — Ef þér eruð þá dóttir hans? sagði R:c- hard rólega. Augun skutu neistum og liendur hennar skulfu. En hún stillti sig og beiskjubros kom um munninn: — Þér hafið þá heyrt þann heimskulega söguburð. — Já, það vill svo til, sagði hann. — Og þér trúið honum? — Eg hvorki trúi eða efast. Hvað kemur þetta mér við? — Já, einmitt, sagði hún. — Þetta var vit- urleg spurning. Hvað kemur það yður við. En heyrið þér Redgrave. Eg hefi alvarlegar á- stæður til að spyrja um hvað þið faðir minn töluðuð um laugardagsnóttina. Augu hennar urðu biðjandi, en það hvarf á næsta augnabliki. Þó nægði þetta til að sigra Richard. Fyrir einni mínútu hafði hann haldið að hann gæti ráðið við hana. En nú var það hún sem réð við hann. — Eg skal segja yður það, sagði hann blátt áfram. Og hann sagði henni allt samtalið, af- dráttarlaust. — Faðir minn sakaði yður þá ekki um að vera atvinnunjósnari? spurði hún þegar hann hafði lokið máli sínu. — Nei, svaraði Richard hálf vandræðalega. Hann áfelldist yður ekki heldur fyrir að hafa komist inn á heimili okkar undir fölsku flaggi? — Nei, svaraði Richard, enn vandræða- legri. Nú varð þögn um stund. Hún var róleg og starði út um gluggann. — Eg hefði gaman af að vita hvers vegna hann gerði það ekki? Eg las nýlega þessi orð í frægri bók: „Oss virðist morðinginn ekki jafn fyrirlitlegur og njósnarinn. Morðinginn getur hafa framið verknaðinn í augnabliks æði. Hann kann að iðrast og einsetja sér að bæta ráð sitt. En njósnarinn er og verður njósnari, dag og nótt, í rúminu sínu, við borð- ið sitt eða hvar sem hann fer. Fúlmennska hans gegnsýrir líf hans á hverju augnabilki." — Ætlið þér að bera það upp á mig að ég sé atvinnunjósnari? sagði Richard, honum fannst hann verða að verja sig. FELUMYND Hvar er bíleigandinn? — Eg ber það ekki aðeins upp á yður heldur skal ég sanna að það sé svo, sagði hún. Svo bætti hún við: — Herra Redgrave, hvers vegna gerðust þér til að njósna um okkur? Eg treysti yður í tvo heila daga og mér féll vel við yður. En undireins og ég sá yður fyrir aftan mig í skúrnum, rann sannleikurinn upp fyrir mér. Það var aðallega ástæðan til þess að ég féll í ómegin. Hvers vegna gerðuð þér þetta, herra Redgrave? Föður mínum féll vel við yður. Og ég .... ég .... Hún þagnaði. Svo sagði hún æst: — Maður með yðar hæfi- leikum gæti eflaust fengið sér heiðarlegri at- vinnu en að gerast njósnari! Hún horfði á hann, var ekki reið lengur, en ásakandi. — Eg er einkagrennslari en ekki njósnari, svaraði Rchard stutt. — Atvinna mín er í alla staði heiðarleg. — Þurfum við að togast á um orð? hróp- aði hún vanstillt. — Við héldum í sakleysi okkar að þér væruð gentleman. — Eg dirfist að segja að ég sé það, sagði Richard. » — Sannið þér það! hrópaði hún. — Eg get sannað það á hvern þann hátt sem þér óskið. — Eg þigg það loforð, sagði hún. — Eg ók til London til að skora á yður að hætta þessu snuðri, sem þér hafið tekið að yður — ég veit ekki fyrir hvern. — Eg get ekki sagt yður hver það er, sagði hann ólundarlega. — Hvers vegna ekki? — Ein spurning býður annarri heim, sagði hann. — Hvernig komust þér að þeirri niður- stöðu, að ég væri atvinnunjósnari, sem þér kallið svo? — Eg þurfti ekki annað en spyrjast fyrir, svaraði hún. — Þegar ég fékk heimilisfangið yðar kom hitt af sjálfu sér. Og þér ættuð að vera fús til að vera gentleman, á þann hátt sem ég stakk upp á? Eg hefði átt að hugsa mig betur um, þá hefði ég skilið að þessi ferð til London yrði fýluferð. Og samt var eitt- hvað í andlitinu á yður, sem taldi mér trú um, að þrátt fyrir allt .... — Ungfrú Craig, sagði hann alvarlegur. — Eg get ekki afsalað mér þessari rannsókn núna, því að ég er þegar búinn að því. Eg kom til London í morgun með þeim fasta á- setningi að gera ekki meira í málinu, og um miðjan dag í dag lét ég viðkomandi vita af því. — Þá skjátlaðist mér með öðrum orðum ekki, muldraði hún. Sér til mikillar furðu heyrði hann grátstafi í röddinni. — Yður hefir ekki skjátlast alveg, sagði hann og brosti. — Hvað olli því að þér hættuð að njósna um okkur? spurði hún og horfði fast á hann. — Ja, hvað á ég að segja? sagði hann. — Samviskan, kannske . .. . þó að fólk flest muni halda, að menn í minni stöðu hafi ekki of mikið af henni. Kannske gerði ég það vegna þess að þér endurgulduð tilfinningar mínar í yðar garð, ungfrú Craig. — Tilfinningar — í minn garð? — Já, sagði hann djarflega. — Þér voruð að segja áðan að yður hefði fallið vel við mig. Hún móðgaðist ekki heldur brosti hún. Hún átti hugrekki ærlegs hjarta. — Og leyfið mér að segja yður, ungfrú Craig, að ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa yður, hélt hann áfram, og var nú mjög alvarlegur. — Mér kemur ekkert við hvers konar örðugleikum þér eig- ið í. Þér megið treysta á mig. — Hvernig vitið þér að ég á í örðugleik- um? — Eg veit það ekki, sagði hann. — Mér finnst það bara á mér. Ungfrú Craig, lofið mér að hjálpa yður. — Þér vitið ekki hvað þér eruð að tala um, sagði hún á báðum áttum. Hann spratt upp og tók um hönd hennar, litla sólbrennda hönd. — Lofið mér að hjálpa yður, endurtók hann. — Bara að þér vissuð hvers konar vand- ræðum ég er i! sagði hún og sneri sér undan. Hann sá að hún grét. Hún kippti ósjálf- rátt að sér hendinni. — Eg vil hjálpa yður! hrópaði hann. Njósnarinn — fyrirlitlegi njósnarinn heimtar að fá að hjálpa yður. Segið mér allt! Hún rétti úr sér og starði á hann. ADAMSON Adamson steikir egg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.